Fótbolti

Arnór Ingvi á leið til AEK

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Arnór Ingvi Traustason
Arnór Ingvi Traustason vísir/ernir
Íslenski landsliðsmaðurinn Arnór Ingvi Traustason er á leið til AEK Aþenu á láni ef marka má gríska fjölmiðla. Þessu greindi fótbolti.net frá nú í morgun.

Arnór Ingvi er sagður fara í læknisskoðun hjá AEK í dag áður en gengið verður frá samningum. Arnór hefur verið hjá Rapid Vín í Austurríki frá því síðasta sumar.

AEK endaði síðasta tímabil í 4.sæti í grísku deildinni en unnu síðan umspil um sæti í Meistaradeildinni. Eiður Smári Guðjohnsen og Elfar Freyr Helgason spiluðu hjá félaginu tímabilið 2011-12 þegar Arnar Grétarsson var þar yfirmaður íþróttamála.

Arnór Ingvi er 24 ára gamall og á að baki þrettán leiki með íslenska landsliðinu þar sem hann hefur skorað fimm mörk. Eftirminnilegasta mark hans með landsliðinu er þó án efa sigurmarkið gegn Austurríki á EM í Frakklandi í fyrra. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×