Erlent

33 slösuðust í rússíbana á Spáni

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Öryggisskoðun var framkvæmd á rússíbananum í morgun. Hann stóðst skoðunina, að sögn forsvarsmanna.
Öryggisskoðun var framkvæmd á rússíbananum í morgun. Hann stóðst skoðunina, að sögn forsvarsmanna.
Að minnsta kosti þrjátíu og þrír slösuðust þegar tveir vagnar í rússíbana í Madrid á Spáni skullu saman í dag. Þar af slösuðust sex börn undir tíu ára aldri. Talið er að bremsan á öðrum vagninum hafi bilað með þeim afleiðingum að hann hafnaði aftan á næsta vagni.

Allir um borð í tívolítækinu voru fluttir á sjúkrahús eftir slysið en mildi þykir að engan hafi sakað alvarlega. Áverkarnir voru fyrst og fremst verkir í baki, hálsi og maga.

Atvikið átti sér stað í rússíbananum Tren de la Mina sem er í hinum fjölsótta skemmtigarði Parque de Atracciones. Öryggisskoðun var framkvæmd á rússíbananum áður en garðurinn var opnaður í dag og að sögn forsvarsmanna hans stóðst hann skoðunina. Unnið er að því að finna út hvað fór úrskeiðis.

Rússíbanann má sjá hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×