Óeðlilegt að fólk komist upp með dýraníð með því að flýja land Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 19. júlí 2017 20:41 Atvikið átti sér stað skammt frá bænum Núpi í Berufirði, en bæinn má sjá hægra megin á þessari mynd. Óeðlilegt er að meintir dýraníðingar í Breiðdal hafi komist upp með brotið með því að einfaldlega fara úr landi, segir Hallgerður Hauksdóttir, formaður Dýraverndunarsambands Íslands. Taka þurfi mál sem þessi mun fastari tökum. „Það sem mér finnst fyrst og fremst sérstakt við þetta mál er að það er hægt að koma hingað til lands og leika sér að því að murka lífið úr dýrum, og ef það kemst upp um mann þá þarf maður bara að drífa sig úr landi. Þá kemst maður upp með það,“ segir hún, en Hallgerður var til viðtals í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. „Ef það er hætta á því að framið hafi verið alvarlegt brot þá eiga menn ekkert að komast upp með það með það að falla á milli stafs og hurðar í stjórnsýslunni.“Misþyrmdu lambinu og skáru af því hausinnGreint var frá því í dag að Matvælastofnun hefði gefið út kæru á hendur átta erlendum ferðamönnum sem grunaðir eru um að hafa drepið lamb í Breiðdal í byrjun mánaðar. Þeir eru grunaðir um að hafa misþyrmt lambinu illa með því að skera af því hausinn, en lambið var einnig rifbeinsbrotið. Lögreglan tók málið í sínar hendur í framhaldinu og sektaði mennina um samtals 120 þúsund krónur fyrir eignaspjöll. Dýraverndunarsambandið fór fram á að MAST færi með rannsókn málsins – sem stofnunin svo og gerði. Hallgerður segir óeðlilegt að benda hafi þurft á að Matvælastofnun færi með dýraníðsmál, ekki lögregla. „Þetta mál lýsir ákveðnum ókunnugleika í garð svona mála því við létum Matvælastofnun vita af þessu. Þegar við höfðum samband þangað þá vissu þau ekki af þessu, þau töldu að lögregla ætti að tilkynna þetta til þeirra.“ Hallgerður segir nauðsynlegt að líta þessi mál alvarlegri augum. „Við eigum að leggja meiri áherslu á alvarleika þessara brota. Nú er það þannig í Bandaríkjunum að FBI er búið að skilgreina dýraníð í hæsta stig afbrota vegna þess að þetta tengist svo mörgum öðrum glæpum. Við erum enn dálítið að umgangast þetta bara eins og það sé verið að skemma eigur eða með einhver læti,“ segir Hallgerður. Bregðast þurfi skjótar við. „Það er verið að drepa ketti með frostlegi hér, bæði á Suðurnesjum og í Hveragerði, og það er bara fórnað höndum og sagt úbbs og æjj. Þetta bara gengur ekki.“ Tengdar fréttir Ferðamennirnir gætu átt yfir höfði sér frekari sekt vegna lambsdrápsins Matvælastofnun hefur óskað eftir gögnum frá lögreglu um lambsdrápið á Austurlandi á sunnudagskvöld. 4. júlí 2017 11:30 Lambsdrápararnir ekki á vegum Kúkú Campers Kúkú Campers neyddust til að breyta texta á heimasíðu sinni. 4. júlí 2017 15:21 Misþyrmdu lambinu áður en þeir skáru af því hausinn Matvælastofnun hefur kært lambsdrápið í Breiðdalnum. 19. júlí 2017 14:09 Mest lesið Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Innlent Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Innlent „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ Innlent Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Innlent Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Innlent Fleiri fréttir Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Sjá meira
Óeðlilegt er að meintir dýraníðingar í Breiðdal hafi komist upp með brotið með því að einfaldlega fara úr landi, segir Hallgerður Hauksdóttir, formaður Dýraverndunarsambands Íslands. Taka þurfi mál sem þessi mun fastari tökum. „Það sem mér finnst fyrst og fremst sérstakt við þetta mál er að það er hægt að koma hingað til lands og leika sér að því að murka lífið úr dýrum, og ef það kemst upp um mann þá þarf maður bara að drífa sig úr landi. Þá kemst maður upp með það,“ segir hún, en Hallgerður var til viðtals í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. „Ef það er hætta á því að framið hafi verið alvarlegt brot þá eiga menn ekkert að komast upp með það með það að falla á milli stafs og hurðar í stjórnsýslunni.“Misþyrmdu lambinu og skáru af því hausinnGreint var frá því í dag að Matvælastofnun hefði gefið út kæru á hendur átta erlendum ferðamönnum sem grunaðir eru um að hafa drepið lamb í Breiðdal í byrjun mánaðar. Þeir eru grunaðir um að hafa misþyrmt lambinu illa með því að skera af því hausinn, en lambið var einnig rifbeinsbrotið. Lögreglan tók málið í sínar hendur í framhaldinu og sektaði mennina um samtals 120 þúsund krónur fyrir eignaspjöll. Dýraverndunarsambandið fór fram á að MAST færi með rannsókn málsins – sem stofnunin svo og gerði. Hallgerður segir óeðlilegt að benda hafi þurft á að Matvælastofnun færi með dýraníðsmál, ekki lögregla. „Þetta mál lýsir ákveðnum ókunnugleika í garð svona mála því við létum Matvælastofnun vita af þessu. Þegar við höfðum samband þangað þá vissu þau ekki af þessu, þau töldu að lögregla ætti að tilkynna þetta til þeirra.“ Hallgerður segir nauðsynlegt að líta þessi mál alvarlegri augum. „Við eigum að leggja meiri áherslu á alvarleika þessara brota. Nú er það þannig í Bandaríkjunum að FBI er búið að skilgreina dýraníð í hæsta stig afbrota vegna þess að þetta tengist svo mörgum öðrum glæpum. Við erum enn dálítið að umgangast þetta bara eins og það sé verið að skemma eigur eða með einhver læti,“ segir Hallgerður. Bregðast þurfi skjótar við. „Það er verið að drepa ketti með frostlegi hér, bæði á Suðurnesjum og í Hveragerði, og það er bara fórnað höndum og sagt úbbs og æjj. Þetta bara gengur ekki.“
Tengdar fréttir Ferðamennirnir gætu átt yfir höfði sér frekari sekt vegna lambsdrápsins Matvælastofnun hefur óskað eftir gögnum frá lögreglu um lambsdrápið á Austurlandi á sunnudagskvöld. 4. júlí 2017 11:30 Lambsdrápararnir ekki á vegum Kúkú Campers Kúkú Campers neyddust til að breyta texta á heimasíðu sinni. 4. júlí 2017 15:21 Misþyrmdu lambinu áður en þeir skáru af því hausinn Matvælastofnun hefur kært lambsdrápið í Breiðdalnum. 19. júlí 2017 14:09 Mest lesið Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Innlent Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Innlent „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ Innlent Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Innlent Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Innlent Fleiri fréttir Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Sjá meira
Ferðamennirnir gætu átt yfir höfði sér frekari sekt vegna lambsdrápsins Matvælastofnun hefur óskað eftir gögnum frá lögreglu um lambsdrápið á Austurlandi á sunnudagskvöld. 4. júlí 2017 11:30
Lambsdrápararnir ekki á vegum Kúkú Campers Kúkú Campers neyddust til að breyta texta á heimasíðu sinni. 4. júlí 2017 15:21
Misþyrmdu lambinu áður en þeir skáru af því hausinn Matvælastofnun hefur kært lambsdrápið í Breiðdalnum. 19. júlí 2017 14:09