Furstadæmin segjast ekki hakka Katara Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 18. júlí 2017 07:00 Emír Katar, sem átökin við Persaflóaríkin hafa gert að þjóðhetju, voru eignuð ummæli sem katörsk yfirvöld segja að séu uppspuni. Vísir/AFP Yfirvöld í Sameinuðu arabísku furstadæmunum stóðu ekki að tölvuárásum á QNA, ríkisfjölmiðil Katara. Þetta fullyrti Anwar Gargash, utanríkisráðherra furstadæmanna, í viðtali við BBC í gær. The Washington Post greindi frá því á sunnudag, og vitnaði í heimildarmenn innan bandarísku leyniþjónustunnar, að Sameinuðu arabísku furstadæmin hefðu staðið að umfangsmikilli árás á QNA og samfélagsmiðlasíður miðilsins í maí síðastliðnum og birt þar uppskálduð ummæli, eignuð Tamim Bin Hamad al-Thani, emírnum af Katar. „Þetta kemur frá ónafngreindum heimildarmönnum. Ég vil koma því á framfæri að þessi saga er algjörlega ósönn. Ég hef ekki lesið fréttina, ég hef bara lesið um hana en þetta er algjörlega ósatt,“ sagði Gargash við BBC. Í kjölfar ummælanna sem eignuð eru emírnum bönnuðu furstadæmin, Sádi-Arabía, Barein og Egyptaland alla katarska fjölmiðla í ríkjum sínum. Stuttu seinna slitu þeir stjórnmálatengslum við Katar og komu á viðskiptaþvingunum sem standa enn í dag. Hefur togstreitan við Persaflóa ekki verið meiri í langan tíma.Anwar Gargash, utanríkisráðherra Sameinuðu arabísku furstadæmanna.NordicPhotos/AFPGargash sagði einnig að það væri með öllu ósatt að furstadæmin hefðu, í slagtogi með fimm öðrum Arabaríkjum, sent Alþjóðaknattspyrnusambandinu skeyti þar sem þess var krafist að heimsmeistaramót karla, sem til stendur að halda í Katar árið 2022, yrði tekið af ríkinu. Í umfjöllun The Washington Post segir að þann 23. maí síðastliðinn hafi ríkisstjórn Sameinuðu arabísku furstadæmanna fundað og rætt áform um að gera tölvuárás á samfélagsmiðlaaðganga og vefsíðu QNA. Síðar þann dag hafi birst á QNA frétt um að emírinn gagnrýndi andúð Bandaríkjanna á Írönum og lýsti þeim síðarnefndu sem „íslamísku stórveldi sem ekki sé hægt að hundsa“. Í annarri frétt mátti lesa um þá skoðun emírsins að Hamas-samtökin væru lögmætur málsvari palestínsku þjóðarinnar. Degi síðar neituðu yfirvöld í Katar því að þessar fréttir væru sannar. Sagði í tilkynningu frá ríkisstjórninni að QNA hefði orðið fyrir tölvuárás óþekktra tölvuþrjóta. „Hið sanna í málinu er að Katarar hafa fjármagnað og stutt hryðjuverkamenn. Allt frá talibönum til Hamas og Gaddafi. Þeir hafa hvatt til ofbeldis og róttæknivæðingar og grafið undan öryggi nágrannaríkjanna,“ sagði Yousef Al Otaiba, sendiherra furstadæmanna í Bandaríkjunum, á Twitter í gær. Sádi-Arabía, Egyptaland, Barein og furstadæmin standa, eins og áður segir, að viðskiptaþvingunum gegn Katörum. Hafa þeir meðal annars krafist þess af Katörum að hætta að fjármagna fjölmiðilinn Al-Jazeera sem og hætta að fjármagna samtök sem Bandaríkjamenn hafa lýst yfir að séu hryðjuverkasamtök. Katarar hafa hafnað þeim kröfum og sagt að þeir styðji engin hryðjuverkasamtök. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Engar uppsagnir í farvatninu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Sjá meira
Yfirvöld í Sameinuðu arabísku furstadæmunum stóðu ekki að tölvuárásum á QNA, ríkisfjölmiðil Katara. Þetta fullyrti Anwar Gargash, utanríkisráðherra furstadæmanna, í viðtali við BBC í gær. The Washington Post greindi frá því á sunnudag, og vitnaði í heimildarmenn innan bandarísku leyniþjónustunnar, að Sameinuðu arabísku furstadæmin hefðu staðið að umfangsmikilli árás á QNA og samfélagsmiðlasíður miðilsins í maí síðastliðnum og birt þar uppskálduð ummæli, eignuð Tamim Bin Hamad al-Thani, emírnum af Katar. „Þetta kemur frá ónafngreindum heimildarmönnum. Ég vil koma því á framfæri að þessi saga er algjörlega ósönn. Ég hef ekki lesið fréttina, ég hef bara lesið um hana en þetta er algjörlega ósatt,“ sagði Gargash við BBC. Í kjölfar ummælanna sem eignuð eru emírnum bönnuðu furstadæmin, Sádi-Arabía, Barein og Egyptaland alla katarska fjölmiðla í ríkjum sínum. Stuttu seinna slitu þeir stjórnmálatengslum við Katar og komu á viðskiptaþvingunum sem standa enn í dag. Hefur togstreitan við Persaflóa ekki verið meiri í langan tíma.Anwar Gargash, utanríkisráðherra Sameinuðu arabísku furstadæmanna.NordicPhotos/AFPGargash sagði einnig að það væri með öllu ósatt að furstadæmin hefðu, í slagtogi með fimm öðrum Arabaríkjum, sent Alþjóðaknattspyrnusambandinu skeyti þar sem þess var krafist að heimsmeistaramót karla, sem til stendur að halda í Katar árið 2022, yrði tekið af ríkinu. Í umfjöllun The Washington Post segir að þann 23. maí síðastliðinn hafi ríkisstjórn Sameinuðu arabísku furstadæmanna fundað og rætt áform um að gera tölvuárás á samfélagsmiðlaaðganga og vefsíðu QNA. Síðar þann dag hafi birst á QNA frétt um að emírinn gagnrýndi andúð Bandaríkjanna á Írönum og lýsti þeim síðarnefndu sem „íslamísku stórveldi sem ekki sé hægt að hundsa“. Í annarri frétt mátti lesa um þá skoðun emírsins að Hamas-samtökin væru lögmætur málsvari palestínsku þjóðarinnar. Degi síðar neituðu yfirvöld í Katar því að þessar fréttir væru sannar. Sagði í tilkynningu frá ríkisstjórninni að QNA hefði orðið fyrir tölvuárás óþekktra tölvuþrjóta. „Hið sanna í málinu er að Katarar hafa fjármagnað og stutt hryðjuverkamenn. Allt frá talibönum til Hamas og Gaddafi. Þeir hafa hvatt til ofbeldis og róttæknivæðingar og grafið undan öryggi nágrannaríkjanna,“ sagði Yousef Al Otaiba, sendiherra furstadæmanna í Bandaríkjunum, á Twitter í gær. Sádi-Arabía, Egyptaland, Barein og furstadæmin standa, eins og áður segir, að viðskiptaþvingunum gegn Katörum. Hafa þeir meðal annars krafist þess af Katörum að hætta að fjármagna fjölmiðilinn Al-Jazeera sem og hætta að fjármagna samtök sem Bandaríkjamenn hafa lýst yfir að séu hryðjuverkasamtök. Katarar hafa hafnað þeim kröfum og sagt að þeir styðji engin hryðjuverkasamtök.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Engar uppsagnir í farvatninu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Sjá meira