Ákærður fyrir fimm sýruárásir Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 15. júlí 2017 23:21 Sýruárásum í London hefur fjölgað talsvert á undanförnum árum. vísir/afp Sextán ára unglingspiltur hefur verið ákærður af bresku lögreglunni fyrir fimm sýruárásir í London síðastliðið fimmtudagskvöld. Ákæran er í fimmtán liðum en hann er meðal annars sakaður um að hafa valdið alvarlegum líkamlegum skaða, fyrir rán og fjórar tilraunir til ráns. Árásirnar áttu sér stað á níutíu mínútna tímabili í norðausturhluta Lundúna. Annar piltur, fimmtán ára, var handtekinn í tengslum við þær en honum var sleppt úr haldi, gegn tryggingu, í morgun. Hinn ákærði sætir enn gæsluvarðhaldi. Fyrsta árásin var gerð laust fyrir klukkan 22.30 að staðartíma. Þá réðust tveir menn á matarsendilinn Jabed Hussain þar sem hann ók bifhjóli sínu eftir Hackney Road. Þeir eru sagðir hafa skvett sýru í andlit hans og stolið vespunni í kjölfarið.Enginn vildi aðstoða Hussain segist í samtali við Guardian ekki hafa áttað sig á því í fyrstu að um sýru hefði verið að ræða. „Ég áttaði mig ekki á að þetta væri sýra. Síðan byrjaði hún að svíða. Ég sá að þeir ætluðu að skvetta framan í mig aftur þannig að ég stökk af hjólinu og reyndi að fela mig bak við bíla,“ segir hann og bætir við að árásir á hendur matarsendlum hafi aukist nokkuð upp á síðkastið, sérstaklega á þessu tiltekna svæði. Hussain segist í framhaldinu hafa hlaupið að næstu umferðarljósum og grátbeðið ökumenn um að hjálpa sér. „Ég öskraði eftir hjálp og vatni. En enginn vildi opna bílhurðina eða gluggann,“ segir hann. Að lokum stoppaði ein kona og ók honum á næsta spítala. Hussain er ekki talinn alvarlega slasaður. Aðeins tuttugu mínútum síðar var ráðist á annan mann, en hann var sömuleiðis á litlu bifhjóli. Um fjörutíu mínútum eftir fyrstu árásina varð þriðja manneskjan fyrir sýruárás, og um 23.20 barst lögreglu tilkynning um Cazenove Road í Stoke Newington. Sýru hafði verið skvett í andlit manns á vettvangi. Áverkar hans eru sagðir koma til með að breyta lífi hans til frambúðar. Síðasta árásin var gerð á mann á bifhjóli og var hjólinu í kjölfarið stolið.Sýruárásum fjölgað Sýruárásum í London hefur fjölgað talsvert á undanförnum árum, en tilkynnt hefur verið um hátt í tvö þúsund slíkar árásir frá árinu 2010. Þar af bárust 454 tilkynningar á síðasta ári, samanborið við 261 árið 2015. Lögreglustjóri London hefur lýst yfir þungum áhyggjum af stöðu mála. Tengdar fréttir Unglingur handtekinn í tengslum við fimm sýruárásir í London Fyrsta árásin var gerð rétt fyrir hálf 11 í gærkvöldi að staðartíma. 32 ára karlmaður, sem keyrði á bifhjóli eftir Hackney Road, hlaut áverka á andliti eftir að tveir karlmenn á öðru bifhjóli réðust á hann. 14. júlí 2017 10:48 Sýruárásum fjölgar í London Árið 2014 voru 166 tilfelli skráð og árið 2015 voru þau 261. Í fyrra voru þau svo orðin 454 talsins. Árásir sem þessar eiga sér flestar stað í austurhluta borgarinnar. 14. júlí 2017 23:24 Mest lesið „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Sjá meira
