Sturla Atlas og Major Lazer í eina sæng Guðný Hrönn skrifar 1. júlí 2017 11:00 Sturla Atlas gefur bráðum út nýtt lag sem er samið af Major Lazer í verkefni sem heitir Tuborg Beat. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR Það eru spennandi tímar fram undan hjá íslensku hljómsveitinni Sturla Atlas en bandið er að vinna lag í verkefni sem leitt er af Tuborg en bandaríska danstónlistartríóið Major Lazer sem er stórt nafn innan tónlistarheimsins samdi upprunalega lagið og Sturla Atlas mun svo setja í sinn eigin búning. Sigurbjartur Sturla Atlason, einn liðsmaður hljómsveitarinnar Sturla Atlas, segir það vera frábært tækifæri fyrir hljómsveitina að fá að vinna lag eftir bandaríska danstónlistartríóið Major Lazer. „Þetta var í raun þannig að Major Lazer-tríóið og Tuborg eru í samstarfi sem felur í sér að nokkrir tónlistar menn hvaðan af úr heiminum vinna lag sem er samið af Major Lazer. Lögin eru í upphafi eins en svo fær hver og einn listamaður eða hljómsveit tækifæri til að leika sér með lagið og gera það að sínu eigin,“ útskýrir Sigurbjartur Sturla Atlason, söngvari Sturla Atlas. Hlutirnir æxluðust þannig að Sturla Atlas var boðið að taka þátt af Tuborg. „Við stukkum bara á tækifærið og reyndum svo að gera eitthvað nýtt, eitthvað öðruvísi heldur en við höfum verið að gera áður. Þetta er líka þess lags verkefni.“ Ákveðnar reglur gilda í kringum verkefnið. Spurður út í þær segir Sigurbjartur: „Það er ákveðinn rammi utan um það sem við getum gert, en við höfum samt mikið frelsi. Það er bæði krefjandi og skemmtilegt,“ segir Sigurbjartur. Sveitin er mjög ánægð með þetta tækifæri að sögn Sigurbjartar. „Það er bara geggjað að vera hluti af þessu, með hinum listamönnunum og sveitunum sem eru að vinna þetta, eins og t.d. sá frá Indlandi er risastór listamaður á indverskum markaði. En það er enn þá hálfpartinn á huldu hvaða tónlistarmenn eru að vinna að þessu.“ Spurður út í hvort hann og aðrir meðlimir Sturla Atlas séu aðdáendur Major Lazer svarar Sigurbjartur játandi.„Alveg 100%. Og þess vegna er þetta mjög skemmtilegt. En þetta er líka hálf furðulegt. Þeir eru svo stórt nafn og það er hálfsteikt að fá að gera eitthvað lag Þar sem ML bjuggu til upprunalega lagið og við fáum að setja það svo í okkar búning.“En er þeirra útgáfa af laginu tilbúin? „Já, við erum búnir með lagið. Við eigum reyndar eftir að senda lokaútgáfuna til þeirra. En já, við erum búnir að vinna það og erum ótrúlega ánægðir með útkomuna.“ Ný nálgun og öðruvísi útkomaAðspurður hvort þetta nýja lag sé frábrugðið því sem bandið hefur áður gert segir Sigurbjartur: „Já, nefnilega. Þetta er ólíkt á skemmtilegan hátt. Þetta er lag með annarri nálgun en við höfum verið með. En auðvitað geggjað Sturla Atlas lag.“ Meðlimir Sturla Atlas sjá mikla möguleika í nýja laginu og þessu verkefni sem er kallað Tuborg Beat. „Það er gaman að gera eitthvað sem er svona öðruvísi, eitthvað sem hefur þessa möguleika. Þetta er lag sem gæti komið til með að vera fyrir stærri markhóp en bara Ísland, en okkar aðdáendahópur núna er mestmegnis íslenskur. Maður getur leyft sér að prófa nýja hluti þegar maður gerir lag á þessum skala.“Og hvað er svo á döfinni? „Við erum að fara að gefa lagið út í byrjun júlí, með myndbandi. Við verðum með alls konar skemmtilegt dót í kringum það sem verður tilkynnt síðar, eitthvað partí og svona.“ Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Auður segir skilið við Gímaldið Menning Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Lífið Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Fleiri fréttir Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn Sjá meira
