Notuðu ekki ryðfrítt stál og því brast neyðarlokan undan skólpinu Benedikt Bóas skrifar 19. júlí 2017 06:30 Búist var við að viðgerð á neyðarlúgu í Faxaskjóli yrði lokið á miðnætti í gær. Neyðarlúgan hefur verið opin með hléum í átján daga. Vísir/Eyþór Orsök á vandræðagangi neyðarloku Veitna við Faxaskjól má rekja til þess að legur í opnunarbúnaði voru ekki úr ryðfríu stáli og voru því hjól, öxlar og legur ónýtar og tærðar í burtu. Skipt var um opnunarbúnaðinn árið 2014. Skipt var um svipaðan búnað í dælustöð sem er við Hörpu og er full ástæða til að taka hana upp í ljósi atburða síðustu mánaða. Mun því óhreinsað skólp leka út um neyðarúthlaup milli Hörpu og Sólfarsins þegar það verður gert. Þetta kemur fram í minnisblaði Ingu Dóru Hrólfsdóttur, framkvæmdastjóra Veitna, til stjórnar Orkuveitunnar sem óskaði eftir svörum við spurningum um orsök og afleiðingar bilunar í dælustöð fráveitu við Faxaskjól. Starfsmenn Veitna höfðu veitt því athygli að mikill sjór barst inn í dælustöðina. Við skoðun kom ryðið í ljós. Smiðjan sem smíðaði lokuna sérsmíðaði öxla og hjól og tók það tvo daga. Strax varð ljóst að lokan var ekki nógu þétt og sjór streymdi enn inn í stöðina. Bráðabirgðabúnaði var komið fyrir þannig að í neyðartilfellum myndi lúgan opnast. Þannig var komið í veg fyrir hættuna á því að skólp flæddi inn til viðskiptavina. Áætla má að tæplega ein milljón rúmmetra af skólpi hafi farið í sjóinn vegna bilunarinnar í Faxaskjóli. Fyrir uppsetningu núverandi kerfis á skólplosun árið 1992 má gera ráð fyrir að um 60 milljónir rúmmetra af skólpi hafi flætt óhreinsaðir í sjó árlega við strendur höfuðborgarsvæðisins. Mörg sveitarfélög í landinu eru ekki með neina skólphreinsun þannig að skólp flæðir óhreinsað í sjó, ár eða vötn allan ársins hring. Ein helsta ástæða fyrir neyðarlosun er að ekki flæði upp í kerfin til notenda, þegar dælustöðvar eru ekki í gangi eða hafa ekki undan því skólpi sem að þeim berst. Saurkólígerlar fjölga sér lítið eða ekki í vatni og líftími þeirra er almennt talinn mjög stuttur. Talið er að 90 prósent gerlanna séu nú þegar dauð. Búist var við að viðgerð á neyðarlúgunni í Faxaskjóli myndi ljúka á seint í gærkvöldi gengi allt eftir. Birtist í Fréttablaðinu Skólpmengun við Faxaskjól Tengdar fréttir Verulega dregur úr saurgerlamengun í Nauthólsvík Sýni sem voru tekin í Nauthólsvík í gær sýna að verulega hefur dregið úr saurgerlamengun þar. GIldin eru engu að síður hærri en venjulega. 15. júlí 2017 13:05 Hleypa óhreinsuðu skólpi í sjóinn við Skeljanes og Faxaskjól Á morgun, þriðjudaginn 18. júlí, mun Veitur halda áfram viðgerð á neyðarloku í dælustöðinni við Faxaskjól en dælustöðin hefur verið biluð síðan í júní. 17. júlí 2017 13:41 Stefna á að ljúka viðgerð á neyðarlúgu í Faxaskjóli á miðnætti Neyðarlúgan hefur verið opin með hléum í átján daga og miðað við daginn í dag renna um 15 þúsund rúmmetrar af óhreinsuðu skólpi í sjóinn. 18. júlí 2017 15:01 Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Fleiri fréttir Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Sjá meira
