Braust inn og skaut unglingspilt Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 11. júlí 2017 07:32 Drengurinn hét Brayden Dillon og hefði orðið sextán ára á morgun, 12.júlí. vísir/getty Yfirvöld í Ástralíu hafa gefið út ákæru á hendur 26 ára karlmanni sem grunaður er um að hafa banað 15 ára pilt á heimili hans í Sydney í apríl síðastliðnum. Maðurinn er sakaður um að hafa brotist inn á heimili fjölskyldu drengsins og skotið hann í höfuðið þar sem hann lá sofandi í svefnherbergi sínu. Breska ríkisútvarpið greinir frá.Braut upp útidyrahurðina Málið hefur vakið mikinn óhug í Ástralíu. Morðið átti sér stað í Sydney um kvöldmatarleyti á föstudaginn langa, 14. apríl, þegar árásarmaðurinn braut upp útidyrahurðina hússins og gekk inn. Hann hótaði móður piltsins en stjúpfaðir hans og ung systkini voru einnig heima þetta kvöld. Því næst gekk maðurinn inn í svefnherbergi drengsins og skaut hann af stuttu færi. Drengurinn var fluttur á sjúkrahús þar sem hann lést af áverkum sínum. Maðurinn komst undan en skömmu eftir árásina var lýst eftir honum í áströlskum fjölmiðlum. Þar var honum lýst sem meðalháum, grönnum manni á milli átján og tuttugu ára. Árásarmaðurinn var svo handtekinn í gær eftir að lögregla birti myndir sem náðust af bíl hans skammt frá vettvangi, en maðurinn er sagður hafa ekið um hverfið áður en hann lét til skarar skríða. Maðurinn verður leiddur fyrir dómara í dag. Pilturinn hefði orðið sextán ára á morgun, að því er segir á vef BBC. Lögreglan í Sydney birti eftirfarandi myndband í gær: Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Sjá meira
Yfirvöld í Ástralíu hafa gefið út ákæru á hendur 26 ára karlmanni sem grunaður er um að hafa banað 15 ára pilt á heimili hans í Sydney í apríl síðastliðnum. Maðurinn er sakaður um að hafa brotist inn á heimili fjölskyldu drengsins og skotið hann í höfuðið þar sem hann lá sofandi í svefnherbergi sínu. Breska ríkisútvarpið greinir frá.Braut upp útidyrahurðina Málið hefur vakið mikinn óhug í Ástralíu. Morðið átti sér stað í Sydney um kvöldmatarleyti á föstudaginn langa, 14. apríl, þegar árásarmaðurinn braut upp útidyrahurðina hússins og gekk inn. Hann hótaði móður piltsins en stjúpfaðir hans og ung systkini voru einnig heima þetta kvöld. Því næst gekk maðurinn inn í svefnherbergi drengsins og skaut hann af stuttu færi. Drengurinn var fluttur á sjúkrahús þar sem hann lést af áverkum sínum. Maðurinn komst undan en skömmu eftir árásina var lýst eftir honum í áströlskum fjölmiðlum. Þar var honum lýst sem meðalháum, grönnum manni á milli átján og tuttugu ára. Árásarmaðurinn var svo handtekinn í gær eftir að lögregla birti myndir sem náðust af bíl hans skammt frá vettvangi, en maðurinn er sagður hafa ekið um hverfið áður en hann lét til skarar skríða. Maðurinn verður leiddur fyrir dómara í dag. Pilturinn hefði orðið sextán ára á morgun, að því er segir á vef BBC. Lögreglan í Sydney birti eftirfarandi myndband í gær:
Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Sjá meira