Jayden K. Smith gerir fólk á Facebook gráhært Jakob Bjarnar skrifar 10. júlí 2017 12:06 Skuggabaldurinn Jayden K. Smith gerir ýmsum á Facebook gramt í geði nú um stundir. Fjöldi fólks á Facebook fær nú skilaboð í stórum stíl þess efnis að það megi undir engum kringumstæðum samþykkja vinabeiðni frá Jayden K. Smith nokkrum. Því hann sé lævís hakkari þæfi sig inn á Facebookreikning þinn með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Þeir sem fá þessi skilaboð eru jafnframt beðnir um að vara alla sína vini við þessum þrjóti með því að senda þeim skilaboð þar að lútandi.Eftir því sem næst verður komist er um að ræða hrekk en ekki hakk. Og víst er að hrekkurinn hefur heppnast því Facebook er beinlínis undirlagt af Jayden þessum. Heiða B. Heiðars, auglýsingastjóri Stundarinnar, er fremur virkur Facebookverji og hún segir: „Allir hakkarar heimsins eru í áfalli yfir því hvað Íslendingar eru fljótir að átta sig á því þegar hakkið er í gangi, koma skilaboðunum á hvert einasta helvítis Íslending og munu aldrei reyna þetta aftur.“Séra Hildur Eir Bolladóttir er ekki frá því að hún „vilji bara frekar rekast á þennan hakkara en að fá tvöþúsund skilaboð um að forðast hann, veit að ég er með athyglisbrest en ég er samt alveg búin að ná þessu.“ Sóli Hólm, útvarpsmaður og skemmtikraftur, hefur þetta um málið að segja: „Vinsamlegast ekki segja mér að segja öllum vinum mínum að samþykkja ekki Jayden K. Smith sem vin...“ En, það er svo Birgir Örn Guðjónsson, aka Biggi lögga eða Biggi flugþjónn eftir atvikum, sem er alltaf á vaktinni og reynir að róa mannskapinn með upplýsandi hætti:„Nei þarna. Þessi Jayden K. Smith er ekki einhver hættulegur hakkari sem hakkar þig inn á reikninginn þinn og vina þinna ef þú samþykkir hann sem vin. Það virkar bara ekki þannig. Sá sem byrjaði þennan póst var heldur enginn tölvuhakkari en engu að síður ágætis tölvuprakkari sem fékk fullt af fólki um allan heim til að áframsenda tilgangslausan póst,“ segir Biggi og með fylgir broskall að hætti hússins. Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Innlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Fleiri fréttir Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Sjá meira
Fjöldi fólks á Facebook fær nú skilaboð í stórum stíl þess efnis að það megi undir engum kringumstæðum samþykkja vinabeiðni frá Jayden K. Smith nokkrum. Því hann sé lævís hakkari þæfi sig inn á Facebookreikning þinn með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Þeir sem fá þessi skilaboð eru jafnframt beðnir um að vara alla sína vini við þessum þrjóti með því að senda þeim skilaboð þar að lútandi.Eftir því sem næst verður komist er um að ræða hrekk en ekki hakk. Og víst er að hrekkurinn hefur heppnast því Facebook er beinlínis undirlagt af Jayden þessum. Heiða B. Heiðars, auglýsingastjóri Stundarinnar, er fremur virkur Facebookverji og hún segir: „Allir hakkarar heimsins eru í áfalli yfir því hvað Íslendingar eru fljótir að átta sig á því þegar hakkið er í gangi, koma skilaboðunum á hvert einasta helvítis Íslending og munu aldrei reyna þetta aftur.“Séra Hildur Eir Bolladóttir er ekki frá því að hún „vilji bara frekar rekast á þennan hakkara en að fá tvöþúsund skilaboð um að forðast hann, veit að ég er með athyglisbrest en ég er samt alveg búin að ná þessu.“ Sóli Hólm, útvarpsmaður og skemmtikraftur, hefur þetta um málið að segja: „Vinsamlegast ekki segja mér að segja öllum vinum mínum að samþykkja ekki Jayden K. Smith sem vin...“ En, það er svo Birgir Örn Guðjónsson, aka Biggi lögga eða Biggi flugþjónn eftir atvikum, sem er alltaf á vaktinni og reynir að róa mannskapinn með upplýsandi hætti:„Nei þarna. Þessi Jayden K. Smith er ekki einhver hættulegur hakkari sem hakkar þig inn á reikninginn þinn og vina þinna ef þú samþykkir hann sem vin. Það virkar bara ekki þannig. Sá sem byrjaði þennan póst var heldur enginn tölvuhakkari en engu að síður ágætis tölvuprakkari sem fékk fullt af fólki um allan heim til að áframsenda tilgangslausan póst,“ segir Biggi og með fylgir broskall að hætti hússins.
Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Innlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Fleiri fréttir Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Sjá meira