Emmsjé Gauti tók húh-ið og hékk með Bjarna Ben Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. júlí 2017 06:00 Íslensku stuðningsmennirnir voru ánægðir með Glowie á torginu í miðbæ Tilburg í gær. Vísir/Vilhelm „Maður hefur brotið allar siðferðislegar reglur sem maður hefur sett sér. Ég er búinn að hanga með Bjarna Ben og taka húh-ið. Ég veit ekki hvað er eftir,“ segir rapparinn Emmsjé Gauti, einn listamannanna sem tróðu upp í Tilburg í Hollandi í gær fyrir viðureign okkar kvenna gegn Frökkum á EM. Amabadama lék einnig fyrir Íslendinga sem voru á þriðja þúsund er mest var. Sara Pétursdóttir, Glowie, naut sín í sólinni í gær.Rosalega gaman að styðja stelpuliðið „Ég hef aldrei farið á svona stóran fótboltaleik og er ekki mikil fótboltamanneskja. En það er rosalega gaman að vera hluti af þessu, sérstaklega þar sem við erum að styðja stelpuliðið,“ segir Glowie. Tónlistarmennirnir voru á vegum menntamálaráðuneytisins. Ráðherrann, Kristján Þór Júlíusson, segir þau upprennandi listafólk sem ráðuneytið vilji styðja við í tengslum við jafn stóran viðburð og EM sé. „Við erum hér til að peppa okkur upp, liðið og stuðningsfólkið. Það er frábært að það sé hugsað vel um stelpurnar,“ segir Salka Sól Eyfeld. Hún nefnir að lag sveitarinnar, Hossa hossa, hafi notið óvæntra vinsælda í Hollandi og hlær. Glowie segi mikinn heiður að hafa verið fengin út. Aðspurð hvort þau eigi von á að verða „uppgötvuð“ á erlendri grundu með því að troða upp á stuðningsmannatorgi á EM hugsa þau málið.Algjör forréttindi „Ég hef ekki verið að stefna á erlendan markað en endaði til dæmis í Kosice í Slóvakíu út af einni manneskju,“ segir Gauti. Í raun sé það heiður í hvert skipti þegar einhver ákveði að taka frá tíma til að hlusta á hann. „Að ein manneskja mæti til að hlusta á þig er geggjað. Að hugsa sér fólk sem mætir til einhvers í vinnuna til að horfa á hann vinna. Þetta eru forréttindi.“ Glowie skrifaði nýlega undir útgáfusamning í Bretlandi og Bandaríkjunum. „Glowie er allt annað dæmi, það er korter í að það standi tveir lífverðir á milli okkar,“ segir Gauti sem viðurkennir að umgjörðin hafi komið sér á óvart. „Ég hélt að það væru 500 Íslendingar hérna, ekki þrjú þúsund manns. Það er yndislegt.“Sá fyrir sér bjórbumbu og læti Ekkert þeirra þriggja fylgist mikið með fótbolta en þau kunna öll að meta stemninguna. „Ég hefði varla gert mér ferð hingað. Það er svo gaman að fá að upplifa svona í gegnum tónlistina,“ segir Salka. Hún gæti vel hugsað sér að fara með fjölskylduna á mót erlendis í framtíðinni. „Þetta eru kannski fordómar í mér en ég sé fyrir mér þennan týpíska fótboltaaðdáanda sem fertugan gaur með bumbu og bjór og öskrandi. Gaman að sjá fólk á öllum aldri og alls konar stemningu.“ Salka Sól á mágkonu sem á son og dóttur sem æfa bæði fótbolta. „Hún fór í fyrra með strákinn sinn sem er að æfa fótbolta. Svo á hún líka stelpu sem er að æfa fótbolta og það var „no brainer“ að fara með stelpuna hingað nú þegar þær eru að spila.“ EM 2017 í Hollandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Sjá meira
„Maður hefur brotið allar siðferðislegar reglur sem maður hefur sett sér. Ég er búinn að hanga með Bjarna Ben og taka húh-ið. Ég veit ekki hvað er eftir,“ segir rapparinn Emmsjé Gauti, einn listamannanna sem tróðu upp í Tilburg í Hollandi í gær fyrir viðureign okkar kvenna gegn Frökkum á EM. Amabadama lék einnig fyrir Íslendinga sem voru á þriðja þúsund er mest var. Sara Pétursdóttir, Glowie, naut sín í sólinni í gær.Rosalega gaman að styðja stelpuliðið „Ég hef aldrei farið á svona stóran fótboltaleik og er ekki mikil fótboltamanneskja. En það er rosalega gaman að vera hluti af þessu, sérstaklega þar sem við erum að styðja stelpuliðið,“ segir Glowie. Tónlistarmennirnir voru á vegum menntamálaráðuneytisins. Ráðherrann, Kristján Þór Júlíusson, segir þau upprennandi listafólk sem ráðuneytið vilji styðja við í tengslum við jafn stóran viðburð og EM sé. „Við erum hér til að peppa okkur upp, liðið og stuðningsfólkið. Það er frábært að það sé hugsað vel um stelpurnar,“ segir Salka Sól Eyfeld. Hún nefnir að lag sveitarinnar, Hossa hossa, hafi notið óvæntra vinsælda í Hollandi og hlær. Glowie segi mikinn heiður að hafa verið fengin út. Aðspurð hvort þau eigi von á að verða „uppgötvuð“ á erlendri grundu með því að troða upp á stuðningsmannatorgi á EM hugsa þau málið.Algjör forréttindi „Ég hef ekki verið að stefna á erlendan markað en endaði til dæmis í Kosice í Slóvakíu út af einni manneskju,“ segir Gauti. Í raun sé það heiður í hvert skipti þegar einhver ákveði að taka frá tíma til að hlusta á hann. „Að ein manneskja mæti til að hlusta á þig er geggjað. Að hugsa sér fólk sem mætir til einhvers í vinnuna til að horfa á hann vinna. Þetta eru forréttindi.“ Glowie skrifaði nýlega undir útgáfusamning í Bretlandi og Bandaríkjunum. „Glowie er allt annað dæmi, það er korter í að það standi tveir lífverðir á milli okkar,“ segir Gauti sem viðurkennir að umgjörðin hafi komið sér á óvart. „Ég hélt að það væru 500 Íslendingar hérna, ekki þrjú þúsund manns. Það er yndislegt.“Sá fyrir sér bjórbumbu og læti Ekkert þeirra þriggja fylgist mikið með fótbolta en þau kunna öll að meta stemninguna. „Ég hefði varla gert mér ferð hingað. Það er svo gaman að fá að upplifa svona í gegnum tónlistina,“ segir Salka. Hún gæti vel hugsað sér að fara með fjölskylduna á mót erlendis í framtíðinni. „Þetta eru kannski fordómar í mér en ég sé fyrir mér þennan týpíska fótboltaaðdáanda sem fertugan gaur með bumbu og bjór og öskrandi. Gaman að sjá fólk á öllum aldri og alls konar stemningu.“ Salka Sól á mágkonu sem á son og dóttur sem æfa bæði fótbolta. „Hún fór í fyrra með strákinn sinn sem er að æfa fótbolta. Svo á hún líka stelpu sem er að æfa fótbolta og það var „no brainer“ að fara með stelpuna hingað nú þegar þær eru að spila.“
EM 2017 í Hollandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Sjá meira