Duterte vill meiri tíma til að berjast við ISIS Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 19. júlí 2017 07:00 Duterte ætlar þó ekki að útrýma ISIS sjálfur með þessari skammbyssu. Hún og 2.999 aðrar voru afhentar hermönnum í Maníla í gær. Vísir/AFP Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, bað þing ríkisins í gær um að framlengja gildistíma herlaga á eyjunni Mindanao. Vill forsetinn að það sé gert svo að her ríkisins hafi nægan tíma til þess að útrýma hersveitum hryðjuverkasamtakanna ISIS sem hafa hreiðrað um sig í borginni Marawi. „Helsti tilgangur framlengingarinnar væri að leyfa hermönnum okkar að halda áfram aðgerðum sínum án þess að þeir þurfi að hafa áhyggjur af því að þeir séu að falla á tíma. Þannig myndu þeir geta einbeitt sér alfarið að frelsun Marawi og endurbyggingu borgarinnar,“ sagði Ernesto Abella, talsmaður forsetans, er hann las bréf forsetans fyrir þingmenn. Stríðsástand hefur ríkt í Marawi í nærri tvo mánuði eða allt frá því að liðsmenn hryðjuverkasamtakanna Maute, er hafa svarið ISIS hollustu og hafa áður barist við filippseyska herinn, hófu skothríð á lögreglu í hverfinu Basak Malutlut í Marawi aðfaranótt 23. maí síðastliðins. Greindu þarlendir fjölmiðlar frá því að vígamennirnir hafi tekið filippseyska fánann niður af Amai Pakpak-sjúkrahúsinu og skipt honum út fyrir svartan og hvítan fána Íslamska ríkisins. Reuters greinir frá því að síðan þá hafi her ríkisins kljáðst við ISIS-liða á landi en jafnframt beitt loftárásum og sprengjuvopnum. Samkvæmt opinberri tölfræði frá filippseyska ríkinu hafa 413 skæruliðar fallið í átökunum, 98 filippseyskir hermenn og 45 almennir borgarar. Ekki er svo komið að liðsmenn hins upprunalega ISIS séu farnir að flykkjast til Marawi frá Mið-Austurlöndum heldur er um að ræða fern hryðjuverkasamtök sem hafa svarið ISIS hollustu og aðhyllast sömu hugmyndafræði. Eru það Maute, Abu Sayyaf, BIFF og Ansar Khalifa. Samkvæmt Long War Journal er samanlagður styrkur hópanna um 500 hermenn. Þar af er rúmur helmingur meðlimur Maute-samtakanna, alls 300. Sextíu berjast fyrir Abu Sayyaf og fjörutíu fyrir BIGG og Ansar Khalifa hvor um sig. Reuters greindi frá því í gær að skæruliðar reyndu nú að verja svæði sitt í helsta verslunarhverfi borgarinnar. Það væri þó ekkert nema rústir einar eftir linnulausar sprengjuárásir hersins. Angraði það borgarbúa mjög sem margir hverjir væru nú heimilis- og atvinnulausir. Stjórnarandstæðingar eru þó ekki hrifnir af bón forsetans um framlengingu á gildistíma herlaga á Mindanao, en eyjan er álíka stór og Ísland. Samkvæmt filippseyskum lögum skal gildistími laganna vera sextíu dagar en Duterte vill framlengja um sextíu daga til viðbótar. Til þess þarf samþykki þingsins. Antonio Trillanes, öldungadeildarþingmaður og einn helsti andstæðingur Dutertes, sagði bón forsetans til marks um ævintýralega mikla misbeitingu valds. „Ég hef áður varað við alræðisstefnu Dutertes og hér sannast orð mín enn á ný,“ segir í tilkynningu sem Trillanes sendi frá sér í gær. Reuters segir herlög hafa lengi þótt viðkvæmt mál á Filippseyjum en þau heimila miklar persónunjósnir, handtökur án tilskipana og auka jafnframt vald lögreglunnar. Segir Reuters herlög vekja upp minningar af ógnarstjórn einræðisherrans Ferdinands Marcos á áttunda áratugnum sem hefur verið sakaður um að ýkja ógnir við öryggi landsins til að viðhalda herlögum. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Engar uppsagnir í farvatninu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Sjá meira
Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, bað þing ríkisins í gær um að framlengja gildistíma herlaga á eyjunni Mindanao. Vill forsetinn að það sé gert svo að her ríkisins hafi nægan tíma til þess að útrýma hersveitum hryðjuverkasamtakanna ISIS sem hafa hreiðrað um sig í borginni Marawi. „Helsti tilgangur framlengingarinnar væri að leyfa hermönnum okkar að halda áfram aðgerðum sínum án þess að þeir þurfi að hafa áhyggjur af því að þeir séu að falla á tíma. Þannig myndu þeir geta einbeitt sér alfarið að frelsun Marawi og endurbyggingu borgarinnar,“ sagði Ernesto Abella, talsmaður forsetans, er hann las bréf forsetans fyrir þingmenn. Stríðsástand hefur ríkt í Marawi í nærri tvo mánuði eða allt frá því að liðsmenn hryðjuverkasamtakanna Maute, er hafa svarið ISIS hollustu og hafa áður barist við filippseyska herinn, hófu skothríð á lögreglu í hverfinu Basak Malutlut í Marawi aðfaranótt 23. maí síðastliðins. Greindu þarlendir fjölmiðlar frá því að vígamennirnir hafi tekið filippseyska fánann niður af Amai Pakpak-sjúkrahúsinu og skipt honum út fyrir svartan og hvítan fána Íslamska ríkisins. Reuters greinir frá því að síðan þá hafi her ríkisins kljáðst við ISIS-liða á landi en jafnframt beitt loftárásum og sprengjuvopnum. Samkvæmt opinberri tölfræði frá filippseyska ríkinu hafa 413 skæruliðar fallið í átökunum, 98 filippseyskir hermenn og 45 almennir borgarar. Ekki er svo komið að liðsmenn hins upprunalega ISIS séu farnir að flykkjast til Marawi frá Mið-Austurlöndum heldur er um að ræða fern hryðjuverkasamtök sem hafa svarið ISIS hollustu og aðhyllast sömu hugmyndafræði. Eru það Maute, Abu Sayyaf, BIFF og Ansar Khalifa. Samkvæmt Long War Journal er samanlagður styrkur hópanna um 500 hermenn. Þar af er rúmur helmingur meðlimur Maute-samtakanna, alls 300. Sextíu berjast fyrir Abu Sayyaf og fjörutíu fyrir BIGG og Ansar Khalifa hvor um sig. Reuters greindi frá því í gær að skæruliðar reyndu nú að verja svæði sitt í helsta verslunarhverfi borgarinnar. Það væri þó ekkert nema rústir einar eftir linnulausar sprengjuárásir hersins. Angraði það borgarbúa mjög sem margir hverjir væru nú heimilis- og atvinnulausir. Stjórnarandstæðingar eru þó ekki hrifnir af bón forsetans um framlengingu á gildistíma herlaga á Mindanao, en eyjan er álíka stór og Ísland. Samkvæmt filippseyskum lögum skal gildistími laganna vera sextíu dagar en Duterte vill framlengja um sextíu daga til viðbótar. Til þess þarf samþykki þingsins. Antonio Trillanes, öldungadeildarþingmaður og einn helsti andstæðingur Dutertes, sagði bón forsetans til marks um ævintýralega mikla misbeitingu valds. „Ég hef áður varað við alræðisstefnu Dutertes og hér sannast orð mín enn á ný,“ segir í tilkynningu sem Trillanes sendi frá sér í gær. Reuters segir herlög hafa lengi þótt viðkvæmt mál á Filippseyjum en þau heimila miklar persónunjósnir, handtökur án tilskipana og auka jafnframt vald lögreglunnar. Segir Reuters herlög vekja upp minningar af ógnarstjórn einræðisherrans Ferdinands Marcos á áttunda áratugnum sem hefur verið sakaður um að ýkja ógnir við öryggi landsins til að viðhalda herlögum.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Engar uppsagnir í farvatninu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Sjá meira