Lögreglan varar við netglæpum Ingvar Þór Björnsson skrifar 2. júlí 2017 11:27 Þrír flokkar netglæpa hafa verið mest áberandi að undanförnu, BEC tölvupóstasvindl, íbúðasvindl og vefveiðar. Getty Almenningur hefur verið duglegur að senda lögreglunni ábendingar varðandi netglæpi. Í sumum tilvikum hafa þessar upplýsingar leitt til þess að hægt hefur verið að bjarga öðrum frá því að missa fjármuni. Þetta kemur fram í tilkynningu á Facebook frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Lögreglan, fjármálaeftirlitið og viðskiptabankar eru í góðu samstarfi og deila hratt upplýsingum sem geta leitt til þess að stöðva slík brot. Margar síur eru til staðar og heilmikið er í gangi til að verja fólk frá netglæpamönnum. „Á sama tíma erum við að sjá þróun í aðferðum tölvuþrjótanna. Þeir ganga lengra og lengra í að ljá svikum sínum trúverðugleika. Til að mynda kom upp síða í svikamáli sem gekk út á að fá manneskju til að halda að pakki væri á leið til viðkomandi. Pakki sem síðan bættust á alls kyns gjöld. Við höfum séð slíkt áður og þá hefur fólk verið að fá falska tölvupósta sem búið að er að eiga við til að gera þá meira sannfærandi. En hér var gengið skrefinu lengra og viðkomandi fékk tilvísunarnúmer sem hann gat slegið inn á falskri heimasíðu. Auðvitað er enginn pakki til en þetta er aukið stig í að ljá lyginni trúverðugleika,” segir í tilkynningunni. Þrír flokkar netglæpa hafa verið mest áberandi að undanförnu, BEC tölvupóstasvindl, íbúðasvindl og vefveiðar.BEC tölvupóstasvindl beinist einna helst gegn fyrirtækjum og stofnunum. Þá er sendur út tölvupóstur sem tengist viðskiptum fyrirtækisins jafnvel í nafni starfsmanns. Í íbúðasvindli er fölsk eign auglýst og fólk látið senda út peninga. Fólk af erlendum uppruna er sérstaklega hætt við að lenda í þessu samkvæmt lögreglunni. Í vefveiðum er reynt að komast yfir kortaupplýsingar einstaklings. Til að mynda var nýlega gerð tilraun til að komast yfir kortaupplýsingar þar sem tölvuþrjótarnir komu fram í nafni Símans. Hægt er að senda ábendingar um svik á netinu á abendingar@lrh.is Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum Innlent Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Innlent Fleiri fréttir Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Sjá meira
Almenningur hefur verið duglegur að senda lögreglunni ábendingar varðandi netglæpi. Í sumum tilvikum hafa þessar upplýsingar leitt til þess að hægt hefur verið að bjarga öðrum frá því að missa fjármuni. Þetta kemur fram í tilkynningu á Facebook frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Lögreglan, fjármálaeftirlitið og viðskiptabankar eru í góðu samstarfi og deila hratt upplýsingum sem geta leitt til þess að stöðva slík brot. Margar síur eru til staðar og heilmikið er í gangi til að verja fólk frá netglæpamönnum. „Á sama tíma erum við að sjá þróun í aðferðum tölvuþrjótanna. Þeir ganga lengra og lengra í að ljá svikum sínum trúverðugleika. Til að mynda kom upp síða í svikamáli sem gekk út á að fá manneskju til að halda að pakki væri á leið til viðkomandi. Pakki sem síðan bættust á alls kyns gjöld. Við höfum séð slíkt áður og þá hefur fólk verið að fá falska tölvupósta sem búið að er að eiga við til að gera þá meira sannfærandi. En hér var gengið skrefinu lengra og viðkomandi fékk tilvísunarnúmer sem hann gat slegið inn á falskri heimasíðu. Auðvitað er enginn pakki til en þetta er aukið stig í að ljá lyginni trúverðugleika,” segir í tilkynningunni. Þrír flokkar netglæpa hafa verið mest áberandi að undanförnu, BEC tölvupóstasvindl, íbúðasvindl og vefveiðar.BEC tölvupóstasvindl beinist einna helst gegn fyrirtækjum og stofnunum. Þá er sendur út tölvupóstur sem tengist viðskiptum fyrirtækisins jafnvel í nafni starfsmanns. Í íbúðasvindli er fölsk eign auglýst og fólk látið senda út peninga. Fólk af erlendum uppruna er sérstaklega hætt við að lenda í þessu samkvæmt lögreglunni. Í vefveiðum er reynt að komast yfir kortaupplýsingar einstaklings. Til að mynda var nýlega gerð tilraun til að komast yfir kortaupplýsingar þar sem tölvuþrjótarnir komu fram í nafni Símans. Hægt er að senda ábendingar um svik á netinu á abendingar@lrh.is
Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum Innlent Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Innlent Fleiri fréttir Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Sjá meira