Áfrýjar dómi vegna meintra meiðyrða Sigmundar Ernis Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 7. júlí 2017 11:50 Ummælin sem Spartakus vill dæmd dauð og ómerk snúa að fullyrðingum um meint fíkniefnaviðskipti hans í Suður-Ameríku. Guðmundur Spartakus Ómarsson hefur áfrýjað sýknudómi Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Sigmundi Erni Rúnarssyni vegna fréttaflutnings af sér á vefmiðli Hringbrautar á síðasta ári. Hann fór fram á ómerkingu á níu ummælum sem birtust á Hringbraut.is og tvær milljónir króna í skaðabætur. Ummælin snúa að fullyrðingum um meint fíkniefnaviðskipti Guðmundar, en Hringbraut greindi meðal annars frá því að Guðmundur Spartakus væri fíkniefnasmyglari í Suður-Ameríku sem sigldi þar „undir fölsku vegabréfsflaggi.“Eiga rætur að rekja til erlendra fjölmiðla Fréttirnar eiga flestar rætur sínar að rekja til erlendra fjölmiðlar þar sem fjallað er smyglhring í Suður-Ameríku, en þar er Guðmundur Spartakus sagður einn höfuðpaura. Fjölmiðlar hérlendis greindu frá málinu og sendi lögmaður Guðmundar, Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, í framhaldinu kröfubréf á blaðamenn sem fjölluðu um málið. Eftir því sem fréttastofa kemst næst voru kröfubréf send á DV, Morgunblaðið, Ríkisútvarpið, Stundina, Hringbraut og 365 miðla. Vilhjálmur höfðaði svo meiðyrðamál á hendur Sigmundi Erni vegna fréttaflutnings á Hringbraut og á hendur þremur fréttamönnum og fréttastjóra RÚV, en Ríkisútvarpið er krafið um samtals tíu milljónir króna. Þá höfðaði hann sömuleiðis mál á hendur Atla Má Gylfasyni, blaðamanni Stundarinnar, en munnlegur málflutningur fór fram í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. Stundin hefur fjallað hvað mest um Guðmund Spartakus undanfarin misseri. Sigmundur Ernir var sýknaður í apríl síðastliðnum, fyrst og fremst á grundvelli þess að umfjöllun Hringbrautar byggði einkum á því sem kom fram í öðrum miðlum. Tengdar fréttir Vinna úr nýjum upplýsingum vegna hvarfs Friðriks: „Sjálfsagt eru einhverjir hræddir“ Blaðamaður fékk sér neyðarhnapp eftir að hafa byrjað að vinna úttekt á máli Friðriks. 1. desember 2016 13:30 Guðmundi Spartakusi tókst ekki að fá Sigmund Erni dæmdan fyrir meiðyrði Vilhjálmur Vilhjálmsson lögmaður segir að málinu verði áfrýjað. 7. apríl 2017 11:45 Sigmundi Erni og RÚV stefnt vegna ummæla um Spartakus Guðmundur Spartakus Ómarsson hefur stefnt nokkrum fjölmiðlamönnum fyrir fréttaflutning af sér á síðasta ári. 10. febrúar 2017 07:00 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Sjá meira
Guðmundur Spartakus Ómarsson hefur áfrýjað sýknudómi Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Sigmundi Erni Rúnarssyni vegna fréttaflutnings af sér á vefmiðli Hringbrautar á síðasta ári. Hann fór fram á ómerkingu á níu ummælum sem birtust á Hringbraut.is og tvær milljónir króna í skaðabætur. Ummælin snúa að fullyrðingum um meint fíkniefnaviðskipti Guðmundar, en Hringbraut greindi meðal annars frá því að Guðmundur Spartakus væri fíkniefnasmyglari í Suður-Ameríku sem sigldi þar „undir fölsku vegabréfsflaggi.“Eiga rætur að rekja til erlendra fjölmiðla Fréttirnar eiga flestar rætur sínar að rekja til erlendra fjölmiðlar þar sem fjallað er smyglhring í Suður-Ameríku, en þar er Guðmundur Spartakus sagður einn höfuðpaura. Fjölmiðlar hérlendis greindu frá málinu og sendi lögmaður Guðmundar, Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, í framhaldinu kröfubréf á blaðamenn sem fjölluðu um málið. Eftir því sem fréttastofa kemst næst voru kröfubréf send á DV, Morgunblaðið, Ríkisútvarpið, Stundina, Hringbraut og 365 miðla. Vilhjálmur höfðaði svo meiðyrðamál á hendur Sigmundi Erni vegna fréttaflutnings á Hringbraut og á hendur þremur fréttamönnum og fréttastjóra RÚV, en Ríkisútvarpið er krafið um samtals tíu milljónir króna. Þá höfðaði hann sömuleiðis mál á hendur Atla Má Gylfasyni, blaðamanni Stundarinnar, en munnlegur málflutningur fór fram í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. Stundin hefur fjallað hvað mest um Guðmund Spartakus undanfarin misseri. Sigmundur Ernir var sýknaður í apríl síðastliðnum, fyrst og fremst á grundvelli þess að umfjöllun Hringbrautar byggði einkum á því sem kom fram í öðrum miðlum.
Tengdar fréttir Vinna úr nýjum upplýsingum vegna hvarfs Friðriks: „Sjálfsagt eru einhverjir hræddir“ Blaðamaður fékk sér neyðarhnapp eftir að hafa byrjað að vinna úttekt á máli Friðriks. 1. desember 2016 13:30 Guðmundi Spartakusi tókst ekki að fá Sigmund Erni dæmdan fyrir meiðyrði Vilhjálmur Vilhjálmsson lögmaður segir að málinu verði áfrýjað. 7. apríl 2017 11:45 Sigmundi Erni og RÚV stefnt vegna ummæla um Spartakus Guðmundur Spartakus Ómarsson hefur stefnt nokkrum fjölmiðlamönnum fyrir fréttaflutning af sér á síðasta ári. 10. febrúar 2017 07:00 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Sjá meira
Vinna úr nýjum upplýsingum vegna hvarfs Friðriks: „Sjálfsagt eru einhverjir hræddir“ Blaðamaður fékk sér neyðarhnapp eftir að hafa byrjað að vinna úttekt á máli Friðriks. 1. desember 2016 13:30
Guðmundi Spartakusi tókst ekki að fá Sigmund Erni dæmdan fyrir meiðyrði Vilhjálmur Vilhjálmsson lögmaður segir að málinu verði áfrýjað. 7. apríl 2017 11:45
Sigmundi Erni og RÚV stefnt vegna ummæla um Spartakus Guðmundur Spartakus Ómarsson hefur stefnt nokkrum fjölmiðlamönnum fyrir fréttaflutning af sér á síðasta ári. 10. febrúar 2017 07:00