Má vera sæt og fín í útilegu Þórdís Lilja Gunnarsdóttir skrifar 6. júlí 2017 10:00 Sunna Björk Karlsdóttir er nýútskrifaður og verðlaunaður snyrtifræðingur. Vísir/Eyþór Hvernig stígur kona fersk og fögur út úr tjaldi eftir baðleysi í Guðs grænni náttúrunni og langar gleðinætur undir bláhimni? Snyrtifræðingurinn Sunna Björk Karlsdóttir kann við því svarið og gefur hér nokkur góð ráð.„Vel snyrtar og litaðar augabrúnir gera gæfumuninn og eru sennilega fyrsta ráðið sem ég gæfi þeim sem vilja koma sætar út úr tjaldinu á morgnana; að fara í litun og plokkun,“ segir Sunna Björk Karlsdóttir, nýútskrifaður snyrtifræðingur úr Fjölbrautaskólanum í Breiðholti, spurð um hollráð til að líta sem best út á ferðalagi um íslenskar sveitir og náttúru. „Útilega og útilega er ekki alltaf það sama,“ segir Sunna. „Það er ekki til neitt sem heitir bannað í förðun í útilegum og hver og ein finnur hvað henni þykir best. Allt fer það eftir því hvort ætlunin sé að njóta náttúru og útivistar, eða koma saman í gleðskap. Fremur flókið er að burðast með allan förðunarpakkann með sér í tjaldútilegu og ég hugsa að flestar skilji gerviaugnhárin eftir heima.“ Þegar kemur að ferðalögum og tjaldbúskap segir Sunna val hverrar konu að vera vel tilhöfð. „Það er sjálfsagt að fríska upp á útlitið. Náttúruleg fegurð er alltaf flott en hana má undirstrika með litun og plokkun og þarf ekki alltaf mikla fyrirhöfn til að líta vel út. Persónulega hef ég ekki mikið fyrir því að mála mig í útilegum en það er alltaf gaman og gott að fríska sig aðeins við.“Hrein og ljómandi húðSumartískan í förðun er náttúruleg og húðin á að ljóma. Mikið um jarðliti og mildar skyggingar, að sögn Sunnu. „Gott er að undirbúa húðina þannig að hún ljómi og líti sem best út á ferðalögum; hvernig sem viðrar og við hvaða aðstæður sem er, eftir langan akstur og gleðskap fram á nótt. Alltaf skal sinna húðinni vel heima, nota hreinsivörur tvisvar á dag, djúphreinsa eftir þörf húðgerðar og nota maska. Einnig er hægt að fara í alls kyns meðferðir á snyrtistofu sem gefa húðinni ljóma og gera hana líflegri, eins og rakameðferðir, sýrumeðferðir og fleira gagnlegt.“ En hvað á að hafa í snyrtibuddunni til að líta sem best út undir bláhimni? „Aðalatriðið er að vera með hreinsivörur og þvo andlitið kvölds og morgna. Sumum líður betur með létta förðun og þá er gott að hafa meðferðis hyljara, litað dagkrem eða farða (e. make). Svo er einstaklingsbundið hvaða förðunarvörur eru ómissandi; sumar vilja skerpa línur í kringum augu á meðan aðrar geta ekki verið án þess að setja eitthvað á varirnar. Oft er erfitt að sleppa farða séu konur vanar honum, en með litun og plokkun má segja að þær vinni sér í haginn, þótt sumar kjósi frekar að mála sig sjálfar og nota maskara.“ Þar sem ekki verður komist í bað úti í Guðs grænni náttúrunni segir Sunna best að velja húðvörur sem hægt er að hreinsa af með bómull. „Micellar-vatnið frá Comfort Zone er algjör snilld og þrífur af allan farða, þar með talinn varalit og augnfarða. Ég ráðlegg öllum að þrífa af sér farða, alltaf. Og hvort sem farði er notaður eða ekki, þá safnast óhreinindi á húðina yfir daginn og þau þarf að hreinsa fyrir svefninn. Óhreinindi safnast líka á húð yfir nóttina og því mæli ég með að hreinsa hana á morgnana líka. Það vill enginn setja krem yfir óhreinindi enda gera þau meira gagn fyrir hreina húð.“Verðlaunuð í snyrtifræðiSunna útskrifaðist sem snyrtifræðingur frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti í vor. Hún er uppalin í Búðardal en ættuð frá norðanverðum Vestfjörðum og Strandasýslu. „Ég fékk að fara í litun og plokkun fyrir ferminguna og þá kviknaði áhugi minn á snyrtifræði,“ segir Sunna. „Þegar að framhaldsskóla kom vildi ég helst fara í nám sem gæfi mér starfsréttindi og þar kom snyrtifræðin sterkust inn. Á þeim tíma var ég ekkert sérstaklega upptekin af förðun, en það var svo margt annað sem mér þótti spennandi við snyrtifræðina, eins og nudd, andlitsmeðferðir, handsnyrting og fleira.“ Sunna starfar sem snyrtifræðingur á Snyrtistofunni Dimmalimm í Árbæ. „Þegar ég hóf starfsnám í fyrrasumar var ég valin ásamt vinkonu til að fara í mánuð til Írlands og vinna sem nemi á snyrtistofu. Það var ævintýri og gaman að segja frá því að ég tók líka þátt í Íslandsmóti iðn- og verkgreina og lenti þar í 3. sæti í snyrtifræði.“ En hvert er besta bjútíráð Sunnu fyrir útileguna? „Litun, plokkun og augnhárapermanett! Og ekki má gleyma sólarvörninni!“ Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