Það eru spennandi tímar fram undan hjá íslensku hljómsveitinni Sturla Atlas en bandið er að vinna lag í verkefni sem leitt er af Tuborg en bandaríska danstónlistartríóið Major Lazer sem er stórt nafn innan tónlistarheimsins samdi upprunalega lagið og Sturla Atlas mun svo setja í sinn eigin búning. Sigurbjartur Sturla Atlason, einn liðsmaður hljómsveitarinnar Sturla Atlas, segir það vera frábært tækifæri fyrir hljómsveitina að fá að vinna lag eftir bandaríska danstónlistartríóið Major Lazer. „Þetta var í raun þannig að Major Lazer-tríóið og Tuborg eru í samstarfi sem felur í sér að nokkrir tónlistar menn hvaðan af úr heiminum vinna lag sem er samið af Major Lazer. Lögin eru í upphafi eins en svo fær hver og einn listamaður eða hljómsveit tækifæri til að leika sér með lagið og gera það að sínu eigin,“ útskýrir Sigurbjartur Sturla Atlason, söngvari Sturla Atlas. Hlutirnir æxluðust þannig að Sturla Atlas var boðið að taka þátt af Tuborg. „Við stukkum bara á tækifærið og reyndum svo að gera eitthvað nýtt, eitthvað öðruvísi heldur en við höfum verið að gera áður. Þetta er líka þess lags verkefni.“ Ákveðnar reglur gilda í kringum verkefnið. Spurður út í þær segir Sigurbjartur: „Það er ákveðinn rammi utan um það sem við getum gert, en við höfum samt mikið frelsi. Það er bæði krefjandi og skemmtilegt,“ segir Sigurbjartur. Sveitin er mjög ánægð með þetta tækifæri að sögn Sigurbjartar. „Það er bara geggjað að vera hluti af þessu, með hinum listamönnunum og sveitunum sem eru að vinna þetta, eins og t.d. sá frá Indlandi er risastór listamaður á indverskum markaði. En það er enn þá hálfpartinn á huldu hvaða tónlistarmenn eru að vinna að þessu.“ Spurður út í hvort hann og aðrir meðlimir Sturla Atlas séu aðdáendur Major Lazer svarar Sigurbjartur játandi.„Alveg 100%. Og þess vegna er þetta mjög skemmtilegt. En þetta er líka hálf furðulegt. Þeir eru svo stórt nafn og það er hálfsteikt að fá að gera eitthvað lag Þar sem ML bjuggu til upprunalega lagið og við fáum að setja það svo í okkar búning.“En er þeirra útgáfa af laginu tilbúin? „Já, við erum búnir með lagið. Við eigum reyndar eftir að senda lokaútgáfuna til þeirra. En já, við erum búnir að vinna það og erum ótrúlega ánægðir með útkomuna.“ Ný nálgun og öðruvísi útkomaAðspurður hvort þetta nýja lag sé frábrugðið því sem bandið hefur áður gert segir Sigurbjartur: „Já, nefnilega. Þetta er ólíkt á skemmtilegan hátt. Þetta er lag með annarri nálgun en við höfum verið með. En auðvitað geggjað Sturla Atlas lag.“ Meðlimir Sturla Atlas sjá mikla möguleika í nýja laginu og þessu verkefni sem er kallað Tuborg Beat. „Það er gaman að gera eitthvað sem er svona öðruvísi, eitthvað sem hefur þessa möguleika. Þetta er lag sem gæti komið til með að vera fyrir stærri markhóp en bara Ísland, en okkar aðdáendahópur núna er mestmegnis íslenskur. Maður getur leyft sér að prófa nýja hluti þegar maður gerir lag á þessum skala.“Og hvað er svo á döfinni? „Við erum að fara að gefa lagið út í byrjun júlí, með myndbandi. Við verðum með alls konar skemmtilegt dót í kringum það sem verður tilkynnt síðar, eitthvað partí og svona.“
Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Auður segir skilið við Gímaldið Menning Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Lífið Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Fleiri fréttir Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn Sjá meira