„Lygi eftir lygi eftir lygi“ Kjartan Kjartansson skrifar 15. júlí 2017 10:50 Donald Trump hefur ítrekað sakað fjölmiðla um að búa til fréttir um meint tengsl bandamanna hans við Rússa. Fox News hefur stutt málflutnings hans oft og tíðum. Vísir/EPA Fréttamenn og álitsgjafar Fox-sjónvarpsstöðvarinnar hafa verið einhverjir ötulustu málsvarar Donalds Trump Bandaríkjaforseta undanfarin misseri. Einum fréttamanni Fox var hins vegar nóg boðið eftir frekari uppljóstranir um samskipti bandamanna Trump við Rússa og lét gamminn geysa um „lygar“ þeirra. Fox News hefur sætt gagnrýni fyrir að ganga langt í að verja Trump og gera lítið úr ásökunum og rannsókn á meintu samráði bandamanna Trump við rússneska útsendara í kosningabaráttunni í fyrra. Fjöldi sjónvarpsmanna Fox News hefur til dæmis sakað aðra fjölmiðla um að flytja gervifréttir og þjást af móðursýki vegna frétta af Rússatengslum.Nýjustu fréttirnar af fundi Trump yngri kveiktu í fréttaþuliShepard Smith, fréttaþulur Fox News, er hins vegar ekki einn þeirra sem hefur afskrifað ásakanirnar eins og margir starfsbræður hans. Honum var ekki hlátur í huga þegar hann ræddi við Chris Wallace, samstarfsmann sinn, um nýjustu fréttirnar af umdeildum fundi syni Trump með Rússum í útsendingu í gær. Greindi Smith frá því að að fleira fólk hafi verið á fundi Donalds Trump yngri með rússneskum lögmanni í New York í fyrra en hann hafði áður greint frá, þar á meðal bandarísk-rússneskur málafylgjumaður sem sagður er hafa tengsl við rússnesku leyniþjónustuna. Að svo búnu hóf Smith reiðilestur um slæleg viðbrögð Trump og bandamanna hans við Rússahneykslinu. Ef málið væri allt eins ómerkilegt og þeir vildu láta í veðri vaka, hvers vegna væru þeir þá að ljúga endurtekið. „Hvers vegna er lygi eftir lygi eftir lygi? Ef þú ert með hreina samvisku, komdu þá hreint fram, skilurðu?“ sagði Smith við Wallace.Shepard Smith hefur verið óhræddur við að gagnrýna Donald Trump jafnvel þó að margir félagar hans á Fox News hafi verið forsetanum vilhollir.Vísir/GettyStarfsbróðirinn orðlausKallaði hann blekkingarleik Trump og félaga óskiljanlegan. Engu að síður væri enn til fólk sem teldi fréttamenn búa til fréttirnar af tengslum við Rússa. „Einn daginn á það eftir að gera sér grein fyrir því að við erum ekki að því og segja: Hvar erum við og hvers vegna er verið að ljúga svona að okkur?“ sagði Smith ennfremur. Wallace, sem sjálfur hefur varið aðra fjölmiðla eins og CNN og New York Times undan ásökunum um gervifréttir og að vera óvinir bandarísku þjóðarinnar, virtist orðlaus eftir þessa ákúru félaga síns. „Ég veit ekki hvað segja skal,“ svaraði Wallace á endanum.Í myndbandinu hér fyrir neðan má heyra reiðilestur Smith og viðbrögð Wallace.Shep Smith: "The deception, Chris, is mind-boggling...why are we getting told all these lies?"Chris Wallace: "I don't know what to say" pic.twitter.com/DQKOAC8a2o— Leanne Naramore (@LeanneNaramore) July 14, 2017 Donald Trump Tengdar fréttir Segist ekki hafa sagt pabba sínum Donald Trump yngri, sonur Bandaríkjaforseta, segist ekki hafa sagt föður sínum frá fundi sem hann átti með rússneskum lögfræðingi sem taldi sig geta aðstoðað við að sigra í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í fyrra. 12. júlí 2017 06:50 Fyrrverandi njósnari Sovétríkjanna var einnig á fundi Trump yngri Maðurinn er grunaður um að tengjast enn leyniþjónustum austan hafs. 14. júlí 2017 12:32 Staða Trump yngri grafalvarleg eftir uppljóstranir um tengsl við Rússland Þingmenn í rannsóknarnefndum Bandaríkjaþings á tengslum framboðs Donald Trump við rússnesk stjórnvöld, segja málið orðið mun alvarlegra en áður, eftir að upplýst var um tölvusamskipti sonar forsetans sem staðfesta tengsl hans við Rússa. 12. júlí 2017 20:00 Trump segir soninn opinn og saklausan Bandaríkjaforseti segir son sinn verða fyrir barðinu á nornaveiðum. Trump yngri sagði föður sínum ekki frá fundi sem er sagður hluti af stuðningi Rússlandsstjórnar við framboð föður hans. 13. júlí 2017 06:00 Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Fleiri fréttir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Sjá meira
