Rútufyrirtækin þurfa að skipta um gír Haraldur Guðmundsson skrifar 4. júlí 2017 06:00 Framkvæmdastjórar Kynnisferða og Gray Line segja útlit fyrir talsverða hagræðingu hjá rútufyrirtækjum. „Verð eru farin að lækka skyndilega og tilboð birtast sem eru þannig að erfitt er að skilja hvernig hægt er að reka fyrirtæki á slíku og það verða miklar hræringar í þessu fram á haust og næsta vetur og þá mun einhver hagræðing hafa átt sér stað,“ segir Kristján Daníelsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða, um upplifun sína af áhrifum styrkingar krónunnar á rútufyrirtæki hér á landi. Alls voru 569 rekstrarleyfi til fólksflutninga í gildi í síðasta mánuði en þau voru 389 í árslok 2014. Samkvæmt tölum sem Samgöngustofa tók saman fyrir Fréttablaðið hefur hópferðaleyfishöfum fjölgað um rétt tæp 59 prósent síðastliðin fimm ár. Líkt og hjá öðrum fyrirtækjum í ferðaþjónustu ógnar nú sterkt gengi krónunnar frekari vexti. „Þegar hægist á vextinum þarf að eiga sér stað hagræðing og vegna hærra gengis krónunnar finnst mér við einmitt vera á þeim tímapunkti þar sem það er að byrja að gerast,“ segir Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands. „Hærra gengi virðist vera að hægja á vexti ferðaþjónustunnar. Ferðaþjónustufyrirtæki voru því mörg með mjög há verð fyrir og geta ekki velt allri gengishækkuninni áfram en þurfa að vinda ofan af þessu og leita leiða til hagræðingar,“ segir Ásgeir. Kristján tekur fram að hann telji ágætis tíma fram undan í ferðaþjónustu en fjölgun erlendra ferðamanna hingað til lands hafi verið og verði minni en áætlanir hafi gert ráð fyrir. „Það eru ákveðin hættumerki varðandi suma hópa ferðamanna sem hafa verið mjög stórir, eins og breski markaðurinn. Þeir hafa verið mjög sterkir sérstaklega í dagsferðum frá Reykjavík,“ segir Kristján. Framtakssjóðurinn Horn III, sem er að stærstum hluta í eigu íslenskra lífeyrissjóða, keypti í nóvember í fyrra fyrirtækið Hópbíla. Annar framtakssjóður, sem er einnig að miklu leyti í eigu lífeyrissjóða og fagfjárfesta, keypti sumarið 2015 tæplega helming hlutafjár Iceland Excursions Allrahanda, sérleyfishafa Gray Line á Íslandi. Í báðum tilvikum var við kaup vísað í mikinn vöxt ferðaþjónustunnar. „Ef krónan verður áfram jafn sterk og hún er núna mun kauphegðun ferðamanna breytast. Það er verðstríð í gangi á þessum helstu ferðamannaseglum og það gengur ekki upp en ég er sannfærð um að það verði mun meiri samþjöppun í ferðaþjónustunni og að það sé nú mjög erfið afkoma hjá mörgum,“ segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, forstjóri Gray Line á Íslandi. Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Neytendur Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni Atvinnulíf Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Viðskipti erlent Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
„Verð eru farin að lækka skyndilega og tilboð birtast sem eru þannig að erfitt er að skilja hvernig hægt er að reka fyrirtæki á slíku og það verða miklar hræringar í þessu fram á haust og næsta vetur og þá mun einhver hagræðing hafa átt sér stað,“ segir Kristján Daníelsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða, um upplifun sína af áhrifum styrkingar krónunnar á rútufyrirtæki hér á landi. Alls voru 569 rekstrarleyfi til fólksflutninga í gildi í síðasta mánuði en þau voru 389 í árslok 2014. Samkvæmt tölum sem Samgöngustofa tók saman fyrir Fréttablaðið hefur hópferðaleyfishöfum fjölgað um rétt tæp 59 prósent síðastliðin fimm ár. Líkt og hjá öðrum fyrirtækjum í ferðaþjónustu ógnar nú sterkt gengi krónunnar frekari vexti. „Þegar hægist á vextinum þarf að eiga sér stað hagræðing og vegna hærra gengis krónunnar finnst mér við einmitt vera á þeim tímapunkti þar sem það er að byrja að gerast,“ segir Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands. „Hærra gengi virðist vera að hægja á vexti ferðaþjónustunnar. Ferðaþjónustufyrirtæki voru því mörg með mjög há verð fyrir og geta ekki velt allri gengishækkuninni áfram en þurfa að vinda ofan af þessu og leita leiða til hagræðingar,“ segir Ásgeir. Kristján tekur fram að hann telji ágætis tíma fram undan í ferðaþjónustu en fjölgun erlendra ferðamanna hingað til lands hafi verið og verði minni en áætlanir hafi gert ráð fyrir. „Það eru ákveðin hættumerki varðandi suma hópa ferðamanna sem hafa verið mjög stórir, eins og breski markaðurinn. Þeir hafa verið mjög sterkir sérstaklega í dagsferðum frá Reykjavík,“ segir Kristján. Framtakssjóðurinn Horn III, sem er að stærstum hluta í eigu íslenskra lífeyrissjóða, keypti í nóvember í fyrra fyrirtækið Hópbíla. Annar framtakssjóður, sem er einnig að miklu leyti í eigu lífeyrissjóða og fagfjárfesta, keypti sumarið 2015 tæplega helming hlutafjár Iceland Excursions Allrahanda, sérleyfishafa Gray Line á Íslandi. Í báðum tilvikum var við kaup vísað í mikinn vöxt ferðaþjónustunnar. „Ef krónan verður áfram jafn sterk og hún er núna mun kauphegðun ferðamanna breytast. Það er verðstríð í gangi á þessum helstu ferðamannaseglum og það gengur ekki upp en ég er sannfærð um að það verði mun meiri samþjöppun í ferðaþjónustunni og að það sé nú mjög erfið afkoma hjá mörgum,“ segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, forstjóri Gray Line á Íslandi.
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Neytendur Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni Atvinnulíf Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Viðskipti erlent Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira