„Það var blóð og brotin hjól út um allt“ Kolbeinn Tumi Daðason og Stefán Ó. Jónsson skrifa 10. júlí 2017 19:00 Erla var flutt, íklædd hálskraga, með sjúkrabíl til borgarinnar. Erla Sigurlaug Sigurðardóttir var ein þeirra sem slasaðist í keppni í Gullhringnum á Laugarvatni um helgina. Erla var á meðal fremstu hjólreiðamanna þegar félagi hennar, fyrir framan hana, féll af hjólinu þar sem hann hjólaði yfir kindahlið, það er rimla í götunni. Þau fyrir aftan féllu koll af kolli með þeim afleiðingum að fimm slösuðust alvarlega og fleiri hlutu skrámur. Erla Sigurlaug segir í samtali við Vísi að alltaf geti komið upp slys í hjólreiðum. Íþróttin hefur notið aukinna vinsælda undanfarin ár og Kia Gullhringurinn verið meðal hátinda hvers árs hjá áhugafólki um hjólin. Slysið á Laugarvatni var þó þess eðlis að fyrir það hefði mátt koma. Það var því ekki því um að kenna að hjólreiðamaður hafi klesst á annan hjólreiðamann eða gert slík mistök. Nokkur kindahlið eru á leiðinni sem hjóluð var á laugardaginn og hefur verið hjóluð undanfarin ár. Á hliðinu er rauf sem hjól vinar Erlu festist í. Hefur hann verið á sjúkrahúsi síðan en er á góðum batavegi, eins og Erla. Erla vill ekki kenna neinum um slysið sem varð á laugardaginn. „Það geta alltaf komið upp slys. En það þarf hér eftir að setja ákveðna öryggisstandarda í hjólreiðakeppnum,“ segir Erla. Hún minnir á að íþróttin sé enn að ryðja sér til rúms hér á landi. Varðandi kindahliðin hefði verið hægt að koma í veg fyrir slysið með til dæmis plönkum eða mottum. Þetta megi aldrei koma fyrir aftur.Erla segist strax eftir slysið hafa fundið fyrir óbærilegum verk í öxlinni.„Hjólreiðasamband Íslands er nýtt samband sem heldur öll Íslands- og bikarmót og er með flotta umgjörð utan um þau mót samkvæmt alþjóðlegum mælikvörðum. Kia Gullhringurinn er einkaframtak og fellur því ekki undir sambandið. En það er auðvelt að vera vitur eftir á,“ segir Erla sem man ekki mikið eftir slysinu sjálfu.Með óbærilega verki í vinstri öxlinni Slysið hafi gerst á augabragði og til marks um það þá pikkfestist hjólið hjá félaganum hennar sem var fyrir framan hana en þau hjóluðu í stórum hópi eins og gert er í hóphjólreiðum. Hún áætlar að þau hafi verið á rúmlega 50 kílómetra hraða og að um 12 til 15 manns hafi dottið og meitt sig á einn eða annan hátt. „Við hendumst öll sem erum fyrir aftan og til hliðar við hann sem datt fyrir framan okkur,“ segir Erla. „Ég fann strax fyrir óbærilegum verkjum í vinstri öxlinni og var illt í hálsinum, átti erfitt með að halda haus,“ lýsir Erla sem segir fólk á vettvangi hafa verið fljótt að stökkva til aðstoðar og bjóða stuðning og teppi. Hún segir það hafa verið hræðilegt að sjá félaga sinn liggja við hliðina á sér, líflausan með andlitið í götuna og engan hjálm, en hann hafði þá dottið af eða brotnað í látunum.Erla slapp óbrotin frá fallinuSkalf og grét af sjokki og sársauka Skammt undan hafi annar legið með stóran skurð á framhandlegg þar sem blóðið „gúlpaðist út“ eftir að hafa fengið tannhjól í hendina. „Það var blóð og brotin hjól út um allt. Ég bara skalf og grét. Af sjokki og sársauka,“ segir Erla sem sett var í hálskraga og gert að hreyfa sig ekki meðan hún var flutt með sjúkrabíl af slysstað. „Ég man ekki eftir þeirri ferð nema að ég var alltaf að hreyfa tærnar til að vera viss um að ég væri ekki lömuð, skíthrædd sem sagt.“ Erla var á slysadeild fram undir morgun við myndatökur og rannsóknar. „Ég hló og grínaðist af gleði þegar niðurstöður úr bæði skanna og röntgen sýndu engin broin bein,“ segir Erla sem þakkaði fyrir að vera á lífi um leið og hún grét það að hjólasumarið sitt væri búið. Hún er þakklát öllum þeim sem komu henni og félögum hennar til aðstoðar eftir slysið. Erla segist ekki af baki dottin og ætlar sér að verða komna aftur á hjólið um leið og öxlin leyfir.Rætt var við vin einn þeirra sem slösuðust í Reykjavík síðdegis í dag og má hlusta á það í spilaranum hér fyrir neðan. Tengdar fréttir Hjólreiðakeppnin Gullhringurinn stöðvuð vegna alvarlegs hjólreiðaslyss Sjónarvottur segir mikinn viðbúnað á svæðinu en enn er ekki mikið vitað um slysið. 8. júlí 2017 19:51 Hjólreiðaslysið rakið til kindahliðs Eigandi hjólareiðakeppninnar KIA-Gullhringsins segir að verið sé að skoða hvort keppnishaldarar hefðu geta gert eitthvað til að koma í veg fyrir hjólreiðarslys sem var í gærkvöldi 9. júlí 2017 12:14 Einar Bárðar: Hætturnar alltaf til staðar og því erfitt að fyrirbyggja slys sem þessi Gripið var til allra tiltækra öryggisráðstafana fyrir keppnina, segir Einar Bárðarson. 10. júlí 2017 14:42 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Sjá meira
Erla Sigurlaug Sigurðardóttir var ein þeirra sem slasaðist í keppni í Gullhringnum á Laugarvatni um helgina. Erla var á meðal fremstu hjólreiðamanna þegar félagi hennar, fyrir framan hana, féll af hjólinu þar sem hann hjólaði yfir kindahlið, það er rimla í götunni. Þau fyrir aftan féllu koll af kolli með þeim afleiðingum að fimm slösuðust alvarlega og fleiri hlutu skrámur. Erla Sigurlaug segir í samtali við Vísi að alltaf geti komið upp slys í hjólreiðum. Íþróttin hefur notið aukinna vinsælda undanfarin ár og Kia Gullhringurinn verið meðal hátinda hvers árs hjá áhugafólki um hjólin. Slysið á Laugarvatni var þó þess eðlis að fyrir það hefði mátt koma. Það var því ekki því um að kenna að hjólreiðamaður hafi klesst á annan hjólreiðamann eða gert slík mistök. Nokkur kindahlið eru á leiðinni sem hjóluð var á laugardaginn og hefur verið hjóluð undanfarin ár. Á hliðinu er rauf sem hjól vinar Erlu festist í. Hefur hann verið á sjúkrahúsi síðan en er á góðum batavegi, eins og Erla. Erla vill ekki kenna neinum um slysið sem varð á laugardaginn. „Það geta alltaf komið upp slys. En það þarf hér eftir að setja ákveðna öryggisstandarda í hjólreiðakeppnum,“ segir Erla. Hún minnir á að íþróttin sé enn að ryðja sér til rúms hér á landi. Varðandi kindahliðin hefði verið hægt að koma í veg fyrir slysið með til dæmis plönkum eða mottum. Þetta megi aldrei koma fyrir aftur.Erla segist strax eftir slysið hafa fundið fyrir óbærilegum verk í öxlinni.„Hjólreiðasamband Íslands er nýtt samband sem heldur öll Íslands- og bikarmót og er með flotta umgjörð utan um þau mót samkvæmt alþjóðlegum mælikvörðum. Kia Gullhringurinn er einkaframtak og fellur því ekki undir sambandið. En það er auðvelt að vera vitur eftir á,“ segir Erla sem man ekki mikið eftir slysinu sjálfu.Með óbærilega verki í vinstri öxlinni Slysið hafi gerst á augabragði og til marks um það þá pikkfestist hjólið hjá félaganum hennar sem var fyrir framan hana en þau hjóluðu í stórum hópi eins og gert er í hóphjólreiðum. Hún áætlar að þau hafi verið á rúmlega 50 kílómetra hraða og að um 12 til 15 manns hafi dottið og meitt sig á einn eða annan hátt. „Við hendumst öll sem erum fyrir aftan og til hliðar við hann sem datt fyrir framan okkur,“ segir Erla. „Ég fann strax fyrir óbærilegum verkjum í vinstri öxlinni og var illt í hálsinum, átti erfitt með að halda haus,“ lýsir Erla sem segir fólk á vettvangi hafa verið fljótt að stökkva til aðstoðar og bjóða stuðning og teppi. Hún segir það hafa verið hræðilegt að sjá félaga sinn liggja við hliðina á sér, líflausan með andlitið í götuna og engan hjálm, en hann hafði þá dottið af eða brotnað í látunum.Erla slapp óbrotin frá fallinuSkalf og grét af sjokki og sársauka Skammt undan hafi annar legið með stóran skurð á framhandlegg þar sem blóðið „gúlpaðist út“ eftir að hafa fengið tannhjól í hendina. „Það var blóð og brotin hjól út um allt. Ég bara skalf og grét. Af sjokki og sársauka,“ segir Erla sem sett var í hálskraga og gert að hreyfa sig ekki meðan hún var flutt með sjúkrabíl af slysstað. „Ég man ekki eftir þeirri ferð nema að ég var alltaf að hreyfa tærnar til að vera viss um að ég væri ekki lömuð, skíthrædd sem sagt.“ Erla var á slysadeild fram undir morgun við myndatökur og rannsóknar. „Ég hló og grínaðist af gleði þegar niðurstöður úr bæði skanna og röntgen sýndu engin broin bein,“ segir Erla sem þakkaði fyrir að vera á lífi um leið og hún grét það að hjólasumarið sitt væri búið. Hún er þakklát öllum þeim sem komu henni og félögum hennar til aðstoðar eftir slysið. Erla segist ekki af baki dottin og ætlar sér að verða komna aftur á hjólið um leið og öxlin leyfir.Rætt var við vin einn þeirra sem slösuðust í Reykjavík síðdegis í dag og má hlusta á það í spilaranum hér fyrir neðan.
Tengdar fréttir Hjólreiðakeppnin Gullhringurinn stöðvuð vegna alvarlegs hjólreiðaslyss Sjónarvottur segir mikinn viðbúnað á svæðinu en enn er ekki mikið vitað um slysið. 8. júlí 2017 19:51 Hjólreiðaslysið rakið til kindahliðs Eigandi hjólareiðakeppninnar KIA-Gullhringsins segir að verið sé að skoða hvort keppnishaldarar hefðu geta gert eitthvað til að koma í veg fyrir hjólreiðarslys sem var í gærkvöldi 9. júlí 2017 12:14 Einar Bárðar: Hætturnar alltaf til staðar og því erfitt að fyrirbyggja slys sem þessi Gripið var til allra tiltækra öryggisráðstafana fyrir keppnina, segir Einar Bárðarson. 10. júlí 2017 14:42 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Sjá meira
Hjólreiðakeppnin Gullhringurinn stöðvuð vegna alvarlegs hjólreiðaslyss Sjónarvottur segir mikinn viðbúnað á svæðinu en enn er ekki mikið vitað um slysið. 8. júlí 2017 19:51
Hjólreiðaslysið rakið til kindahliðs Eigandi hjólareiðakeppninnar KIA-Gullhringsins segir að verið sé að skoða hvort keppnishaldarar hefðu geta gert eitthvað til að koma í veg fyrir hjólreiðarslys sem var í gærkvöldi 9. júlí 2017 12:14
Einar Bárðar: Hætturnar alltaf til staðar og því erfitt að fyrirbyggja slys sem þessi Gripið var til allra tiltækra öryggisráðstafana fyrir keppnina, segir Einar Bárðarson. 10. júlí 2017 14:42