Fréttamenn og álitsgjafar Fox-sjónvarpsstöðvarinnar hafa verið einhverjir ötulustu málsvarar Donalds Trump Bandaríkjaforseta undanfarin misseri. Einum fréttamanni Fox var hins vegar nóg boðið eftir frekari uppljóstranir um samskipti bandamanna Trump við Rússa og lét gamminn geysa um „lygar“ þeirra. Fox News hefur sætt gagnrýni fyrir að ganga langt í að verja Trump og gera lítið úr ásökunum og rannsókn á meintu samráði bandamanna Trump við rússneska útsendara í kosningabaráttunni í fyrra. Fjöldi sjónvarpsmanna Fox News hefur til dæmis sakað aðra fjölmiðla um að flytja gervifréttir og þjást af móðursýki vegna frétta af Rússatengslum.Nýjustu fréttirnar af fundi Trump yngri kveiktu í fréttaþuliShepard Smith, fréttaþulur Fox News, er hins vegar ekki einn þeirra sem hefur afskrifað ásakanirnar eins og margir starfsbræður hans. Honum var ekki hlátur í huga þegar hann ræddi við Chris Wallace, samstarfsmann sinn, um nýjustu fréttirnar af umdeildum fundi syni Trump með Rússum í útsendingu í gær. Greindi Smith frá því að að fleira fólk hafi verið á fundi Donalds Trump yngri með rússneskum lögmanni í New York í fyrra en hann hafði áður greint frá, þar á meðal bandarísk-rússneskur málafylgjumaður sem sagður er hafa tengsl við rússnesku leyniþjónustuna. Að svo búnu hóf Smith reiðilestur um slæleg viðbrögð Trump og bandamanna hans við Rússahneykslinu. Ef málið væri allt eins ómerkilegt og þeir vildu láta í veðri vaka, hvers vegna væru þeir þá að ljúga endurtekið. „Hvers vegna er lygi eftir lygi eftir lygi? Ef þú ert með hreina samvisku, komdu þá hreint fram, skilurðu?“ sagði Smith við Wallace.Shepard Smith hefur verið óhræddur við að gagnrýna Donald Trump jafnvel þó að margir félagar hans á Fox News hafi verið forsetanum vilhollir.Vísir/GettyStarfsbróðirinn orðlausKallaði hann blekkingarleik Trump og félaga óskiljanlegan. Engu að síður væri enn til fólk sem teldi fréttamenn búa til fréttirnar af tengslum við Rússa. „Einn daginn á það eftir að gera sér grein fyrir því að við erum ekki að því og segja: Hvar erum við og hvers vegna er verið að ljúga svona að okkur?“ sagði Smith ennfremur. Wallace, sem sjálfur hefur varið aðra fjölmiðla eins og CNN og New York Times undan ásökunum um gervifréttir og að vera óvinir bandarísku þjóðarinnar, virtist orðlaus eftir þessa ákúru félaga síns. „Ég veit ekki hvað segja skal,“ svaraði Wallace á endanum.Í myndbandinu hér fyrir neðan má heyra reiðilestur Smith og viðbrögð Wallace.Shep Smith: "The deception, Chris, is mind-boggling...why are we getting told all these lies?"Chris Wallace: "I don't know what to say" pic.twitter.com/DQKOAC8a2o— Leanne Naramore (@LeanneNaramore) July 14, 2017
Donald Trump Tengdar fréttir Segist ekki hafa sagt pabba sínum Donald Trump yngri, sonur Bandaríkjaforseta, segist ekki hafa sagt föður sínum frá fundi sem hann átti með rússneskum lögfræðingi sem taldi sig geta aðstoðað við að sigra í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í fyrra. 12. júlí 2017 06:50 Fyrrverandi njósnari Sovétríkjanna var einnig á fundi Trump yngri Maðurinn er grunaður um að tengjast enn leyniþjónustum austan hafs. 14. júlí 2017 12:32 Staða Trump yngri grafalvarleg eftir uppljóstranir um tengsl við Rússland Þingmenn í rannsóknarnefndum Bandaríkjaþings á tengslum framboðs Donald Trump við rússnesk stjórnvöld, segja málið orðið mun alvarlegra en áður, eftir að upplýst var um tölvusamskipti sonar forsetans sem staðfesta tengsl hans við Rússa. 12. júlí 2017 20:00 Trump segir soninn opinn og saklausan Bandaríkjaforseti segir son sinn verða fyrir barðinu á nornaveiðum. Trump yngri sagði föður sínum ekki frá fundi sem er sagður hluti af stuðningi Rússlandsstjórnar við framboð föður hans. 13. júlí 2017 06:00 Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Fleiri fréttir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Sjá meira
Segist ekki hafa sagt pabba sínum Donald Trump yngri, sonur Bandaríkjaforseta, segist ekki hafa sagt föður sínum frá fundi sem hann átti með rússneskum lögfræðingi sem taldi sig geta aðstoðað við að sigra í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í fyrra. 12. júlí 2017 06:50
Fyrrverandi njósnari Sovétríkjanna var einnig á fundi Trump yngri Maðurinn er grunaður um að tengjast enn leyniþjónustum austan hafs. 14. júlí 2017 12:32
Staða Trump yngri grafalvarleg eftir uppljóstranir um tengsl við Rússland Þingmenn í rannsóknarnefndum Bandaríkjaþings á tengslum framboðs Donald Trump við rússnesk stjórnvöld, segja málið orðið mun alvarlegra en áður, eftir að upplýst var um tölvusamskipti sonar forsetans sem staðfesta tengsl hans við Rússa. 12. júlí 2017 20:00
Trump segir soninn opinn og saklausan Bandaríkjaforseti segir son sinn verða fyrir barðinu á nornaveiðum. Trump yngri sagði föður sínum ekki frá fundi sem er sagður hluti af stuðningi Rússlandsstjórnar við framboð föður hans. 13. júlí 2017 06:00