Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins Björgvin Guðmundsson skrifar 12. júlí 2017 07:00 Almannatryggingar voru stofnaðar 1946. Ríkisstjórn Alþýðuflokksins, Sjálfstæðisflokksins og Sósíalistaflokksins, svo kölluð nýsköpunarstjórn, kom tryggingunum á fót. Forsætisráðherra var Ólafur Thors, formaður Sjálfstæðisflokksins. Hann lýsti því þá yfir, að almannatryggingarnar ættu að vera fyrir alla, án tillits til stéttar eða efnahags. Og hann sagði, að almannatryggingarnar ættu að vera í fremstu röð slíkra trygginga í Vestur-Evrópu. Þetta voru skýr og ákveðin markmið. Almannatryggingarnar áttu því ekki að vera nein fátækraframfærsla. Þær áttu að vera fyrir alla. Almannatryggingarnar voru fyrsta stoð velferðar- og lífeyriskerfis á Íslandi. En ýmsir stjórnmálamenn á Íslandi hafa viljað breyta þessu. Þeir hafa viljað breyta almannatryggingum í einhvers konar fátækraframfærslu og eftir að lífeyrissjóðirnir efldust tala þeir um að lífeyrissjóðirnir eigi að vera fyrsta stoð lífeyriskerfisins og almannatryggingar önnur stoðin. Einn þeirra, sem talar á þessum nótum, er félagsmálaráðherra Viðreisnar, Þorsteinn Víglundsson. En það hefur ekki verið samþykkt á Alþingi, að lífeyrissjóðirnir eigi að vera fyrsta stoð lífeyriskerfisins. Upphaflegt markmið almannatrygginga er enn í fullu gildi. Almannatryggingar eiga að vera fyrir alla. Þeir, sem eru eldri borgarar í dag, byrjuðu að greiða til almannatrygginga 16 ára gamlir. Þá var lagt á sérstakt tryggingagjald, sem rann til almannatrygginga. Síðan greiddu þeir einnig til almannatrygginga gegnum skattakerfið. Þeir, sem greitt hafa til almannatrygginga alla sína starfsævi, eiga það inni að fá greitt úr almannatryggingum, þegar þeir fara á eftirlaun. En stjórnvöld felldu niður grunnlífeyrinn um síðustu áramót og strikuðu þar með 4.500 manns út úr almannatryggingum. Hvers vegna vilja misvitrir stjórnmálamenn, að lífeyrissjóðirnir verði fyrsta stoð lífeyriskerfisins en ekki almannatryggingar? Það er vegna þess, að þeir vilja láta eldri borgara greiða sinn lífeyri sjálfa. Tölfræði sýnir, að nú þegar er það svo, að eldri borgarar á Íslandi greiða meiri hluta lífeyris síns sjálfir gegnum lífeyrissjóðina og mun stærri hluta en gerist annars staðar á Norðurlöndunum. Samt leggur ríkið á Íslandi miklu minna til almannatrygginga en önnur norræn ríki gera. Og tekjutengingar eru miklu meiri í tryggingakerfinu hér en gerist annars staðar á Norðurlöndunum. En hægri mönnum hér finnst ekki nóg að gert í þessu efni. Þeir vilja að eldri borgarar sjálfir greiði allan pakkann. Stórfelld skerðing á tryggingalífeyri þeirra eldri borgara, sem fá greiðslur úr lífeyrissjóði, er liður í því að koma allri eftirlaunabyrðinni yfir á eldri borgara sjálfa. Þegar lífeyrissjóðirnir voru stofnaðir var gert ráð fyrir því, að þeir yrðu viðbót við almannatryggingar. Það var ekki inni í myndinni, að þeir myndu valda skerðingu tryggingalífeyris. Það var óskráð samkomulag stjórnvalda og lífeyrissjóða að lífeyrissjóðirnir yrðu viðbót við almannatryggingar. Stjórnvöld hafa svikið þetta samkomulag með því að seilast bakdyramegin í