Ringulreið á safnstæðum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 16. júlí 2017 20:00 Kristján Daníelsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða. Nokkur ringulreið var við safnstæðin í borginni í dag þar sem bílstjórar eru að venjast nýju banni við akstri hópferðabíla sem tók gildi í gær. Níu rútur biðu í röð við stæði sem ætlað er einu til þremur ökutækjum en minni bílar fluttu töskur farþega að stöðvunum. Auk bannsins hefur borgin sett tilmæli um akstursstefnu hópbifreiða um götur í útjaðri bannsvæðisins. Til dæmis er óheimilt að aka upp Njarðargötuna en svokölluðum hoppferðabílar Kynnisferða munu hundsa bannið þar til í ágúst þar sem tíma tekur að aðlaga leiðsögukerfið að nýrri akstursleið. Framkvæmdastjóri Kynnisferða lagði leið sína í bæinn í morgun og fylgdist með gangi mála. „Safnstæðin eru fyrir eina til tvær, kannski þrjár rútur af minni gerðinni. Ég fór og fylgdist með í morgun og sá níu hópferðabíla bíða í röð eftir að komast að safnstæðinu og inn á safnstæðið," segir Kristján Daníelsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða. „Það var smá ringulreið í fólkinu. Vissi ekki hvert það ætti að fara. Það voru margir bílar og þeir litu margir eins út. En þetta leystist allt á endanum," segir hann. Miðað er við að rútubílstjórar tæmi og fylli rúturnar á fimm á mínútum. Kristján segir það ekki ganga upp. „Í einstaka tilvikum kannski. En þegar þú ert að afferma bíl með 30 til 40 eða 50 farþegum eða að ferma bíl með 30, 40 eða 50 farþegum, þá gengur það ekki," segir hann. Bílstjórar fóru nokkrum sinum inn á bannsvæðið í dag en Kristján segir það meðal annars hafa verið gert til að sækja farþega í neyð. Einnig séu einhverjir bílstjórar á móti banninu og hafa ekki þar með hlýtt því en á því verður tekið. Þá var nokkuð um sendiferðabíla á bannsvæðinu í dag sem fluttu töskur farþega að rútustæðunum. Rútubannið verður endurskoðað hjá borginni í vetur og Kristján telur að ýmislegt mætti þá gera betur. „Ef það á að gera þessi safnstæði að veruleika til framtíðar þarf að gera þau enn betur. Það þarf að merkja þau betur. Við erum ennþá að sjá einkabíla leggja í stæðin. Það þarf að koma upp skýlum svo fólk geti átt einhvern stað á meðan það bíður. Við erum ekki að tala um nokkra einstaklinga. Við erum að tala um jafnvel þúsund manns á dag," segir Kristján. Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira
Nokkur ringulreið var við safnstæðin í borginni í dag þar sem bílstjórar eru að venjast nýju banni við akstri hópferðabíla sem tók gildi í gær. Níu rútur biðu í röð við stæði sem ætlað er einu til þremur ökutækjum en minni bílar fluttu töskur farþega að stöðvunum. Auk bannsins hefur borgin sett tilmæli um akstursstefnu hópbifreiða um götur í útjaðri bannsvæðisins. Til dæmis er óheimilt að aka upp Njarðargötuna en svokölluðum hoppferðabílar Kynnisferða munu hundsa bannið þar til í ágúst þar sem tíma tekur að aðlaga leiðsögukerfið að nýrri akstursleið. Framkvæmdastjóri Kynnisferða lagði leið sína í bæinn í morgun og fylgdist með gangi mála. „Safnstæðin eru fyrir eina til tvær, kannski þrjár rútur af minni gerðinni. Ég fór og fylgdist með í morgun og sá níu hópferðabíla bíða í röð eftir að komast að safnstæðinu og inn á safnstæðið," segir Kristján Daníelsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða. „Það var smá ringulreið í fólkinu. Vissi ekki hvert það ætti að fara. Það voru margir bílar og þeir litu margir eins út. En þetta leystist allt á endanum," segir hann. Miðað er við að rútubílstjórar tæmi og fylli rúturnar á fimm á mínútum. Kristján segir það ekki ganga upp. „Í einstaka tilvikum kannski. En þegar þú ert að afferma bíl með 30 til 40 eða 50 farþegum eða að ferma bíl með 30, 40 eða 50 farþegum, þá gengur það ekki," segir hann. Bílstjórar fóru nokkrum sinum inn á bannsvæðið í dag en Kristján segir það meðal annars hafa verið gert til að sækja farþega í neyð. Einnig séu einhverjir bílstjórar á móti banninu og hafa ekki þar með hlýtt því en á því verður tekið. Þá var nokkuð um sendiferðabíla á bannsvæðinu í dag sem fluttu töskur farþega að rútustæðunum. Rútubannið verður endurskoðað hjá borginni í vetur og Kristján telur að ýmislegt mætti þá gera betur. „Ef það á að gera þessi safnstæði að veruleika til framtíðar þarf að gera þau enn betur. Það þarf að merkja þau betur. Við erum ennþá að sjá einkabíla leggja í stæðin. Það þarf að koma upp skýlum svo fólk geti átt einhvern stað á meðan það bíður. Við erum ekki að tala um nokkra einstaklinga. Við erum að tala um jafnvel þúsund manns á dag," segir Kristján.
Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira