Samgönguráðherra telur nauðsynlegt að auka frjálsræði í leigubílaakstri Heimir Már Pétursson skrifar 14. júlí 2017 19:41 Formaður Frama, félags leigubílstjóra leggst gegn áformum samgönguráðherra um að gefa út eitt hundrað ný leyfi fyrir leigubíla og segir enga þörf á fjölgun leigubíla. Samgönguráðherra segir hins vegar að fjölga þurfi leyfunum vegna álags og segir að frekara frjálsræði í leigubílaakstri hljóti að verða skoðað í framtíðinni. Í dag eru 589 leigubílaleyfi í umferð á Íslandi. Í drögum að reglugerð Jóns Gunnarssonar samgönguráðherra er gert ráð fyrir að þeim verði fjölgað um 90 á höfuðborgarsvæðinu og Reykjanesi og um tíu samanlagt á Akureyri og í Árborg. „Það er alveg ljóst að þjónustan hefur á ákveðnum álagstímum sérstaklega um helgar verið óásættanleg í miðborginni. Leyfum hefur ekki verið fjölgað á undanförnum árum til dæmis í neinu samræmi við til dæmis aukningu á ferðamannastraumi og öðru,“ segir Jón. En leyfum hafi nánast ekkert fjölgað frá því reglugerð var breytt árið 2003. Nú sé verið að skoða breytt umhverfi í þessum efnum. „Og í mínum huga munum við þurfa einhvern veginn að opna þetta kerfi meira en verið hefur. Við þurfum að vera í samræmi við þróun samfélagsins í þeim efnum,“ segir samgönguráðherra. Þótt hér séu ríkar kröfur gerðar til þeirra sem stundi leigubílaakstur vill ráðherrann skoða ferkari breytingar í frjálsræðisátt þótt Uber sé kannski ekki í myndinni í bráð. „Hvaða fyrirkomulag sem það verður held ég að það sé óumflyjanlegt hjá okkur að við munum sjá breytingar á þessu umhverfi. Það er slæmt að þróunin sé að gerast með þeim hætti að það séu hér einhverjar fésbókarsíður sem eru farnar að sinna þessu hlutverki. Við þurfum að ná utan um það með einhverjum lagaramma þannig að hér sé þá verið að fylgja þeim grundvallarreglum sem við setjum,“ segir Jón. Ástgeir Þorsteinsson formaður Frama félags leigubílstjóra segir enga þörf á fjölgun leyfa. Bílstjórar bíði í allt að 45 mínútur eftir næsta verkefni. Hann vill ekki meina að leigubílar á Íslandi séu dýrir og því hafi eftirspurn eftir þeim ekki vaxið með auknum fólksfjölda og ferðamannastraumi. „Nei, bílar eru náttúrlega ekki ódýrir hérna í fyrsta lagi. Eldsneyti er alls ekki ódýrt. Bara sem dæmi þá er leigubílstjóri að borga einhvers staðar í kringum 350 hundruð til 400 þúsund krónur á ári í tryggingar af bíl. Það er kostnaður, það er fullt af kostnaði sem fylgir þessu,“ segir Ástgeir Þorsteinsson. Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Sjá meira
Formaður Frama, félags leigubílstjóra leggst gegn áformum samgönguráðherra um að gefa út eitt hundrað ný leyfi fyrir leigubíla og segir enga þörf á fjölgun leigubíla. Samgönguráðherra segir hins vegar að fjölga þurfi leyfunum vegna álags og segir að frekara frjálsræði í leigubílaakstri hljóti að verða skoðað í framtíðinni. Í dag eru 589 leigubílaleyfi í umferð á Íslandi. Í drögum að reglugerð Jóns Gunnarssonar samgönguráðherra er gert ráð fyrir að þeim verði fjölgað um 90 á höfuðborgarsvæðinu og Reykjanesi og um tíu samanlagt á Akureyri og í Árborg. „Það er alveg ljóst að þjónustan hefur á ákveðnum álagstímum sérstaklega um helgar verið óásættanleg í miðborginni. Leyfum hefur ekki verið fjölgað á undanförnum árum til dæmis í neinu samræmi við til dæmis aukningu á ferðamannastraumi og öðru,“ segir Jón. En leyfum hafi nánast ekkert fjölgað frá því reglugerð var breytt árið 2003. Nú sé verið að skoða breytt umhverfi í þessum efnum. „Og í mínum huga munum við þurfa einhvern veginn að opna þetta kerfi meira en verið hefur. Við þurfum að vera í samræmi við þróun samfélagsins í þeim efnum,“ segir samgönguráðherra. Þótt hér séu ríkar kröfur gerðar til þeirra sem stundi leigubílaakstur vill ráðherrann skoða ferkari breytingar í frjálsræðisátt þótt Uber sé kannski ekki í myndinni í bráð. „Hvaða fyrirkomulag sem það verður held ég að það sé óumflyjanlegt hjá okkur að við munum sjá breytingar á þessu umhverfi. Það er slæmt að þróunin sé að gerast með þeim hætti að það séu hér einhverjar fésbókarsíður sem eru farnar að sinna þessu hlutverki. Við þurfum að ná utan um það með einhverjum lagaramma þannig að hér sé þá verið að fylgja þeim grundvallarreglum sem við setjum,“ segir Jón. Ástgeir Þorsteinsson formaður Frama félags leigubílstjóra segir enga þörf á fjölgun leyfa. Bílstjórar bíði í allt að 45 mínútur eftir næsta verkefni. Hann vill ekki meina að leigubílar á Íslandi séu dýrir og því hafi eftirspurn eftir þeim ekki vaxið með auknum fólksfjölda og ferðamannastraumi. „Nei, bílar eru náttúrlega ekki ódýrir hérna í fyrsta lagi. Eldsneyti er alls ekki ódýrt. Bara sem dæmi þá er leigubílstjóri að borga einhvers staðar í kringum 350 hundruð til 400 þúsund krónur á ári í tryggingar af bíl. Það er kostnaður, það er fullt af kostnaði sem fylgir þessu,“ segir Ástgeir Þorsteinsson.
Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Sjá meira