lífeyrissjóðina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Almannatryggingar voru stofnaðar 1946. Ríkisstjórn Alþýðuflokksins, Sjálfstæðisflokksins og Sósíalistaflokksins, svo kölluð nýsköpunarstjórn, kom tryggingunum á fót. Forsætisráðherra var Ólafur Thors, formaður Sjálfstæðisflokksins. Hann lýsti því þá yfir, að almannatryggingarnar ættu að vera fyrir alla, án tillits til stéttar eða efnahags. Og hann sagði, að almannatryggingarnar ættu að vera í fremstu röð slíkra trygginga í Vestur-Evrópu. Þetta voru skýr og ákveðin markmið. Almannatryggingarnar áttu því ekki að vera nein fátækraframfærsla. Þær áttu að vera fyrir alla. Almannatryggingarnar voru fyrsta stoð velferðar- og lífeyriskerfis á Íslandi. En ýmsir stjórnmálamenn á Íslandi hafa viljað breyta þessu. Þeir hafa viljað breyta almannatryggingum í einhvers konar fátækraframfærslu og eftir að lífeyrissjóðirnir efldust tala þeir um að lífeyrissjóðirnir eigi að vera fyrsta stoð lífeyriskerfisins og almannatryggingar önnur stoðin. Einn þeirra, sem talar á þessum nótum, er félagsmálaráðherra Viðreisnar, Þorsteinn Víglundsson. En það hefur ekki verið samþykkt á Alþingi, að lífeyrissjóðirnir eigi að vera fyrsta stoð lífeyriskerfisins. Upphaflegt markmið almannatrygginga er enn í fullu gildi. Almannatryggingar eiga að vera fyrir alla. Þeir, sem eru eldri borgarar í dag, byrjuðu að greiða til almannatrygginga 16 ára gamlir. Þá var lagt á sérstakt tryggingagjald, sem rann til almannatrygginga. Síðan greiddu þeir einnig til almannatrygginga gegnum skattakerfið. Þeir, sem greitt hafa til almannatrygginga alla sína starfsævi, eiga það inni að fá greitt úr almannatryggingum, þegar þeir fara á eftirlaun. En stjórnvöld felldu niður grunnlífeyrinn um síðustu áramót og strikuðu þar með 4.500 manns út úr almannatryggingum. Hvers vegna vilja misvitrir stjórnmálamenn, að lífeyrissjóðirnir verði fyrsta stoð lífeyriskerfisins en ekki almannatryggingar? Það er vegna þess, að þeir vilja láta eldri borgara greiða sinn lífeyri sjálfa. Tölfræði sýnir, að nú þegar er það svo, að eldri borgarar á Íslandi greiða meiri hluta lífeyris síns sjálfir gegnum lífeyrissjóðina og mun stærri hluta en gerist annars staðar á Norðurlöndunum. Samt leggur ríkið á Íslandi miklu minna til almannatrygginga en önnur norræn ríki gera. Og tekjutengingar eru miklu meiri í tryggingakerfinu hér en gerist annars staðar á Norðurlöndunum. En hægri mönnum hér finnst ekki nóg að gert í þessu efni. Þeir vilja að eldri borgarar sjálfir greiði allan pakkann. Stórfelld skerðing á tryggingalífeyri þeirra eldri borgara, sem fá greiðslur úr lífeyrissjóði, er liður í því að koma allri eftirlaunabyrðinni yfir á eldri borgara sjálfa. Þegar lífeyrissjóðirnir voru stofnaðir var gert ráð fyrir því, að þeir yrðu viðbót við almannatryggingar. Það var ekki inni í myndinni, að þeir myndu valda skerðingu tryggingalífeyris. Það var óskráð samkomulag stjórnvalda og lífeyrissjóða að lífeyrissjóðirnir yrðu viðbót við almannatryggingar. Stjórnvöld hafa svikið þetta samkomulag með því að seilast bakdyramegin í lífeyrissjóðina.
Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun