Utanríkisráðherra óttast ekki yfirburði Breta gangi þeir í EFTA Heimir Már Pétursson skrifar 19. júlí 2017 18:45 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra var jákvæður gagnvart mögulegri aðild Breta að EFTA, Fríverslunarsamtökum Evrópu, eftir að Bretar hafa gengið úr Evrópusambandinu í viðtali við breska blaðið The Telegraph síðast liðinn laugardag. En í dag eru fjögur ríki með aðild að EFTA, Ísland, Noregur og Lichtenstein sem eru jafnframt aðilar að Evrópska efnahagssvæðinu og Sviss sem er með sérstakan tvíhliða samning við Evrópusambandið. EFTA var stofnað árið 1960 og var með mun fleiri aðildarríki á árum áður. Bretar voru þar meðal stofnríkja en gengu síðar í Evrópusambandið ásamt fleiri ríkjum og þar með úr EFTA. Nú eru hins vegar alls kyns hugleiðingar á gangi varðandi framtíðarstöðu Bretlands eftir útgöngu landsins úr Evrópusambandinu og því vöktu ummæli Guðlaugs Þórs mikla athygli í Bretlandi. „Stóra málið er einfaldlega þetta, EFTA er tæki til að búa til fríverslunarsamninga og hefur reynst vel. Það er alveg ljóst að Bretar munu gera mikið af fríverslunarsamningum þegar þeir ganga út úr Evrópusambandinu hafa lagt upp með það. Þannig að spurningin er, fara hagsmunir ekki saman þarna,“ segir Guðlaugur Þór. Áherslur Breta og EFTA ríkjanna varðandi fríverslunarsamninga séu mjög svipaðar. Stóra hagsmunamálið fyrir Ísland sé að eiga fríverslun við eins mörg ríki og hægt sé og Bretland sé mikilvægt í utanríkisviðskiptum Íslands. Ráðherrar EFTA ríkjanna hafi rætt möguleikann á inngöngu Breta í samtökin. „En við erum ekki komin á þann stað að fara að taka einhverjar ákvarðanir. Auðvitað verður að vera vilji hjá öllum aðilum. Ekki síst Bretum ef þeim hugnast þetta. Og finnst það vera skynsamlegt. Þá er þetta eitthvað sem menn verða að setjast af alvöru yfir,“ segir utanríkisráðherra. Þessa vikuna stendur yfir önnur lota samningaviðræðna Breta og Evrópusambandsins um útgöngu Breta úr sambandinu og borið hefur á óróleika innan bresku stjórnarinnar vegna málsins. Þannig hefur lekið út gagnrýni einstakra ráðherra á Theresu May forsætisráðherra á ríkisstjórnarfundum og samningamenn Evrópusambandsins hafa kvartað undan því að stefna Breta varðandi útgönguna sé ekki nógu skýr.Hefur þú rætt þetta við breska ráðherra? „Já, þegar ég fór og hitti Boris Johnson (utanríkisráðherra Bretlands) og fleiri ráðherra voru þessi mál rædd á víðum grunni og eðlilega var rætt um EFTA líka.“Sýndist þér Johnson og félagar hafa áhuga á þessu? „Þeir voru á þeim stað þegar ég hitti þá í apríl að meta stöðuna. Meta sína hagsmuni, hvernig best væri að gera þetta. Þeir hafa auðvitað ekki komið nálægt fríverslunarsamningum í nokkra áratugi, eða frá því þeir gengu í ESB. En stefna þeirra er skýr að því leytinu að þeir vilja vera í forystu í fríverslun í heiminum,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson. Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Fleiri fréttir Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra var jákvæður gagnvart mögulegri aðild Breta að EFTA, Fríverslunarsamtökum Evrópu, eftir að Bretar hafa gengið úr Evrópusambandinu í viðtali við breska blaðið The Telegraph síðast liðinn laugardag. En í dag eru fjögur ríki með aðild að EFTA, Ísland, Noregur og Lichtenstein sem eru jafnframt aðilar að Evrópska efnahagssvæðinu og Sviss sem er með sérstakan tvíhliða samning við Evrópusambandið. EFTA var stofnað árið 1960 og var með mun fleiri aðildarríki á árum áður. Bretar voru þar meðal stofnríkja en gengu síðar í Evrópusambandið ásamt fleiri ríkjum og þar með úr EFTA. Nú eru hins vegar alls kyns hugleiðingar á gangi varðandi framtíðarstöðu Bretlands eftir útgöngu landsins úr Evrópusambandinu og því vöktu ummæli Guðlaugs Þórs mikla athygli í Bretlandi. „Stóra málið er einfaldlega þetta, EFTA er tæki til að búa til fríverslunarsamninga og hefur reynst vel. Það er alveg ljóst að Bretar munu gera mikið af fríverslunarsamningum þegar þeir ganga út úr Evrópusambandinu hafa lagt upp með það. Þannig að spurningin er, fara hagsmunir ekki saman þarna,“ segir Guðlaugur Þór. Áherslur Breta og EFTA ríkjanna varðandi fríverslunarsamninga séu mjög svipaðar. Stóra hagsmunamálið fyrir Ísland sé að eiga fríverslun við eins mörg ríki og hægt sé og Bretland sé mikilvægt í utanríkisviðskiptum Íslands. Ráðherrar EFTA ríkjanna hafi rætt möguleikann á inngöngu Breta í samtökin. „En við erum ekki komin á þann stað að fara að taka einhverjar ákvarðanir. Auðvitað verður að vera vilji hjá öllum aðilum. Ekki síst Bretum ef þeim hugnast þetta. Og finnst það vera skynsamlegt. Þá er þetta eitthvað sem menn verða að setjast af alvöru yfir,“ segir utanríkisráðherra. Þessa vikuna stendur yfir önnur lota samningaviðræðna Breta og Evrópusambandsins um útgöngu Breta úr sambandinu og borið hefur á óróleika innan bresku stjórnarinnar vegna málsins. Þannig hefur lekið út gagnrýni einstakra ráðherra á Theresu May forsætisráðherra á ríkisstjórnarfundum og samningamenn Evrópusambandsins hafa kvartað undan því að stefna Breta varðandi útgönguna sé ekki nógu skýr.Hefur þú rætt þetta við breska ráðherra? „Já, þegar ég fór og hitti Boris Johnson (utanríkisráðherra Bretlands) og fleiri ráðherra voru þessi mál rædd á víðum grunni og eðlilega var rætt um EFTA líka.“Sýndist þér Johnson og félagar hafa áhuga á þessu? „Þeir voru á þeim stað þegar ég hitti þá í apríl að meta stöðuna. Meta sína hagsmuni, hvernig best væri að gera þetta. Þeir hafa auðvitað ekki komið nálægt fríverslunarsamningum í nokkra áratugi, eða frá því þeir gengu í ESB. En stefna þeirra er skýr að því leytinu að þeir vilja vera í forystu í fríverslun í heiminum,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson.
Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Fleiri fréttir Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Sjá meira