„Ég elska það“: Trump yngri birtir tölvupóstana Samúel Karl Ólason skrifar 11. júlí 2017 16:30 Feðgarnir Donald Trump og Donald Trump. Vísir/AFP Donald Trump yngri hefur birt tölvupósta sem hann fékk frá hinum breska Rob Goldstone í aðdraganda fundar hans, Jared Kushner og Paul Manafort með rússneskum lögmanni sem sögð er tengjast yfirvöldum í Rússlandi í fyrra. Í póstunum segir berum orðum að fundurinn sé til að koma upplýsingum í þeirra hendur sem gætu skaðað framboð Hillary Clinton og að það sé liður í aðgerðum stjórnvalda Rússlands til að styðja framboð Trump. Einnig segir í póstunum að lögmaðurinn sem fundaði með Trump, Kushner og Manafort væri á vegum ríkisins. Natalia Veselnitskaya þvertekur fyrir að tengjast yfirvöldum Rússlands.New York Times ræddi við Trump yngri í dag og báðu hann um að tjá sig um tölvupóstana sem fjölmiðillinn ætlaði að birta. Í stað þess að tjá sig birti Trump póstana sjálfur með tilkynningu. Þar stóð að hann vildi birta póstana til að tryggja „gagnsæi“.Liður í áætlun ríkisstjórnarinnar Þar segir hann að Rob Goldstone hafi vísað til Emin og föður hans Aras Agalarov, en þeir eru gamlir viðskiptafélagar Donald Trump. Goldstone segir í póstunum að ríkissaksóknari Rússland hafi sagt Aras Agalarov að hann gæti útvegað framboði Trump opinber skjöl og gögn sem myndu koma verulega niður á Hillary Clinton og reynast Donald Trump vel. Ríkissaksóknari Rússlands heitir Yury Yakovlevich og var skipaður af Vladimir Putin, forseta Rússlands. Samkvæmt New York Times er vitað til þess að hann og Veselnitskaya þekkist vel. Enn fremur sagði Goldstone að um væri að ræða lið í áætlun ríkisstjórnar Rússlands að styðja við bakið á Trump og að Emin og Aras ætluðu að hjálpa til. Trump sagði að ef þetta reyndist satt, elskaði hann það. Yfirlýsingu Trump og póstana má sjá hér.Here's my statement and the full email chain pic.twitter.com/x050r5n5LQ— Donald Trump Jr. (@DonaldJTrumpJr) July 11, 2017 Here is page 4 (which did not post due to space constraints). pic.twitter.com/z1Xi4nr2gq— Donald Trump Jr. (@DonaldJTrumpJr) July 11, 2017 Goldstone sagði New York Times í gær að hann Veselnitskaya hefði sjálf haft samband við Emin Agalarov og hann hefði beðið sig um að ræða við Trump fjölskylduna. Þá sagðist Goldstone ekki vita til þess að ríkisstjórn Rússlands hefði komið að málinu. Hann skrifar þó í póstunum að umræddar upplýsingar komi frá ríkisstjórninni. Donald Trump eldri birtist í tónlistarmyndbandi Emin Agalarov sem birt var árið 2013. Lagið tengdist Miss Universe keppninni sem þá var haldin í Moskvu. Trump birtist í lok myndbandsins.Frásögn Trump yngri af fundinum og aðdraganda hans hefur breyst nokkrum sinnum á síðustu dögum. AP fréttaveitan bendir á að á laugardaginn hafi hann sagt að fundurinn hefði eingöngu snúið að ættleiðingum. Degi seinna viðurkenndi hann að honum hefði verið sagt að Veselnitskaya byggi yfir skaðlegum upplýsingum varðandi Clinton. Hann hefur einnig sagt að þegar fundurinn hófst hafi fljótt komið í ljós að hún hafi ekki búið yfir neinum upplýsingum um Clinton. Donald Trump Tengdar fréttir Rússnesk stjórnvöld hafi ætlað að hjálpa Trump Bandaríska stórblaðið New York Times fullyrðir í frétt í dag að Donald Trump yngri, syni Bandaríkjaforseta, hafi verið sagt að upplýsingar sem rússneskur lögmaður bauð honum, væru hluti af skipulegum aðgerðum rússneskra stjórnvalda sem áttu að hjálpa föður hans að sigra forsetakosningarnar í fyrra. 11. júlí 2017 06:37 Trump yngri í vörn vegna fundarins með rússneska lögfræðingnum Donald Trump yngri, sonur Donald Trump Bandaríkjaforseta, heldur áfram að svara fyrir sig í kjölfar fregna af fundi hans með rússneska lögfræðingnum Nataliu Veselnitskaya. 10. júlí 2017 17:50 Var lofað skaðlegum upplýsingum um Clinton Donald Trump yngri lofað skaðlegum upplýsingum um Hillary Clinton á fundi sínum með rússneskum lögfræðing. 9. júlí 2017 23:14 Donald Trump yngri hitti rússneskan lögfræðing fyrir kosningarnar Í ljós hefur komið að sonur Bandaríkjaforseta hitti fyrir rússneskan lögfræðing á síðasta ári. 9. júlí 2017 18:46 Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Innlent Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Fleiri fréttir Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Sjá meira
Donald Trump yngri hefur birt tölvupósta sem hann fékk frá hinum breska Rob Goldstone í aðdraganda fundar hans, Jared Kushner og Paul Manafort með rússneskum lögmanni sem sögð er tengjast yfirvöldum í Rússlandi í fyrra. Í póstunum segir berum orðum að fundurinn sé til að koma upplýsingum í þeirra hendur sem gætu skaðað framboð Hillary Clinton og að það sé liður í aðgerðum stjórnvalda Rússlands til að styðja framboð Trump. Einnig segir í póstunum að lögmaðurinn sem fundaði með Trump, Kushner og Manafort væri á vegum ríkisins. Natalia Veselnitskaya þvertekur fyrir að tengjast yfirvöldum Rússlands.New York Times ræddi við Trump yngri í dag og báðu hann um að tjá sig um tölvupóstana sem fjölmiðillinn ætlaði að birta. Í stað þess að tjá sig birti Trump póstana sjálfur með tilkynningu. Þar stóð að hann vildi birta póstana til að tryggja „gagnsæi“.Liður í áætlun ríkisstjórnarinnar Þar segir hann að Rob Goldstone hafi vísað til Emin og föður hans Aras Agalarov, en þeir eru gamlir viðskiptafélagar Donald Trump. Goldstone segir í póstunum að ríkissaksóknari Rússland hafi sagt Aras Agalarov að hann gæti útvegað framboði Trump opinber skjöl og gögn sem myndu koma verulega niður á Hillary Clinton og reynast Donald Trump vel. Ríkissaksóknari Rússlands heitir Yury Yakovlevich og var skipaður af Vladimir Putin, forseta Rússlands. Samkvæmt New York Times er vitað til þess að hann og Veselnitskaya þekkist vel. Enn fremur sagði Goldstone að um væri að ræða lið í áætlun ríkisstjórnar Rússlands að styðja við bakið á Trump og að Emin og Aras ætluðu að hjálpa til. Trump sagði að ef þetta reyndist satt, elskaði hann það. Yfirlýsingu Trump og póstana má sjá hér.Here's my statement and the full email chain pic.twitter.com/x050r5n5LQ— Donald Trump Jr. (@DonaldJTrumpJr) July 11, 2017 Here is page 4 (which did not post due to space constraints). pic.twitter.com/z1Xi4nr2gq— Donald Trump Jr. (@DonaldJTrumpJr) July 11, 2017 Goldstone sagði New York Times í gær að hann Veselnitskaya hefði sjálf haft samband við Emin Agalarov og hann hefði beðið sig um að ræða við Trump fjölskylduna. Þá sagðist Goldstone ekki vita til þess að ríkisstjórn Rússlands hefði komið að málinu. Hann skrifar þó í póstunum að umræddar upplýsingar komi frá ríkisstjórninni. Donald Trump eldri birtist í tónlistarmyndbandi Emin Agalarov sem birt var árið 2013. Lagið tengdist Miss Universe keppninni sem þá var haldin í Moskvu. Trump birtist í lok myndbandsins.Frásögn Trump yngri af fundinum og aðdraganda hans hefur breyst nokkrum sinnum á síðustu dögum. AP fréttaveitan bendir á að á laugardaginn hafi hann sagt að fundurinn hefði eingöngu snúið að ættleiðingum. Degi seinna viðurkenndi hann að honum hefði verið sagt að Veselnitskaya byggi yfir skaðlegum upplýsingum varðandi Clinton. Hann hefur einnig sagt að þegar fundurinn hófst hafi fljótt komið í ljós að hún hafi ekki búið yfir neinum upplýsingum um Clinton.
Donald Trump Tengdar fréttir Rússnesk stjórnvöld hafi ætlað að hjálpa Trump Bandaríska stórblaðið New York Times fullyrðir í frétt í dag að Donald Trump yngri, syni Bandaríkjaforseta, hafi verið sagt að upplýsingar sem rússneskur lögmaður bauð honum, væru hluti af skipulegum aðgerðum rússneskra stjórnvalda sem áttu að hjálpa föður hans að sigra forsetakosningarnar í fyrra. 11. júlí 2017 06:37 Trump yngri í vörn vegna fundarins með rússneska lögfræðingnum Donald Trump yngri, sonur Donald Trump Bandaríkjaforseta, heldur áfram að svara fyrir sig í kjölfar fregna af fundi hans með rússneska lögfræðingnum Nataliu Veselnitskaya. 10. júlí 2017 17:50 Var lofað skaðlegum upplýsingum um Clinton Donald Trump yngri lofað skaðlegum upplýsingum um Hillary Clinton á fundi sínum með rússneskum lögfræðing. 9. júlí 2017 23:14 Donald Trump yngri hitti rússneskan lögfræðing fyrir kosningarnar Í ljós hefur komið að sonur Bandaríkjaforseta hitti fyrir rússneskan lögfræðing á síðasta ári. 9. júlí 2017 18:46 Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Innlent Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Fleiri fréttir Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Sjá meira
Rússnesk stjórnvöld hafi ætlað að hjálpa Trump Bandaríska stórblaðið New York Times fullyrðir í frétt í dag að Donald Trump yngri, syni Bandaríkjaforseta, hafi verið sagt að upplýsingar sem rússneskur lögmaður bauð honum, væru hluti af skipulegum aðgerðum rússneskra stjórnvalda sem áttu að hjálpa föður hans að sigra forsetakosningarnar í fyrra. 11. júlí 2017 06:37
Trump yngri í vörn vegna fundarins með rússneska lögfræðingnum Donald Trump yngri, sonur Donald Trump Bandaríkjaforseta, heldur áfram að svara fyrir sig í kjölfar fregna af fundi hans með rússneska lögfræðingnum Nataliu Veselnitskaya. 10. júlí 2017 17:50
Var lofað skaðlegum upplýsingum um Clinton Donald Trump yngri lofað skaðlegum upplýsingum um Hillary Clinton á fundi sínum með rússneskum lögfræðing. 9. júlí 2017 23:14
Donald Trump yngri hitti rússneskan lögfræðing fyrir kosningarnar Í ljós hefur komið að sonur Bandaríkjaforseta hitti fyrir rússneskan lögfræðing á síðasta ári. 9. júlí 2017 18:46