Ólafur telur sárindi frá formannskjöri hafa áhrif Heimir Már Pétursson skrifar 11. júlí 2017 13:09 Ólafur Arnarson sem sagði af sér formennsku í Neytendasamtökunum í gær ber ugg í brjósti varðandi framtíð samtakanna í höndum þeirra sem eftir sitja í stjórn þeirra og unnu gegn honum. Erjurnar megi að hluta til rekja til sárinda sem urðu þegar hann bauð sig fram á síðustu stundu og náði kjöri í embætti formanns á síðasta ári. Ólafur Arnarson hafði gengt embætti formanns í Neytendasamtökunum í níu mánuði þegar hann sagði af sér í gær eftir harðvítugar deilur við aðra í stjórn samtakanna. Kjörtímabil Ólafs og stjórnarfólks er tvö ár en Stefán Hrafn Jónsson varaformaður sagði í fréttum okkar um helgina að boðað verði til félagsfundar í samtökunum í næsta mánuði til að fara yfir stöðuna. Ólafur hefur mótmælt þeirri fullyrðingu annarra stjórnarmanna að hann beri ábyrgð á útgjaldaaukningu umfram tekjur án umboðs og vitneskju stjórnarinnar. Vandi Neytendasamtakanna sé að tekjur þeirra hafi dregist saman meðal annars vegna stöðugt minni framlaga frá ríkinu. En þrír þjónustusamningar hafi verið á milli ríkisins og Neytendasamtakanna. Stærstur hafi verið samningur um annars vegar kvörtunarþjónustu og hins vegar leiðbeiningarþjónustu. „Árið 2001 var fjárhæð þessa samnings 7,2 milljónir á verðlagi þess árs. Það jafngildir um 1,5 milljónum á verðlagi ársins í ár. Í ár er verðmæti þessa samnings 3,7 milljónir. Eða eða rétt ríflega tuttugu prósent af því sem var fyrir sextán árum,“ segir Ólafur. Engar efnislegar forsendur séu fyrir þessari ótrúlegu rýrnun því ásókn almennings í þessa þjónustu hafi aukist í gegnum árin og launakostnaður hækkað.Framlög ríkisins hafa rýrnað mikið „Þannig að það er alveg ljóst að þessi samningur stendur engan veginn undir þeirri þjónustu sem ríkið er að kaupa. Þetta er auðvitað eitt af þeim vandamálum sem Neytendasamtökin sem Neytendasamtökin hafa staðið frammi fyrir. Þetta er meðal annars það sem ég er að tala um sem tekjuvanda. Þetta er ekki útgjaldavandi heldur tekjuvandi,“ segir Ólafur. Það þurfi að sækja fast á ríkið til að fá fram hækkanir á framlögum og það sé hans mat að hluti skýringarinnar sé að Neytendasamtökin hafi verið veik og ekki sótt þetta nógu hart. Ólafur bauð sig fram til formennsku í Neytendasamtökunum á síðustu stundu fyrir þing samtakanna í október í fyrra en þá höfðu nokkrir þegar tilkynnt um framboð sitt meðal annarra Teitur Atlason fyrrverandi varaformaður og Guðjón Sigurbjartsson og stuðningsmenn þeirra hafi endað í stjórn samtakanna. Ólafur er sannfærður um að átökin innan stjórnarinnar megi að hluta rekja til þess að hart var tekist á í formannskjörinu. „Ég bauð mig fram á síðustu stundu. Ég var ekki að leggja upp stuðningsmenn mína eða menn handgengna mér í stjórnina. En ég hafði ekki leitt hugann að því að þetta kynni að skipta einhverju máli,“ segir Ólafur. Enda eigi fólk sem beri hag neytenda fyrir brjósti að geta unnið saman burt séð frá úrslitum kosninga í stjórn. Í viðtali í Fréttablaðinu í dag segir Ólafur að hann væri ekki endilega hættur afskiptum að neytendamálum og útilokar ekki aðkomu að Neytendasamtökunum síðar. „Aldrei þó í einhverju samstarfi við þá stjórn þessa stjórn sem nú situr. Ég get ekki átt í samstarfi við fólk sem kemur fram af slíkum óheilindum. En mér þykir vænt um Neytendasamtökin og ég ber ugg í brjósti um framtíð Neytendasamtakanna. Sérstaklega í höndum þeirra sem nú stjórna þeim,“ segir Ólafur Arnarson. Neytendur Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Fleiri fréttir Særð álft syndir með Seltirningum í lauginni Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Sjá meira
