Svalirnar urðu að tveggja hæða palli Brynhildur Björnsdóttir skrifar 12. júlí 2017 14:15 Margrét Tryggvadóttir rithöfundur nýtur lífsins í blíðunni á tveggja hæða pallinum sínum. Vísir/Vilhelm Margrét Tryggvadóttir rithöfundur þráði að geta gengið út í garðinn sinn af svölunum. Þegar loksins var gengið í verkið urðu svalirnar að tveggja hæða palli. Margrét flutti í Reynihvamm í suðurhlíðum Kópavogs fyrir rúmlega tuttugu árum, þá nýbyrjuð að búa. Örlítil stækkun á svölunum endaði sem pallur á tveimur hæðum þar sem hægt er að grilla allan ársins hring.Vísir/Vilhelm„Þetta er elsti hluti bæjarins, mjög gróinn og alltaf gott veður. Ég man þegar ég flutti hingað fyrst þá fannst mér ég vera komin til Danmerkur. Hér hafði öspum verið plantað og þær orðnar risastórar. Þær hafa nú margar verið höggnar núna þó það sé nóg eftir en ég gleymi aldrei lyktinni sem var hér og tilfinningunni fyrir því að búa inni í skógi. Við bjuggum á neðri hæð sem var gengið inn í úr garðinum svo við vorum með opið út frá apríl og fram í október og garðurinn varð eiginlega hluti af íbúðinni. Í þessu hverfi eru húsin frekar lítil en garðarnir risastórir enda ræktaði fólk sér til matar hér á árum áður og gerir enn, nágrannarnir eru með hænsni og skemmtileg sveitastemming. Og okkur fannst æðislegt að geta gengið beint út í garð,“ segir Margrét.Flest það sem grær er velkomið á pallinn, hvort sem það er fært í pott eða sáir sér sjálft.Vísir/VilhelmFjölskyldan stækkaði við sig í sömu götu árið 2001 en þar fylgdi böggull skammrifi. „Það voru einar litlar svalir á efri hæðinni og svo þurfti að ganga hring í kringum húsið til að komast í garðinn. Við söknuðum þess mikið að komast ekki fyrirhafnarlaust út í garð.“ Því var ákveðið að setja stiga fram af svölunum og niður í garðinn en af ýmsum ástæðum dróst verkið þannig að þegar loks var hægt að hefjast handa hafði hugmyndin tekið ýmsum breytingum. „Það sem átti að verða örlítil stækkun á svölunum varð að stórum palli og stiga niður og svo árið eftir var komið að því að endurnýja hellur sem voru í garðinum undir svölunum og við ákváðum að setja bara pall þar líka. Þannig að núna er ég með pall á tveimur hæðum,“ segir Margrét alsæl og bætir við að þar sé alltaf skjól. Ruggubekkurinn þar sem hægt er að týnast í bók eða spjalli.Vísir/Vilhelm„Það getur alveg blásið inn á hann og fennir stundum en oftast er ótrúlegt skjól og við grillum hér allt árið.“ Margrét segir að húsgögnin á pallinum séu samansafn héðan og þaðan þó uppistaðan sé garðhúsgögn sem eiginmaður Margrétar, Jóhann Hansen, fékk í þrítugsafmælisgjöf fyrir sautján árum. Tengdafaðir Margrétar sér svo um að prýða pallinn blómum en annars er stefnan að leyfa því að vaxa óáreitt sem ákveður að sá sér í potta og kirnur. Útsýnið af efri pallinum minnir á skógi vaxnar borgir í fjarlægum löndum.Vísir/VilhelmFyrir nokkrum árum var settur heitur pottur á neðri pallinn og svo náttúrlega róla. „Þetta er bekkur sem maðurinn minn smíðaði og hægt er að rugga sér í. Það er skyggni yfir og mikið skjól og dásamlegt að sitja þar og lesa eða spjalla.“Margrét flutti í Reynihvamm í suðurhlíðum Kópavogs fyrir rúmlega tuttugu árum.Vísir/Vilhelm Birtist í Fréttablaðinu Hús og heimili Mest lesið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Fleiri fréttir Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Sjá meira
Margrét Tryggvadóttir rithöfundur þráði að geta gengið út í garðinn sinn af svölunum. Þegar loksins var gengið í verkið urðu svalirnar að tveggja hæða palli. Margrét flutti í Reynihvamm í suðurhlíðum Kópavogs fyrir rúmlega tuttugu árum, þá nýbyrjuð að búa. Örlítil stækkun á svölunum endaði sem pallur á tveimur hæðum þar sem hægt er að grilla allan ársins hring.Vísir/Vilhelm„Þetta er elsti hluti bæjarins, mjög gróinn og alltaf gott veður. Ég man þegar ég flutti hingað fyrst þá fannst mér ég vera komin til Danmerkur. Hér hafði öspum verið plantað og þær orðnar risastórar. Þær hafa nú margar verið höggnar núna þó það sé nóg eftir en ég gleymi aldrei lyktinni sem var hér og tilfinningunni fyrir því að búa inni í skógi. Við bjuggum á neðri hæð sem var gengið inn í úr garðinum svo við vorum með opið út frá apríl og fram í október og garðurinn varð eiginlega hluti af íbúðinni. Í þessu hverfi eru húsin frekar lítil en garðarnir risastórir enda ræktaði fólk sér til matar hér á árum áður og gerir enn, nágrannarnir eru með hænsni og skemmtileg sveitastemming. Og okkur fannst æðislegt að geta gengið beint út í garð,“ segir Margrét.Flest það sem grær er velkomið á pallinn, hvort sem það er fært í pott eða sáir sér sjálft.Vísir/VilhelmFjölskyldan stækkaði við sig í sömu götu árið 2001 en þar fylgdi böggull skammrifi. „Það voru einar litlar svalir á efri hæðinni og svo þurfti að ganga hring í kringum húsið til að komast í garðinn. Við söknuðum þess mikið að komast ekki fyrirhafnarlaust út í garð.“ Því var ákveðið að setja stiga fram af svölunum og niður í garðinn en af ýmsum ástæðum dróst verkið þannig að þegar loks var hægt að hefjast handa hafði hugmyndin tekið ýmsum breytingum. „Það sem átti að verða örlítil stækkun á svölunum varð að stórum palli og stiga niður og svo árið eftir var komið að því að endurnýja hellur sem voru í garðinum undir svölunum og við ákváðum að setja bara pall þar líka. Þannig að núna er ég með pall á tveimur hæðum,“ segir Margrét alsæl og bætir við að þar sé alltaf skjól. Ruggubekkurinn þar sem hægt er að týnast í bók eða spjalli.Vísir/Vilhelm„Það getur alveg blásið inn á hann og fennir stundum en oftast er ótrúlegt skjól og við grillum hér allt árið.“ Margrét segir að húsgögnin á pallinum séu samansafn héðan og þaðan þó uppistaðan sé garðhúsgögn sem eiginmaður Margrétar, Jóhann Hansen, fékk í þrítugsafmælisgjöf fyrir sautján árum. Tengdafaðir Margrétar sér svo um að prýða pallinn blómum en annars er stefnan að leyfa því að vaxa óáreitt sem ákveður að sá sér í potta og kirnur. Útsýnið af efri pallinum minnir á skógi vaxnar borgir í fjarlægum löndum.Vísir/VilhelmFyrir nokkrum árum var settur heitur pottur á neðri pallinn og svo náttúrlega róla. „Þetta er bekkur sem maðurinn minn smíðaði og hægt er að rugga sér í. Það er skyggni yfir og mikið skjól og dásamlegt að sitja þar og lesa eða spjalla.“Margrét flutti í Reynihvamm í suðurhlíðum Kópavogs fyrir rúmlega tuttugu árum.Vísir/Vilhelm
Birtist í Fréttablaðinu Hús og heimili Mest lesið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Fleiri fréttir Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Sjá meira