Trump og Pútín mætast í dag Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. júlí 2017 07:34 Donald Trump Bandaríkjaforseti og Vladimir Pútín Rússlandsforseti munu eiga sinn fyrsta fund í Hamborg í dag. Vísir/AFP Donald Trump Bandaríkjaforseti og rússneski starfsbróðir hans, Vladimir Pútín, munu hittast í fyrsta sinn í dag á fundi G-20 ríkjanna sem fer nú fram í Hamborg í Þýskalandi. Trump og Pútín hafa báðir sagst vilja bæta samband þjóðanna, sem hefur verið nokkuð stirt vegna ástandsins í Sýrlandi og Úkraínu, auk meintra afskipta Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum á síðasta ári. Þá er búist við því að loftslagsbreytingar og alþjóðaviðskipti verði aðalumræðuefni ráðstefnunnar. Samkvæmt rússenskum fjölmiðlum munu Pútín og Trump hittast eftir hádegi í dag en fundur þeirra er talinn munu standa yfir í um klukkutíma. Ekki er vitað hvað þeir ætla að ræða sín á milli er þeir hittast en leiðtogarnir tveir hafa látið í ljós ólík sjónarmið í ýmsum málaflokkum undanfarnar vikur. Í gær kallaði Trump eftir því að Rússland hætti að stuðla að óstöðugleika í Úkraínu og fleiri löndum og „taki þátt í samfélagi ábyrgra þjóða.“ Ummælin voru hluti af ræðu sem Trump flutti í Varsjá, höfuðborg Póllands, í gær. Þá hefur Pútín óskað eftir því að viðskiptaþvingunum, sem Bandaríkjamenn hafa beitt Rússa síðan árið 2014, verði aflétt. Hann hefur einnig verið hávær í stuðningi sínum við Parísarsamkomulagið en Donald Trump er, eins og frægt er, andstæðingur samkomulagsins og hætti aðild Bandaríkjanna að því fyrr á árinu. Fundi G-20 ríkjanna hefur verið mætt af mikilli hörku í Hamborg en óeirðir brutust út í mótmælagöngu í Hamborg í gær vegna hans. 76 lögregluþjónar særðust í mótmælunum en þeir höfðu beitt vatnsþrýstibyssum og táragasi á mótmælendurna, sem köstuðu flöskum, steinum og blysum á móti. Donald Trump Tengdar fréttir Trump hvetur Rússa til að bætast í hóp ábyrgra ríkja Donald Trump Bandaríkjaforseti hvatti í dag rússnesk stjórnvöld til að hætta að grafa undan ástandinu í Úkraínu og fleiri ríkjum. 6. júlí 2017 15:06 G-20: Tugir lögreglumanna sárir eftir mótmælin í Hamborg Lögreglan í Hamborg segir að tæplega 75 lögreglumenn séu sárir eftir átök við mótmælendur í aðdraganda leiðtogafundar G-20-ríkjanna í borginni. 6. júlí 2017 23:37 Trump í Póllandi: Spyr hvort Vesturlönd búi yfir viljanum til að lifa af Donald Trump Bandaríkjaforseti flytur ræðu á Krasinski-torgi í Varsjá síðar í dag. 6. júlí 2017 09:59 G20-fundurinn: Óeirðir í Hamborg Óeirðir brutust út í mótmælagöngu gegn G20-fundinum í Hamborg í dag. Að minnsta kosti einn er sagður alvarlega slasaður eftir átök mótmælenda og lögreglumanna. 