Hvernig stígur kona fersk og fögur út úr tjaldi eftir baðleysi í Guðs grænni náttúrunni og langar gleðinætur undir bláhimni? Snyrtifræðingurinn Sunna Björk Karlsdóttir kann við því svarið og gefur hér nokkur góð ráð.„Vel snyrtar og litaðar augabrúnir gera gæfumuninn og eru sennilega fyrsta ráðið sem ég gæfi þeim sem vilja koma sætar út úr tjaldinu á morgnana; að fara í litun og plokkun,“ segir Sunna Björk Karlsdóttir, nýútskrifaður snyrtifræðingur úr Fjölbrautaskólanum í Breiðholti, spurð um hollráð til að líta sem best út á ferðalagi um íslenskar sveitir og náttúru. „Útilega og útilega er ekki alltaf það sama,“ segir Sunna. „Það er ekki til neitt sem heitir bannað í förðun í útilegum og hver og ein finnur hvað henni þykir best. Allt fer það eftir því hvort ætlunin sé að njóta náttúru og útivistar, eða koma saman í gleðskap. Fremur flókið er að burðast með allan förðunarpakkann með sér í tjaldútilegu og ég hugsa að flestar skilji gerviaugnhárin eftir heima.“ Þegar kemur að ferðalögum og tjaldbúskap segir Sunna val hverrar konu að vera vel tilhöfð. „Það er sjálfsagt að fríska upp á útlitið. Náttúruleg fegurð er alltaf flott en hana má undirstrika með litun og plokkun og þarf ekki alltaf mikla fyrirhöfn til að líta vel út. Persónulega hef ég ekki mikið fyrir því að mála mig í útilegum en það er alltaf gaman og gott að fríska sig aðeins við.“Hrein og ljómandi húðSumartískan í förðun er náttúruleg og húðin á að ljóma. Mikið um jarðliti og mildar skyggingar, að sögn Sunnu. „Gott er að undirbúa húðina þannig að hún ljómi og líti sem best út á ferðalögum; hvernig sem viðrar og við hvaða aðstæður sem er, eftir langan akstur og gleðskap fram á nótt. Alltaf skal sinna húðinni vel heima, nota hreinsivörur tvisvar á dag, djúphreinsa eftir þörf húðgerðar og nota maska. Einnig er hægt að fara í alls kyns meðferðir á snyrtistofu sem gefa húðinni ljóma og gera hana líflegri, eins og rakameðferðir, sýrumeðferðir og fleira gagnlegt.“ En hvað á að hafa í snyrtibuddunni til að líta sem best út undir bláhimni? „Aðalatriðið er að vera með hreinsivörur og þvo andlitið kvölds og morgna. Sumum líður betur með létta förðun og þá er gott að hafa meðferðis hyljara, litað dagkrem eða farða (e. make). Svo er einstaklingsbundið hvaða förðunarvörur eru ómissandi; sumar vilja skerpa línur í kringum augu á meðan aðrar geta ekki verið án þess að setja eitthvað á varirnar. Oft er erfitt að sleppa farða séu konur vanar honum, en með litun og plokkun má segja að þær vinni sér í haginn, þótt sumar kjósi frekar að mála sig sjálfar og nota maskara.“ Þar sem ekki verður komist í bað úti í Guðs grænni náttúrunni segir Sunna best að velja húðvörur sem hægt er að hreinsa af með bómull. „Micellar-vatnið frá Comfort Zone er algjör snilld og þrífur af allan farða, þar með talinn varalit og augnfarða. Ég ráðlegg öllum að þrífa af sér farða, alltaf. Og hvort sem farði er notaður eða ekki, þá safnast óhreinindi á húðina yfir daginn og þau þarf að hreinsa fyrir svefninn. Óhreinindi safnast líka á húð yfir nóttina og því mæli ég með að hreinsa hana á morgnana líka. Það vill enginn setja krem yfir óhreinindi enda gera þau meira gagn fyrir hreina húð.“Verðlaunuð í snyrtifræðiSunna útskrifaðist sem snyrtifræðingur frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti í vor. Hún er uppalin í Búðardal en ættuð frá norðanverðum Vestfjörðum og Strandasýslu. „Ég fékk að fara í litun og plokkun fyrir ferminguna og þá kviknaði áhugi minn á snyrtifræði,“ segir Sunna. „Þegar að framhaldsskóla kom vildi ég helst fara í nám sem gæfi mér starfsréttindi og þar kom snyrtifræðin sterkust inn. Á þeim tíma var ég ekkert sérstaklega upptekin af förðun, en það var svo margt annað sem mér þótti spennandi við snyrtifræðina, eins og nudd, andlitsmeðferðir, handsnyrting og fleira.“ Sunna starfar sem snyrtifræðingur á Snyrtistofunni Dimmalimm í Árbæ. „Þegar ég hóf starfsnám í fyrrasumar var ég valin ásamt vinkonu til að fara í mánuð til Írlands og vinna sem nemi á snyrtistofu. Það var ævintýri og gaman að segja frá því að ég tók líka þátt í Íslandsmóti iðn- og verkgreina og lenti þar í 3. sæti í snyrtifræði.“ En hvert er besta bjútíráð Sunnu fyrir útileguna? „Litun, plokkun og augnhárapermanett! Og ekki má gleyma sólarvörninni!“
Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira