Trump lætur skoða mögulegt kosningasvindl í forsetakosningunum í fyrra Heimir Már Pétursson skrifar 19. júlí 2017 19:30 Trump vonast til að önnur ríki Bandaríkjanna en hin fyrstu 30 leggi einnig fram upplýsingar um framkvæmd kosninga hjá sér. Hér sést Trump á fundi nefndarinnar í dag. Vísir/AFP Trump Bandaríkjaforseti hefur skipað ráðgjafanefnd til að skoða mögulegt kosningasvindl og brotalamir í forsetakosningunum á síðasta ári. Þá hefur verið upplýst að Trump átti óformlegan tæplega klukkustundar fund með Putin Rússlandsforseta á leiðtogafundi helstu iðnríkja heims fyrr í mánuðinum. Donald Trump gaf ítrekað í skyn í kosningabaráttunni fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í fyrra að svindlað væri í kosningum í Bandaríkjunum. Í dag skipaði hann ráðgjafanefnd sem á að skoða hvort rangt hafi verið haft við í kosningunum í fyrra, en hann vann þær með fleiri kjörmönnum en Hillary Clinton þótt Clinton hafi fengið um 3,5 milljónum fleiri atkvæði en hann. Þegar forsetinn greindi frá skipan nefndarinnar í dag sagði hann rúmlega þrjátíu ríki Bandaríkjanna nú þegar hafa veitt upplýsingar um framkvæmd kosninganna. „Í hvert sinn sem svindlað er í kosningum ógildist annað atkvæði löghlýðins borgara og það grefur undan lýðræðinu. Það má ekki gerast. Stöðva þarf hvers kyns kosningasvindl, hvort sem það tengist erlendum borgurum eða jafnvel látnum einstaklingum, sem og hvers kyns þvinganir eða hótanir í garð kjósenda,“ sagði Trump. Hann vonaðist til að önnur ríki Bandaríkjanna leggðu einnig fram upplýsingar um framkvæmd kosninga hjá sér. „Ef eitthvert ríki vill ekki miðla þessum upplýsingum spyr maður sig hvert áhyggjuefnið sé? Ég spyr varaforsetann, ég spyr nefndina: Af hverju hafa menn áhyggjur? Eitthvað er það. Þannig er það alltaf,“ sagði TrumpÓformlegur fundur Trump og PutinRússlandsmálið heldur líka áfram að vinda upp á sig. Nú hefur verið upplýst að Trump átti aukafund með Putin Rússlandsforseta á G20 fundinum í Hamborg fyrr í mánuðinum. Trump stóð upp frá hátíðarkvöldverði og gekk þvert yfir salinn og settist hjá Putin þar sem þeir ræddust við samkvæmt heimildum í tæpa klukkustund. Það þykir gagnrýnivert að Trump hafði ekki eigin túlk meðferðis og studdist einungis við túlk Putins. Þá hefur ekkert verið gefið upp um hvað fór forsetanna á milli en bandaríska Alríkislögreglan FBI og rannsóknarnefndir beggja deilda Bandaríkjaþings rannsaka tengsl fjölskyldu Trump og framboðs hans við Rússa vegna mögulegra afskipta þeirra af kosningunum í samvinnu við fjölskylduna og framboðið. Þótt Hvíta húsið hafi staðfest óformlegan fund Trumps og Putins á G20 fundinum í gær tístir Trump í dag að „frásögn falsfjölmiðla um að fundurinn hafi átt sér stað sé sjúk“ og „óheiðarleiki þeirra fari vaxandi.“ Donald Trump Tengdar fréttir Trump og Pútín funduðu óformlega í kvöldverðarboði Seinni fundur forsetanna var haldinn í kvöldverðarboði fyrir þjóðhöfðingja, nokkrum klukkustundum eftir að forsetarnir tveir hittust á formlegum fundi. 18. júlí 2017 23:30 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Fleiri fréttir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Sjá meira
Trump Bandaríkjaforseti hefur skipað ráðgjafanefnd til að skoða mögulegt kosningasvindl og brotalamir í forsetakosningunum á síðasta ári. Þá hefur verið upplýst að Trump átti óformlegan tæplega klukkustundar fund með Putin Rússlandsforseta á leiðtogafundi helstu iðnríkja heims fyrr í mánuðinum. Donald Trump gaf ítrekað í skyn í kosningabaráttunni fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í fyrra að svindlað væri í kosningum í Bandaríkjunum. Í dag skipaði hann ráðgjafanefnd sem á að skoða hvort rangt hafi verið haft við í kosningunum í fyrra, en hann vann þær með fleiri kjörmönnum en Hillary Clinton þótt Clinton hafi fengið um 3,5 milljónum fleiri atkvæði en hann. Þegar forsetinn greindi frá skipan nefndarinnar í dag sagði hann rúmlega þrjátíu ríki Bandaríkjanna nú þegar hafa veitt upplýsingar um framkvæmd kosninganna. „Í hvert sinn sem svindlað er í kosningum ógildist annað atkvæði löghlýðins borgara og það grefur undan lýðræðinu. Það má ekki gerast. Stöðva þarf hvers kyns kosningasvindl, hvort sem það tengist erlendum borgurum eða jafnvel látnum einstaklingum, sem og hvers kyns þvinganir eða hótanir í garð kjósenda,“ sagði Trump. Hann vonaðist til að önnur ríki Bandaríkjanna leggðu einnig fram upplýsingar um framkvæmd kosninga hjá sér. „Ef eitthvert ríki vill ekki miðla þessum upplýsingum spyr maður sig hvert áhyggjuefnið sé? Ég spyr varaforsetann, ég spyr nefndina: Af hverju hafa menn áhyggjur? Eitthvað er það. Þannig er það alltaf,“ sagði TrumpÓformlegur fundur Trump og PutinRússlandsmálið heldur líka áfram að vinda upp á sig. Nú hefur verið upplýst að Trump átti aukafund með Putin Rússlandsforseta á G20 fundinum í Hamborg fyrr í mánuðinum. Trump stóð upp frá hátíðarkvöldverði og gekk þvert yfir salinn og settist hjá Putin þar sem þeir ræddust við samkvæmt heimildum í tæpa klukkustund. Það þykir gagnrýnivert að Trump hafði ekki eigin túlk meðferðis og studdist einungis við túlk Putins. Þá hefur ekkert verið gefið upp um hvað fór forsetanna á milli en bandaríska Alríkislögreglan FBI og rannsóknarnefndir beggja deilda Bandaríkjaþings rannsaka tengsl fjölskyldu Trump og framboðs hans við Rússa vegna mögulegra afskipta þeirra af kosningunum í samvinnu við fjölskylduna og framboðið. Þótt Hvíta húsið hafi staðfest óformlegan fund Trumps og Putins á G20 fundinum í gær tístir Trump í dag að „frásögn falsfjölmiðla um að fundurinn hafi átt sér stað sé sjúk“ og „óheiðarleiki þeirra fari vaxandi.“
Donald Trump Tengdar fréttir Trump og Pútín funduðu óformlega í kvöldverðarboði Seinni fundur forsetanna var haldinn í kvöldverðarboði fyrir þjóðhöfðingja, nokkrum klukkustundum eftir að forsetarnir tveir hittust á formlegum fundi. 18. júlí 2017 23:30 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Fleiri fréttir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Sjá meira
Trump og Pútín funduðu óformlega í kvöldverðarboði Seinni fundur forsetanna var haldinn í kvöldverðarboði fyrir þjóðhöfðingja, nokkrum klukkustundum eftir að forsetarnir tveir hittust á formlegum fundi. 18. júlí 2017 23:30
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent