„Olíufundur gæti gjörbreytt Íslandi“ Hildur Knútsdóttir skrifar 6. júlí 2017 07:00 Í viðtali sem birtist í Viðskiptablaðinu þann 1. júlí síðastliðinn segir Heiðar Guðjónsson, hagfræðingur og fjárfestir, frá áformum Eykon Energy um að bora ekki eina heldur þrjár borholur á Drekasvæðinu til að freista þess að dæla upp olíu. Hann fullyrðir að ef olía finnist muni ríkið græða milljarða og enginn kostnaður muni falla á ríkissjóð. Við þetta er ýmislegt að athuga. 1) Það er löngu vitað að brennsla á jarðefnaeldsneyti veldur hröðum loftslagsbreytingum sem ógna nú öllu lífríki jarðar. Lífríki Íslands er þar ekki undanskilið. Á tímum hnattvæðingar erum við ekki eyland í neinum öðrum skilningi en landfræðilegum: Breyttur veruleiki í breyttu loftslagi mun raska jafnvægi á alþjóðavettvangi á komandi áratugum með ófyrirséðum afleiðingum fyrir þjóð sem treystir jafn mikið á innflutning og við gerum. 2) Ísland mun þurfa að laga innviði að loftslagsbreytingum. Við gætum þurft að byggja varnargarða við strendur, flytja byggð og finna aðrar leiðir til að framleiða rafmagn en með fallvatni frá jökulám þegar jöklarnir bráðna. Það hefur í för með sér kostnað sem mun að öllum líkindum falla á ríkissjóð. 3) Það er sannað að brennsla á olíu veldur súrnun sjávar. Áhrifin á vistkerfi hafs geta orðið gríðarleg og ógnin við sjávarútveginn, sem lengi hefur verið undirstöðuatvinnugrein Íslands, er raunveruleg. Kaldur sjór tekur upp meiri koltvísýring en heitur og súrnar því sérstaklega hratt. Hver dropi af olíu frá Drekasvæðinu sem verður brenndur á næstu árum mun því hafa bein áhrif á hafið í kringum Ísland og þá fiskistofna sem við nýtum. 4) Olíuleki frá borholu á Drekasvæðinu gæti haft hrikalegar afleiðingar fyrir Ísland, bæði á umhverfi og efnahag. Hreinsun eftir olíuslysið sem varð í Mexíkóflóa árið 2010 kostaði um 7.000 milljarða íslenskra króna. Það er afar hæpið að ríkið hafi bolmagn til að borga þann reikning. Hafa þeir einkaaðilar sem Heiðar er í forsvari fyrir það? 5) Við vitum að loftslagsbreytingar koma til með að valda hörmungum í framtíðinni – þær eru þegar farnar að gera það, til dæmis með tíðari skógareldum, flóðum og öfgum í veðurfari. Og því meiri olíu sem við brennum því meiri verða hörmungarnar. Að sama skapi eykst hættan á því að við setjum af stað keðjuverkun sem verður ekki stöðvuð. Og hættan er raunveruleg. 6) Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn reiknaði út árið 2015 að notkun jarðefnaeldsneytis kosti skattgreiðendur um heim allan 5,3 billjónir Bandaríkjadala á ári. 7) Ríki heims skuldbundu sig með Parísarsáttmálanum til að halda hlýnun jarðar innan við 2°C. Ef Parísarsáttmálinn á að halda þá má ekki brenna þeim 20 milljörðum tunna af olíu sem Heiðar vonast til að finna. Ef Parísarsáttmálinn á að halda megum við ekki brenna nema 1/5 af þekktum eldsneytislindum. Heiðar er að leita að nýjum og áður óþekktum lindum og þar með að veðja á að Parísarsamkomulagið – sem ríkisstjórn Íslands hefur nótabene fullgilt – haldi ekki. Heiðar segir að ef þetta gangi eftir og olía finnist þá muni Ísland gjörbreytast og verða í stöðu til að „hjálpa umheiminum“. En sannleikurinn er auðvitað sá að stærsta framlag Íslendinga í baráttunni fyrir betri heimi gæti einfaldlega verið að hverfa frá áformum um olíuvinnslu og láta olíuna sem kann að leynast á Drekasvæðinu vera. Það er það eina siðferðilega rétta í stöðunni og besta leiðin fyrir okkur að „hjálpa umheiminum“. En Heiðar Guðjónsson talar ekki um siðferði eða réttlæti. Nei, Heiðar er að tala um hagnað. Hann er að tala um peninga. Ef við, Íslendingar, ætlum í alvörunni að loka augunum fyrir staðreyndum og láta stjórnast af græðgi þá skulum við vita að þetta verða aldrei annað en blóðpeningar. Og Ísland verður ekki samt. Höfundur greinarinnar er rithöfundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Olíuleit á Drekasvæði Mest lesið Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Sjá meira
Í viðtali sem birtist í Viðskiptablaðinu þann 1. júlí síðastliðinn segir Heiðar Guðjónsson, hagfræðingur og fjárfestir, frá áformum Eykon Energy um að bora ekki eina heldur þrjár borholur á Drekasvæðinu til að freista þess að dæla upp olíu. Hann fullyrðir að ef olía finnist muni ríkið græða milljarða og enginn kostnaður muni falla á ríkissjóð. Við þetta er ýmislegt að athuga. 1) Það er löngu vitað að brennsla á jarðefnaeldsneyti veldur hröðum loftslagsbreytingum sem ógna nú öllu lífríki jarðar. Lífríki Íslands er þar ekki undanskilið. Á tímum hnattvæðingar erum við ekki eyland í neinum öðrum skilningi en landfræðilegum: Breyttur veruleiki í breyttu loftslagi mun raska jafnvægi á alþjóðavettvangi á komandi áratugum með ófyrirséðum afleiðingum fyrir þjóð sem treystir jafn mikið á innflutning og við gerum. 2) Ísland mun þurfa að laga innviði að loftslagsbreytingum. Við gætum þurft að byggja varnargarða við strendur, flytja byggð og finna aðrar leiðir til að framleiða rafmagn en með fallvatni frá jökulám þegar jöklarnir bráðna. Það hefur í för með sér kostnað sem mun að öllum líkindum falla á ríkissjóð. 3) Það er sannað að brennsla á olíu veldur súrnun sjávar. Áhrifin á vistkerfi hafs geta orðið gríðarleg og ógnin við sjávarútveginn, sem lengi hefur verið undirstöðuatvinnugrein Íslands, er raunveruleg. Kaldur sjór tekur upp meiri koltvísýring en heitur og súrnar því sérstaklega hratt. Hver dropi af olíu frá Drekasvæðinu sem verður brenndur á næstu árum mun því hafa bein áhrif á hafið í kringum Ísland og þá fiskistofna sem við nýtum. 4) Olíuleki frá borholu á Drekasvæðinu gæti haft hrikalegar afleiðingar fyrir Ísland, bæði á umhverfi og efnahag. Hreinsun eftir olíuslysið sem varð í Mexíkóflóa árið 2010 kostaði um 7.000 milljarða íslenskra króna. Það er afar hæpið að ríkið hafi bolmagn til að borga þann reikning. Hafa þeir einkaaðilar sem Heiðar er í forsvari fyrir það? 5) Við vitum að loftslagsbreytingar koma til með að valda hörmungum í framtíðinni – þær eru þegar farnar að gera það, til dæmis með tíðari skógareldum, flóðum og öfgum í veðurfari. Og því meiri olíu sem við brennum því meiri verða hörmungarnar. Að sama skapi eykst hættan á því að við setjum af stað keðjuverkun sem verður ekki stöðvuð. Og hættan er raunveruleg. 6) Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn reiknaði út árið 2015 að notkun jarðefnaeldsneytis kosti skattgreiðendur um heim allan 5,3 billjónir Bandaríkjadala á ári. 7) Ríki heims skuldbundu sig með Parísarsáttmálanum til að halda hlýnun jarðar innan við 2°C. Ef Parísarsáttmálinn á að halda þá má ekki brenna þeim 20 milljörðum tunna af olíu sem Heiðar vonast til að finna. Ef Parísarsáttmálinn á að halda megum við ekki brenna nema 1/5 af þekktum eldsneytislindum. Heiðar er að leita að nýjum og áður óþekktum lindum og þar með að veðja á að Parísarsamkomulagið – sem ríkisstjórn Íslands hefur nótabene fullgilt – haldi ekki. Heiðar segir að ef þetta gangi eftir og olía finnist þá muni Ísland gjörbreytast og verða í stöðu til að „hjálpa umheiminum“. En sannleikurinn er auðvitað sá að stærsta framlag Íslendinga í baráttunni fyrir betri heimi gæti einfaldlega verið að hverfa frá áformum um olíuvinnslu og láta olíuna sem kann að leynast á Drekasvæðinu vera. Það er það eina siðferðilega rétta í stöðunni og besta leiðin fyrir okkur að „hjálpa umheiminum“. En Heiðar Guðjónsson talar ekki um siðferði eða réttlæti. Nei, Heiðar er að tala um hagnað. Hann er að tala um peninga. Ef við, Íslendingar, ætlum í alvörunni að loka augunum fyrir staðreyndum og láta stjórnast af græðgi þá skulum við vita að þetta verða aldrei annað en blóðpeningar. Og Ísland verður ekki samt. Höfundur greinarinnar er rithöfundur.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun