Kvikmyndaframleiðendur óhressir með úthlutun til Baltasars Jakob Bjarnar skrifar 10. júlí 2017 15:47 Nú gustar um Laufey Guðjónsdóttur hjá Kvikmyndamiðstöð eftir að Kvikmyndasjóður úthlutaði 60 milljónum til Baltasars Kormáks. Samband íslenskra kvikmyndaframleiðenda, SÍK, telur að reglur hafi verið brotnar við ákvörðun um vilyrði fyrir úthlutun á 60 milljóna króna styrk frá Kvikmyndasjóði. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem SÍK sendi frá sér nú fyrir stundu. Fréttablaðið hefur að undanförnu fjallað um styrkveitingu úr Kvikmyndasjóði til handa Baltasar Kormáks. „Reglan hefur verið sú að það hefur þurft að skila inn handritum. Þarna er skilað inn 40 prósentum af því sem átti að skila inn,“ segir Snorri Þórisson, eigandi Pegasus. Snorri er jafnframt ósáttur við ummæli Laufeyjar Guðjónsdóttur, forstöðumanns Kvikmyndastöðvar þess efnis að ábendingar um að reglur hafi verið brotnar séu ættaðar frá vonsviknum aðilum, og segir þau ósmekkleg. Í tilkynningunni frá SÍK segir að heimild til að veita vilyrði um framleiðslustyrk sé meðal annars bundin því skilyrði að fullbúið handrit liggi fyrir og sé um það fjallað í reglugerð um Kvikmyndasjóð. Ekki sé að finna neinar undantekningar frá því skilyrði. „Vilyrði fyrir styrk var því veitt í andstöðu við skýrt og afdráttarlaust ákvæði reglugerðarinnar," segir í tilkynningunni frá SÍK sem hefur sent formlegt erindi til forstöðumanns Kvikmyndamiðstöðvar Íslands, KMÍ, með afriti á mennta- og menningarmálaráðherra þar sem gerðar eru athugasemdir við framkvæmd á úthlutun styrkja úr Kvikmyndasjóði. Í téðu erindi er kallað eftir endurskoðun á verklagi við úthlutun styrkja: „Það er ósk samtakanna að íslenskur kvikmyndaiðnaður blómstri á komandi árum enda ljóst að eftirspurn eftir íslensku sjónvarpsefni er mikil. Kvikmyndasjóður og KMÍ spila þar lykilhlutverk og að mati SÍK er gott samstarf milli kvikmyndaiðnaðarins og stjórnvalda forsenda þess að tryggja farsæld greinarinnar og aukin verðmæti.“ Tengdar fréttir Segir Baltasar Kormák fá meira en aðra Eigandi eins stærsta sjónvarpsþáttaframleiðanda Íslands segir tugmilljóna króna úthlutun vegna Ófærðar 2 koma á óvart. Takmarka eigi hversu lengi forstöðumaður Kvikmyndasjóðs geti setið í starfi. 10. júlí 2017 06:00 Styrkja Ófærð 2 þrátt fyrir óklárað handrit Framleiðendur skoða lagalega stöðu sína gagnvart ákvörðun Kvikmyndasjóðs um vilyrði fyrir sextíu milljón króna styrk til sjónvarpsþáttaraðarinnar Ófærð 2. 6. júlí 2017 06:00 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Fleiri fréttir Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Sjá meira
Samband íslenskra kvikmyndaframleiðenda, SÍK, telur að reglur hafi verið brotnar við ákvörðun um vilyrði fyrir úthlutun á 60 milljóna króna styrk frá Kvikmyndasjóði. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem SÍK sendi frá sér nú fyrir stundu. Fréttablaðið hefur að undanförnu fjallað um styrkveitingu úr Kvikmyndasjóði til handa Baltasar Kormáks. „Reglan hefur verið sú að það hefur þurft að skila inn handritum. Þarna er skilað inn 40 prósentum af því sem átti að skila inn,“ segir Snorri Þórisson, eigandi Pegasus. Snorri er jafnframt ósáttur við ummæli Laufeyjar Guðjónsdóttur, forstöðumanns Kvikmyndastöðvar þess efnis að ábendingar um að reglur hafi verið brotnar séu ættaðar frá vonsviknum aðilum, og segir þau ósmekkleg. Í tilkynningunni frá SÍK segir að heimild til að veita vilyrði um framleiðslustyrk sé meðal annars bundin því skilyrði að fullbúið handrit liggi fyrir og sé um það fjallað í reglugerð um Kvikmyndasjóð. Ekki sé að finna neinar undantekningar frá því skilyrði. „Vilyrði fyrir styrk var því veitt í andstöðu við skýrt og afdráttarlaust ákvæði reglugerðarinnar," segir í tilkynningunni frá SÍK sem hefur sent formlegt erindi til forstöðumanns Kvikmyndamiðstöðvar Íslands, KMÍ, með afriti á mennta- og menningarmálaráðherra þar sem gerðar eru athugasemdir við framkvæmd á úthlutun styrkja úr Kvikmyndasjóði. Í téðu erindi er kallað eftir endurskoðun á verklagi við úthlutun styrkja: „Það er ósk samtakanna að íslenskur kvikmyndaiðnaður blómstri á komandi árum enda ljóst að eftirspurn eftir íslensku sjónvarpsefni er mikil. Kvikmyndasjóður og KMÍ spila þar lykilhlutverk og að mati SÍK er gott samstarf milli kvikmyndaiðnaðarins og stjórnvalda forsenda þess að tryggja farsæld greinarinnar og aukin verðmæti.“
Tengdar fréttir Segir Baltasar Kormák fá meira en aðra Eigandi eins stærsta sjónvarpsþáttaframleiðanda Íslands segir tugmilljóna króna úthlutun vegna Ófærðar 2 koma á óvart. Takmarka eigi hversu lengi forstöðumaður Kvikmyndasjóðs geti setið í starfi. 10. júlí 2017 06:00 Styrkja Ófærð 2 þrátt fyrir óklárað handrit Framleiðendur skoða lagalega stöðu sína gagnvart ákvörðun Kvikmyndasjóðs um vilyrði fyrir sextíu milljón króna styrk til sjónvarpsþáttaraðarinnar Ófærð 2. 6. júlí 2017 06:00 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Fleiri fréttir Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Sjá meira
Segir Baltasar Kormák fá meira en aðra Eigandi eins stærsta sjónvarpsþáttaframleiðanda Íslands segir tugmilljóna króna úthlutun vegna Ófærðar 2 koma á óvart. Takmarka eigi hversu lengi forstöðumaður Kvikmyndasjóðs geti setið í starfi. 10. júlí 2017 06:00
Styrkja Ófærð 2 þrátt fyrir óklárað handrit Framleiðendur skoða lagalega stöðu sína gagnvart ákvörðun Kvikmyndasjóðs um vilyrði fyrir sextíu milljón króna styrk til sjónvarpsþáttaraðarinnar Ófærð 2. 6. júlí 2017 06:00