„Olíufundur gæti gjörbreytt Íslandi“ Hildur Knútsdóttir skrifar 6. júlí 2017 07:00 Í viðtali sem birtist í Viðskiptablaðinu þann 1. júlí síðastliðinn segir Heiðar Guðjónsson, hagfræðingur og fjárfestir, frá áformum Eykon Energy um að bora ekki eina heldur þrjár borholur á Drekasvæðinu til að freista þess að dæla upp olíu. Hann fullyrðir að ef olía finnist muni ríkið græða milljarða og enginn kostnaður muni falla á ríkissjóð. Við þetta er ýmislegt að athuga. 1) Það er löngu vitað að brennsla á jarðefnaeldsneyti veldur hröðum loftslagsbreytingum sem ógna nú öllu lífríki jarðar. Lífríki Íslands er þar ekki undanskilið. Á tímum hnattvæðingar erum við ekki eyland í neinum öðrum skilningi en landfræðilegum: Breyttur veruleiki í breyttu loftslagi mun raska jafnvægi á alþjóðavettvangi á komandi áratugum með ófyrirséðum afleiðingum fyrir þjóð sem treystir jafn mikið á innflutning og við gerum. 2) Ísland mun þurfa að laga innviði að loftslagsbreytingum. Við gætum þurft að byggja varnargarða við strendur, flytja byggð og finna aðrar leiðir til að framleiða rafmagn en með fallvatni frá jökulám þegar jöklarnir bráðna. Það hefur í för með sér kostnað sem mun að öllum líkindum falla á ríkissjóð. 3) Það er sannað að brennsla á olíu veldur súrnun sjávar. Áhrifin á vistkerfi hafs geta orðið gríðarleg og ógnin við sjávarútveginn, sem lengi hefur verið undirstöðuatvinnugrein Íslands, er raunveruleg. Kaldur sjór tekur upp meiri koltvísýring en heitur og súrnar því sérstaklega hratt. Hver dropi af olíu frá Drekasvæðinu sem verður brenndur á næstu árum mun því hafa bein áhrif á hafið í kringum Ísland og þá fiskistofna sem við nýtum. 4) Olíuleki frá borholu á Drekasvæðinu gæti haft hrikalegar afleiðingar fyrir Ísland, bæði á umhverfi og efnahag. Hreinsun eftir olíuslysið sem varð í Mexíkóflóa árið 2010 kostaði um 7.000 milljarða íslenskra króna. Það er afar hæpið að ríkið hafi bolmagn til að borga þann reikning. Hafa þeir einkaaðilar sem Heiðar er í forsvari fyrir það? 5) Við vitum að loftslagsbreytingar koma til með að valda hörmungum í framtíðinni – þær eru þegar farnar að gera það, til dæmis með tíðari skógareldum, flóðum og öfgum í veðurfari. Og því meiri olíu sem við brennum því meiri verða hörmungarnar. Að sama skapi eykst hættan á því að við setjum af stað keðjuverkun sem verður ekki stöðvuð. Og hættan er raunveruleg. 6) Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn reiknaði út árið 2015 að notkun jarðefnaeldsneytis kosti skattgreiðendur um heim allan 5,3 billjónir Bandaríkjadala á ári. 7) Ríki heims skuldbundu sig með Parísarsáttmálanum til að halda hlýnun jarðar innan við 2°C. Ef Parísarsáttmálinn á að halda þá má ekki brenna þeim 20 milljörðum tunna af olíu sem Heiðar vonast til að finna. Ef Parísarsáttmálinn á að halda megum við ekki brenna nema 1/5 af þekktum eldsneytislindum. Heiðar er að leita að nýjum og áður óþekktum lindum og þar með að veðja á að Parísarsamkomulagið – sem ríkisstjórn Íslands hefur nótabene fullgilt – haldi ekki. Heiðar segir að ef þetta gangi eftir og olía finnist þá muni Ísland gjörbreytast og verða í stöðu til að „hjálpa umheiminum“. En sannleikurinn er auðvitað sá að stærsta framlag Íslendinga í baráttunni fyrir betri heimi gæti einfaldlega verið að hverfa frá áformum um olíuvinnslu og láta olíuna sem kann að leynast á Drekasvæðinu vera. Það er það eina siðferðilega rétta í stöðunni og besta leiðin fyrir okkur að „hjálpa umheiminum“. En Heiðar Guðjónsson talar ekki um siðferði eða réttlæti. Nei, Heiðar er að tala um hagnað. Hann er að tala um peninga. Ef við, Íslendingar, ætlum í alvörunni að loka augunum fyrir staðreyndum og láta stjórnast af græðgi þá skulum við vita að þetta verða aldrei annað en blóðpeningar. Og Ísland verður ekki samt. Höfundur greinarinnar er rithöfundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Olíuleit á Drekasvæði Mest lesið Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Sjá meira
Í viðtali sem birtist í Viðskiptablaðinu þann 1. júlí síðastliðinn segir Heiðar Guðjónsson, hagfræðingur og fjárfestir, frá áformum Eykon Energy um að bora ekki eina heldur þrjár borholur á Drekasvæðinu til að freista þess að dæla upp olíu. Hann fullyrðir að ef olía finnist muni ríkið græða milljarða og enginn kostnaður muni falla á ríkissjóð. Við þetta er ýmislegt að athuga. 1) Það er löngu vitað að brennsla á jarðefnaeldsneyti veldur hröðum loftslagsbreytingum sem ógna nú öllu lífríki jarðar. Lífríki Íslands er þar ekki undanskilið. Á tímum hnattvæðingar erum við ekki eyland í neinum öðrum skilningi en landfræðilegum: Breyttur veruleiki í breyttu loftslagi mun raska jafnvægi á alþjóðavettvangi á komandi áratugum með ófyrirséðum afleiðingum fyrir þjóð sem treystir jafn mikið á innflutning og við gerum. 2) Ísland mun þurfa að laga innviði að loftslagsbreytingum. Við gætum þurft að byggja varnargarða við strendur, flytja byggð og finna aðrar leiðir til að framleiða rafmagn en með fallvatni frá jökulám þegar jöklarnir bráðna. Það hefur í för með sér kostnað sem mun að öllum líkindum falla á ríkissjóð. 3) Það er sannað að brennsla á olíu veldur súrnun sjávar. Áhrifin á vistkerfi hafs geta orðið gríðarleg og ógnin við sjávarútveginn, sem lengi hefur verið undirstöðuatvinnugrein Íslands, er raunveruleg. Kaldur sjór tekur upp meiri koltvísýring en heitur og súrnar því sérstaklega hratt. Hver dropi af olíu frá Drekasvæðinu sem verður brenndur á næstu árum mun því hafa bein áhrif á hafið í kringum Ísland og þá fiskistofna sem við nýtum. 4) Olíuleki frá borholu á Drekasvæðinu gæti haft hrikalegar afleiðingar fyrir Ísland, bæði á umhverfi og efnahag. Hreinsun eftir olíuslysið sem varð í Mexíkóflóa árið 2010 kostaði um 7.000 milljarða íslenskra króna. Það er afar hæpið að ríkið hafi bolmagn til að borga þann reikning. Hafa þeir einkaaðilar sem Heiðar er í forsvari fyrir það? 5) Við vitum að loftslagsbreytingar koma til með að valda hörmungum í framtíðinni – þær eru þegar farnar að gera það, til dæmis með tíðari skógareldum, flóðum og öfgum í veðurfari. Og því meiri olíu sem við brennum því meiri verða hörmungarnar. Að sama skapi eykst hættan á því að við setjum af stað keðjuverkun sem verður ekki stöðvuð. Og hættan er raunveruleg. 6) Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn reiknaði út árið 2015 að notkun jarðefnaeldsneytis kosti skattgreiðendur um heim allan 5,3 billjónir Bandaríkjadala á ári. 7) Ríki heims skuldbundu sig með Parísarsáttmálanum til að halda hlýnun jarðar innan við 2°C. Ef Parísarsáttmálinn á að halda þá má ekki brenna þeim 20 milljörðum tunna af olíu sem Heiðar vonast til að finna. Ef Parísarsáttmálinn á að halda megum við ekki brenna nema 1/5 af þekktum eldsneytislindum. Heiðar er að leita að nýjum og áður óþekktum lindum og þar með að veðja á að Parísarsamkomulagið – sem ríkisstjórn Íslands hefur nótabene fullgilt – haldi ekki. Heiðar segir að ef þetta gangi eftir og olía finnist þá muni Ísland gjörbreytast og verða í stöðu til að „hjálpa umheiminum“. En sannleikurinn er auðvitað sá að stærsta framlag Íslendinga í baráttunni fyrir betri heimi gæti einfaldlega verið að hverfa frá áformum um olíuvinnslu og láta olíuna sem kann að leynast á Drekasvæðinu vera. Það er það eina siðferðilega rétta í stöðunni og besta leiðin fyrir okkur að „hjálpa umheiminum“. En Heiðar Guðjónsson talar ekki um siðferði eða réttlæti. Nei, Heiðar er að tala um hagnað. Hann er að tala um peninga. Ef við, Íslendingar, ætlum í alvörunni að loka augunum fyrir staðreyndum og láta stjórnast af græðgi þá skulum við vita að þetta verða aldrei annað en blóðpeningar. Og Ísland verður ekki samt. Höfundur greinarinnar er rithöfundur.
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun