Listi ráðalausu ríkisstjórnarinnar lengist Sigurður Ingi Jóhansson skrifar 11. júlí 2017 07:00 Ráðherra ferðamála vill fjölga stofnunum við stjórnsýsluna. Skilja má ráðherra á þann veg að ný stofnun sé nauðsynleg til að hægt sé að taka ákvarðanir um takmörkun á aðgengi ferðamanna að viðkvæmum svæðum í náttúru Íslands. Í stað þess að einhenda sér í að móta stefnu til lengri tíma, tryggja sjálfbærni ferðaþjónustunnar sem byggir á þeirri vitneskju sem við höfum meðal okkar fagfólks, þá er ráðleysið slíkt að aftur eigi að búa til eitthvað nýtt. Er þörf á „lítilli Hafró“, eins og ráðherra kýs að kalla hana? Að mínu mati væri nærtækara að styrkja þann faglega grunn sem nú þegar er fyrir hendi og efla rannsóknir enn frekar innan þeirra stofnana sem sjá um þessi mál, a.m.k. á meðan ekki er til sérstakt ráðuneyti ferðamála.Flækjustig Umtalsvert flækjustig er í málaflokknum. Hugmynd ráðherra væri ágæt ef ekki væru nú þegar til stofnanir sem hafa umsjón með þessu verkefni, en Umhverfisstofnun, Náttúrufræðistofnun Íslands, Ferðamálastofa og Rannsóknarmiðstöð ferðamála sjá um rannsóknir, vöktun, gagnaöflun og ákvarðanatöku með einum eða öðrum hætti. Ég veit ekki betur en að Umhverfisstofnun styðjist við gögn frá fagfólki og birti rauða og appelsínugula lista yfir svæði, sem eru í hættu vegna átroðnings. Umhverfisstofnun hefur auk þess heimild til að loka og taka gjald fyrir veitta þjónustu á náttúruverndarsvæðum. Skyldi ráðherra umhverfis- og auðlindamála vera samþykkur því sem ferðamálaráðherra boðar? Ferðamálastofa, sem er á ábyrgð ferðamálaráðherra, fór í umfangsmikla stefnumótunarvinnu síðastliðið haust. Þessi ágæta stofnun starfar eftir metnaðarfullri framtíðarsýn til að tryggja faglega umgjörð og sinnir m.a. gagnaöflun og rannsóknum í ferðaþjónustu, svo hægt sé að taka góðar og réttmætar ákvarðanir. Rannsóknarmiðstöð ferðamála hefur það að markmiði að efla rannsóknir á sviði ferðamála. Að henni standa nokkrir háskólar, Samtök ferðaþjónustunnar og Ferðamálastofa. Við þetta bætist Stjórnstöð ferðamála sem hefur þann tilgang að samhæfa stjórnsýslu ferðaþjónustunnar og halda utan um brýn verkefni. Er flækjustigið ekki nóg?Höfundur er alþingismaður og formaður Framsóknarflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sigurður Ingi Jóhannsson Mest lesið Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Ráðherra ferðamála vill fjölga stofnunum við stjórnsýsluna. Skilja má ráðherra á þann veg að ný stofnun sé nauðsynleg til að hægt sé að taka ákvarðanir um takmörkun á aðgengi ferðamanna að viðkvæmum svæðum í náttúru Íslands. Í stað þess að einhenda sér í að móta stefnu til lengri tíma, tryggja sjálfbærni ferðaþjónustunnar sem byggir á þeirri vitneskju sem við höfum meðal okkar fagfólks, þá er ráðleysið slíkt að aftur eigi að búa til eitthvað nýtt. Er þörf á „lítilli Hafró“, eins og ráðherra kýs að kalla hana? Að mínu mati væri nærtækara að styrkja þann faglega grunn sem nú þegar er fyrir hendi og efla rannsóknir enn frekar innan þeirra stofnana sem sjá um þessi mál, a.m.k. á meðan ekki er til sérstakt ráðuneyti ferðamála.Flækjustig Umtalsvert flækjustig er í málaflokknum. Hugmynd ráðherra væri ágæt ef ekki væru nú þegar til stofnanir sem hafa umsjón með þessu verkefni, en Umhverfisstofnun, Náttúrufræðistofnun Íslands, Ferðamálastofa og Rannsóknarmiðstöð ferðamála sjá um rannsóknir, vöktun, gagnaöflun og ákvarðanatöku með einum eða öðrum hætti. Ég veit ekki betur en að Umhverfisstofnun styðjist við gögn frá fagfólki og birti rauða og appelsínugula lista yfir svæði, sem eru í hættu vegna átroðnings. Umhverfisstofnun hefur auk þess heimild til að loka og taka gjald fyrir veitta þjónustu á náttúruverndarsvæðum. Skyldi ráðherra umhverfis- og auðlindamála vera samþykkur því sem ferðamálaráðherra boðar? Ferðamálastofa, sem er á ábyrgð ferðamálaráðherra, fór í umfangsmikla stefnumótunarvinnu síðastliðið haust. Þessi ágæta stofnun starfar eftir metnaðarfullri framtíðarsýn til að tryggja faglega umgjörð og sinnir m.a. gagnaöflun og rannsóknum í ferðaþjónustu, svo hægt sé að taka góðar og réttmætar ákvarðanir. Rannsóknarmiðstöð ferðamála hefur það að markmiði að efla rannsóknir á sviði ferðamála. Að henni standa nokkrir háskólar, Samtök ferðaþjónustunnar og Ferðamálastofa. Við þetta bætist Stjórnstöð ferðamála sem hefur þann tilgang að samhæfa stjórnsýslu ferðaþjónustunnar og halda utan um brýn verkefni. Er flækjustigið ekki nóg?Höfundur er alþingismaður og formaður Framsóknarflokksins.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar