Tíska og hönnun

Skilnaðar-toppur í París

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Nicole Kidman alltaf jafn glæsileg, líka með topp.
Nicole Kidman alltaf jafn glæsileg, líka með topp. Getty

Nicole Kidman mætti með glænýjan topp og dætur sínar tvær á tískuvikuna í París þar sem hún var tilkynnt sem nýr sendiherra fyrir Chanel. Kidman bar sig vel þrátt fyrir að standa í miðjum skilnaði við Keith Urban, eiginmann sinn til tuttugu ára.

Kidman var klædd í hvíta blússu með rauðu Chanel-merki, gallabuxur með víðum skálmum og hélt á ryðrauðri handtösku. 

Kidman var með hring en þó ekki demantsskreytta giftingarhringinn.Chanel

Tvennt vakti athygli viðstaddra (og þeirra sem rýna í ljósmyndir papparassa af fræga fólkinu): Kidman var búin að taka af sér giftingarhringinn og var komin með glænýjan töffaralegan topp.

Kidman hefur lengi verið mikil Chanel-kona og nýtti sér föt merkisins óspart á rauða dreglinum, sérstaklega á tíma Karls Lagerfeld hjá merkinu. Hún var um tíma andlit Chanel No. 5-ilmsins og lék í þriggja mínútna stuttmynd fyrir ilmvatnið árið 2004 sem Baz Luhrmann leikstýrði og kostaði fúlgur fjár. Sendiherrastaðan er því rökrétt skref fyrir stórstjörnuna.-

Adir Abergel, hárgreiðslumaður og listrænn stjórnandi Virtue Labs, sá um að græja greiðsluna á Kidman og byggði hann lúkkið á vísunum í fyrri hluta áttunda áratugarins, mjúkar áferðir og franskt kæruleysisfas.

Kidman sótti um skilnað við kántrístjörnuna Keith Urban, eiginmann sinn til tuttugu ára, fyrir viku síðan og hefur lítið sést meðal almennings síðan. 

Á viðburðinum lét leikkonan þó eins og ekkert hefði í skorist og mætti með dætur sínar tvær, hina sautján ára Sunday Rose og hina fjórtán ára Faith Margaret. Þá sat hún með Vanessu Paradis og Étienne Daho í fremstu röð á sýningunni og virtist hin kátasta.

Kidman með stelpunum sínum.Getty

Tengdar fréttir

Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð

Fréttir af skilnaði Hollywood-stjörnunnar Nicole Kidman og kántrísöngvarans Keith Urban skóku heiminn í fyrradag og eru fjölmiðlar farnir að rýna í kaupmála hjónanna. Sérstök kókaínklásúla hefur vakið athygli og gæti tryggt Urban rúmlega 1,3 milljarða króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.