6. júlí 2017 19:40 Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti og rússneski starfsbróðir hans, Vladimir Pútín, munu hittast í fyrsta sinn í dag á fundi G-20 ríkjanna sem fer nú fram í Hamborg í Þýskalandi. Trump og Pútín hafa báðir sagst vilja bæta samband þjóðanna, sem hefur verið nokkuð stirt vegna ástandsins í Sýrlandi og Úkraínu, auk meintra afskipta Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum á síðasta ári. Þá er búist við því að loftslagsbreytingar og alþjóðaviðskipti verði aðalumræðuefni ráðstefnunnar. Samkvæmt rússenskum fjölmiðlum munu Pútín og Trump hittast eftir hádegi í dag en fundur þeirra er talinn munu standa yfir í um klukkutíma. Ekki er vitað hvað þeir ætla að ræða sín á milli er þeir hittast en leiðtogarnir tveir hafa látið í ljós ólík sjónarmið í ýmsum málaflokkum undanfarnar vikur. Í gær kallaði Trump eftir því að Rússland hætti að stuðla að óstöðugleika í Úkraínu og fleiri löndum og „taki þátt í samfélagi ábyrgra þjóða.“ Ummælin voru hluti af ræðu sem Trump flutti í Varsjá, höfuðborg Póllands, í gær. Þá hefur Pútín óskað eftir því að viðskiptaþvingunum, sem Bandaríkjamenn hafa beitt Rússa síðan árið 2014, verði aflétt. Hann hefur einnig verið hávær í stuðningi sínum við Parísarsamkomulagið en Donald Trump er, eins og frægt er, andstæðingur samkomulagsins og hætti aðild Bandaríkjanna að því fyrr á árinu. Fundi G-20 ríkjanna hefur verið mætt af mikilli hörku í Hamborg en óeirðir brutust út í mótmælagöngu í Hamborg í gær vegna hans. 76 lögregluþjónar særðust í mótmælunum en þeir höfðu beitt vatnsþrýstibyssum og táragasi á mótmælendurna, sem köstuðu flöskum, steinum og blysum á móti.
Donald Trump Tengdar fréttir Trump hvetur Rússa til að bætast í hóp ábyrgra ríkja Donald Trump Bandaríkjaforseti hvatti í dag rússnesk stjórnvöld til að hætta að grafa undan ástandinu í Úkraínu og fleiri ríkjum. 6. júlí 2017 15:06 G-20: Tugir lögreglumanna sárir eftir mótmælin í Hamborg Lögreglan í Hamborg segir að tæplega 75 lögreglumenn séu sárir eftir átök við mótmælendur í aðdraganda leiðtogafundar G-20-ríkjanna í borginni. 6. júlí 2017 23:37 Trump í Póllandi: Spyr hvort Vesturlönd búi yfir viljanum til að lifa af Donald Trump Bandaríkjaforseti flytur ræðu á Krasinski-torgi í Varsjá síðar í dag. 6. júlí 2017 09:59 G20-fundurinn: Óeirðir í Hamborg Óeirðir brutust út í mótmælagöngu gegn G20-fundinum í Hamborg í dag. Að minnsta kosti einn er sagður alvarlega slasaður eftir átök mótmælenda og lögreglumanna. 6. júlí 2017 19:40 Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Sjá meira
Trump hvetur Rússa til að bætast í hóp ábyrgra ríkja Donald Trump Bandaríkjaforseti hvatti í dag rússnesk stjórnvöld til að hætta að grafa undan ástandinu í Úkraínu og fleiri ríkjum. 6. júlí 2017 15:06
G-20: Tugir lögreglumanna sárir eftir mótmælin í Hamborg Lögreglan í Hamborg segir að tæplega 75 lögreglumenn séu sárir eftir átök við mótmælendur í aðdraganda leiðtogafundar G-20-ríkjanna í borginni. 6. júlí 2017 23:37
Trump í Póllandi: Spyr hvort Vesturlönd búi yfir viljanum til að lifa af Donald Trump Bandaríkjaforseti flytur ræðu á Krasinski-torgi í Varsjá síðar í dag. 6. júlí 2017 09:59
G20-fundurinn: Óeirðir í Hamborg Óeirðir brutust út í mótmælagöngu gegn G20-fundinum í Hamborg í dag. Að minnsta kosti einn er sagður alvarlega slasaður eftir átök mótmælenda og lögreglumanna. 6. júlí 2017 19:40