Sextán ára unglingspiltur hefur verið ákærður af bresku lögreglunni fyrir fimm sýruárásir í London síðastliðið fimmtudagskvöld. Ákæran er í fimmtán liðum en hann er meðal annars sakaður um að hafa valdið alvarlegum líkamlegum skaða, fyrir rán og fjórar tilraunir til ráns. Árásirnar áttu sér stað á níutíu mínútna tímabili í norðausturhluta Lundúna. Annar piltur, fimmtán ára, var handtekinn í tengslum við þær en honum var sleppt úr haldi, gegn tryggingu, í morgun. Hinn ákærði sætir enn gæsluvarðhaldi. Fyrsta árásin var gerð laust fyrir klukkan 22.30 að staðartíma. Þá réðust tveir menn á matarsendilinn Jabed Hussain þar sem hann ók bifhjóli sínu eftir Hackney Road. Þeir eru sagðir hafa skvett sýru í andlit hans og stolið vespunni í kjölfarið.Enginn vildi aðstoða Hussain segist í samtali við Guardian ekki hafa áttað sig á því í fyrstu að um sýru hefði verið að ræða. „Ég áttaði mig ekki á að þetta væri sýra. Síðan byrjaði hún að svíða. Ég sá að þeir ætluðu að skvetta framan í mig aftur þannig að ég stökk af hjólinu og reyndi að fela mig bak við bíla,“ segir hann og bætir við að árásir á hendur matarsendlum hafi aukist nokkuð upp á síðkastið, sérstaklega á þessu tiltekna svæði. Hussain segist í framhaldinu hafa hlaupið að næstu umferðarljósum og grátbeðið ökumenn um að hjálpa sér. „Ég öskraði eftir hjálp og vatni. En enginn vildi opna bílhurðina eða gluggann,“ segir hann. Að lokum stoppaði ein kona og ók honum á næsta spítala. Hussain er ekki talinn alvarlega slasaður. Aðeins tuttugu mínútum síðar var ráðist á annan mann, en hann var sömuleiðis á litlu bifhjóli. Um fjörutíu mínútum eftir fyrstu árásina varð þriðja manneskjan fyrir sýruárás, og um 23.20 barst lögreglu tilkynning um Cazenove Road í Stoke Newington. Sýru hafði verið skvett í andlit manns á vettvangi. Áverkar hans eru sagðir koma til með að breyta lífi hans til frambúðar. Síðasta árásin var gerð á mann á bifhjóli og var hjólinu í kjölfarið stolið.Sýruárásum fjölgað Sýruárásum í London hefur fjölgað talsvert á undanförnum árum, en tilkynnt hefur verið um hátt í tvö þúsund slíkar árásir frá árinu 2010. Þar af bárust 454 tilkynningar á síðasta ári, samanborið við 261 árið 2015. Lögreglustjóri London hefur lýst yfir þungum áhyggjum af stöðu mála.
Tengdar fréttir Unglingur handtekinn í tengslum við fimm sýruárásir í London Fyrsta árásin var gerð rétt fyrir hálf 11 í gærkvöldi að staðartíma. 32 ára karlmaður, sem keyrði á bifhjóli eftir Hackney Road, hlaut áverka á andliti eftir að tveir karlmenn á öðru bifhjóli réðust á hann. 14. júlí 2017 10:48 Sýruárásum fjölgar í London Árið 2014 voru 166 tilfelli skráð og árið 2015 voru þau 261. Í fyrra voru þau svo orðin 454 talsins. Árásir sem þessar eiga sér flestar stað í austurhluta borgarinnar. 14. júlí 2017 23:24 Mest lesið „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Sjá meira
Unglingur handtekinn í tengslum við fimm sýruárásir í London Fyrsta árásin var gerð rétt fyrir hálf 11 í gærkvöldi að staðartíma. 32 ára karlmaður, sem keyrði á bifhjóli eftir Hackney Road, hlaut áverka á andliti eftir að tveir karlmenn á öðru bifhjóli réðust á hann. 14. júlí 2017 10:48
Sýruárásum fjölgar í London Árið 2014 voru 166 tilfelli skráð og árið 2015 voru þau 261. Í fyrra voru þau svo orðin 454 talsins. Árásir sem þessar eiga sér flestar stað í austurhluta borgarinnar. 14. júlí 2017 23:24