Franskir rennilásar, regnkápur, dúnúlpur, flísvesti, hettupeysur, mittistöskur, sokkar og sandalar. Þetta er það sem er í tísku í dag.
Stóru tískuhúsin á borð við Balenciaga, Vetements og Prada hafa öll átt sinn þátt í því að koma útivistarfatnaði á tískupallinn. Sömu sögu er að segja um gamalgróin íslensk útivistarmerki eins og Ellingsen og 66°Norður sem hafa verið sem hafa verið að koma sér fyrir á tískuradarnum undanfarið og unnið að því að sameina hágæða útivistarfatnað og götustíl með góðum árangri.
Þessi stíll er tilvalinn fyrir íslenska sumarið eins og það er búið að vera hingað til!