Ólafur Arnarson sem sagði af sér formennsku í Neytendasamtökunum í gær ber ugg í brjósti varðandi framtíð samtakanna í höndum þeirra sem eftir sitja í stjórn þeirra og unnu gegn honum. Erjurnar megi að hluta til rekja til sárinda sem urðu þegar hann bauð sig fram á síðustu stundu og náði kjöri í embætti formanns á síðasta ári. Ólafur Arnarson hafði gengt embætti formanns í Neytendasamtökunum í níu mánuði þegar hann sagði af sér í gær eftir harðvítugar deilur við aðra í stjórn samtakanna. Kjörtímabil Ólafs og stjórnarfólks er tvö ár en Stefán Hrafn Jónsson varaformaður sagði í fréttum okkar um helgina að boðað verði til félagsfundar í samtökunum í næsta mánuði til að fara yfir stöðuna. Ólafur hefur mótmælt þeirri fullyrðingu annarra stjórnarmanna að hann beri ábyrgð á útgjaldaaukningu umfram tekjur án umboðs og vitneskju stjórnarinnar. Vandi Neytendasamtakanna sé að tekjur þeirra hafi dregist saman meðal annars vegna stöðugt minni framlaga frá ríkinu. En þrír þjónustusamningar hafi verið á milli ríkisins og Neytendasamtakanna. Stærstur hafi verið samningur um annars vegar kvörtunarþjónustu og hins vegar leiðbeiningarþjónustu. „Árið 2001 var fjárhæð þessa samnings 7,2 milljónir á verðlagi þess árs. Það jafngildir um 1,5 milljónum á verðlagi ársins í ár. Í ár er verðmæti þessa samnings 3,7 milljónir. Eða eða rétt ríflega tuttugu prósent af því sem var fyrir sextán árum,“ segir Ólafur. Engar efnislegar forsendur séu fyrir þessari ótrúlegu rýrnun því ásókn almennings í þessa þjónustu hafi aukist í gegnum árin og launakostnaður hækkað.Framlög ríkisins hafa rýrnað mikið „Þannig að það er alveg ljóst að þessi samningur stendur engan veginn undir þeirri þjónustu sem ríkið er að kaupa. Þetta er auðvitað eitt af þeim vandamálum sem Neytendasamtökin sem Neytendasamtökin hafa staðið frammi fyrir. Þetta er meðal annars það sem ég er að tala um sem tekjuvanda. Þetta er ekki útgjaldavandi heldur tekjuvandi,“ segir Ólafur. Það þurfi að sækja fast á ríkið til að fá fram hækkanir á framlögum og það sé hans mat að hluti skýringarinnar sé að Neytendasamtökin hafi verið veik og ekki sótt þetta nógu hart. Ólafur bauð sig fram til formennsku í Neytendasamtökunum á síðustu stundu fyrir þing samtakanna í október í fyrra en þá höfðu nokkrir þegar tilkynnt um framboð sitt meðal annarra Teitur Atlason fyrrverandi varaformaður og Guðjón Sigurbjartsson og stuðningsmenn þeirra hafi endað í stjórn samtakanna. Ólafur er sannfærður um að átökin innan stjórnarinnar megi að hluta rekja til þess að hart var tekist á í formannskjörinu. „Ég bauð mig fram á síðustu stundu. Ég var ekki að leggja upp stuðningsmenn mína eða menn handgengna mér í stjórnina. En ég hafði ekki leitt hugann að því að þetta kynni að skipta einhverju máli,“ segir Ólafur. Enda eigi fólk sem beri hag neytenda fyrir brjósti að geta unnið saman burt séð frá úrslitum kosninga í stjórn. Í viðtali í Fréttablaðinu í dag segir Ólafur að hann væri ekki endilega hættur afskiptum að neytendamálum og útilokar ekki aðkomu að Neytendasamtökunum síðar. „Aldrei þó í einhverju samstarfi við þá stjórn þessa stjórn sem nú situr. Ég get ekki átt í samstarfi við fólk sem kemur fram af slíkum óheilindum. En mér þykir vænt um Neytendasamtökin og ég ber ugg í brjósti um framtíð Neytendasamtakanna. Sérstaklega í höndum þeirra sem nú stjórna þeim,“ segir Ólafur Arnarson.
Neytendur Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Fleiri fréttir Særð álft syndir með Seltirningum í lauginni Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Sjá meira