Orsök á vandræðagangi neyðarloku Veitna við Faxaskjól má rekja til þess að legur í opnunarbúnaði voru ekki úr ryðfríu stáli og voru því hjól, öxlar og legur ónýtar og tærðar í burtu. Skipt var um opnunarbúnaðinn árið 2014. Skipt var um svipaðan búnað í dælustöð sem er við Hörpu og er full ástæða til að taka hana upp í ljósi atburða síðustu mánaða. Mun því óhreinsað skólp leka út um neyðarúthlaup milli Hörpu og Sólfarsins þegar það verður gert. Þetta kemur fram í minnisblaði Ingu Dóru Hrólfsdóttur, framkvæmdastjóra Veitna, til stjórnar Orkuveitunnar sem óskaði eftir svörum við spurningum um orsök og afleiðingar bilunar í dælustöð fráveitu við Faxaskjól. Starfsmenn Veitna höfðu veitt því athygli að mikill sjór barst inn í dælustöðina. Við skoðun kom ryðið í ljós. Smiðjan sem smíðaði lokuna sérsmíðaði öxla og hjól og tók það tvo daga. Strax varð ljóst að lokan var ekki nógu þétt og sjór streymdi enn inn í stöðina. Bráðabirgðabúnaði var komið fyrir þannig að í neyðartilfellum myndi lúgan opnast. Þannig var komið í veg fyrir hættuna á því að skólp flæddi inn til viðskiptavina. Áætla má að tæplega ein milljón rúmmetra af skólpi hafi farið í sjóinn vegna bilunarinnar í Faxaskjóli. Fyrir uppsetningu núverandi kerfis á skólplosun árið 1992 má gera ráð fyrir að um 60 milljónir rúmmetra af skólpi hafi flætt óhreinsaðir í sjó árlega við strendur höfuðborgarsvæðisins. Mörg sveitarfélög í landinu eru ekki með neina skólphreinsun þannig að skólp flæðir óhreinsað í sjó, ár eða vötn allan ársins hring. Ein helsta ástæða fyrir neyðarlosun er að ekki flæði upp í kerfin til notenda, þegar dælustöðvar eru ekki í gangi eða hafa ekki undan því skólpi sem að þeim berst. Saurkólígerlar fjölga sér lítið eða ekki í vatni og líftími þeirra er almennt talinn mjög stuttur. Talið er að 90 prósent gerlanna séu nú þegar dauð. Búist var við að viðgerð á neyðarlúgunni í Faxaskjóli myndi ljúka á seint í gærkvöldi gengi allt eftir.
Birtist í Fréttablaðinu Skólpmengun við Faxaskjól Tengdar fréttir Verulega dregur úr saurgerlamengun í Nauthólsvík Sýni sem voru tekin í Nauthólsvík í gær sýna að verulega hefur dregið úr saurgerlamengun þar. GIldin eru engu að síður hærri en venjulega. 15. júlí 2017 13:05 Hleypa óhreinsuðu skólpi í sjóinn við Skeljanes og Faxaskjól Á morgun, þriðjudaginn 18. júlí, mun Veitur halda áfram viðgerð á neyðarloku í dælustöðinni við Faxaskjól en dælustöðin hefur verið biluð síðan í júní. 17. júlí 2017 13:41 Stefna á að ljúka viðgerð á neyðarlúgu í Faxaskjóli á miðnætti Neyðarlúgan hefur verið opin með hléum í átján daga og miðað við daginn í dag renna um 15 þúsund rúmmetrar af óhreinsuðu skólpi í sjóinn. 18. júlí 2017 15:01 Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Fleiri fréttir Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Sjá meira
Verulega dregur úr saurgerlamengun í Nauthólsvík Sýni sem voru tekin í Nauthólsvík í gær sýna að verulega hefur dregið úr saurgerlamengun þar. GIldin eru engu að síður hærri en venjulega. 15. júlí 2017 13:05
Hleypa óhreinsuðu skólpi í sjóinn við Skeljanes og Faxaskjól Á morgun, þriðjudaginn 18. júlí, mun Veitur halda áfram viðgerð á neyðarloku í dælustöðinni við Faxaskjól en dælustöðin hefur verið biluð síðan í júní. 17. júlí 2017 13:41
Stefna á að ljúka viðgerð á neyðarlúgu í Faxaskjóli á miðnætti Neyðarlúgan hefur verið opin með hléum í átján daga og miðað við daginn í dag renna um 15 þúsund rúmmetrar af óhreinsuðu skólpi í sjóinn. 18. júlí 2017 15:01