Íslenskt hey og vatn flutt til Hollands Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 29. júlí 2017 20:39 Hestarnir nítján sem munu keppa á heimsmeistaramóti íslenska hestsins í Hollandi með knöpum sínum fara út með flugi í fyrramálið. Þrjú tonn af íslensku heyi og eitt tonn af íslensku vatni fer með hrossunum, auk fóðurbætis. Landslið Íslands í hestaíþróttum kom nýlega saman á bænum Grænhóli í Ölfusi þar sem dýralæknaskoðun fór fram en Helgi Sigurðsson er dýralæknir liðsins. Hver hestur fær hestapassa með sér til Hollands sem er vottaður af Mast og Bændasamtökum Íslands. Heimsmeistaramótið verður haldið dagana 7. til 14. ágúst. „Þessi passi fylgir þessum hesti alla ævi. Ef hann týnir honum á hann að fá nýjan. Hérna eru allar bólusetningar færðar inn og ef þessir hestar fara á mót einhvers staðar annars staðar í Evrópu, þá skulu þeir hafa þennan passa með,“ segir Helgi. Erlendur Árnason er járningameistari landliðsins. Hann mun fá skammirnar ef skeifa dettur undan á keppnisvellinum. „Já, það er gott að hafa einhvern til að kenna um fyrir knapana. Þá losna þeir við smá stress,“ segir Erlendur. Mikið af allskonar búnaði fylgir landsliðinu en sérstaka athygli vekur að þrjú tonn af íslensku heyi fer með liðinu en það gefur Vilhjálmur Þórarinsson í Litlu-Tungu. Þá fer liðið með 1 tonn af íslensku vatni fyrir keppnishestana. En hestarnir fá ekki að koma aftur heim til Íslands, er það ekki sorglegt ? „Þessir hestar fara yfirleitt á það góða staði, og oft á staði þar sem menn þekkjast og annað, en auðvitað tekur það aðeins í að þurfa að skilja eftir hesta sem að menn eru búnir að vera með lengi og svo framvegis, segir Páll Bragi Hólmarsson, landsliðseinvaldur íslenska landsliðsins. Sigurður Vignir Matthíasson, knapi lofar góðum árangri í Hollandi. „Það eru allir ferskir og kátir og mikil stemning í hópnum. Við erum bara að fara að gera stóra hluti,“ segir Sigurður. Hestar Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Fleiri fréttir Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Sjá meira
Hestarnir nítján sem munu keppa á heimsmeistaramóti íslenska hestsins í Hollandi með knöpum sínum fara út með flugi í fyrramálið. Þrjú tonn af íslensku heyi og eitt tonn af íslensku vatni fer með hrossunum, auk fóðurbætis. Landslið Íslands í hestaíþróttum kom nýlega saman á bænum Grænhóli í Ölfusi þar sem dýralæknaskoðun fór fram en Helgi Sigurðsson er dýralæknir liðsins. Hver hestur fær hestapassa með sér til Hollands sem er vottaður af Mast og Bændasamtökum Íslands. Heimsmeistaramótið verður haldið dagana 7. til 14. ágúst. „Þessi passi fylgir þessum hesti alla ævi. Ef hann týnir honum á hann að fá nýjan. Hérna eru allar bólusetningar færðar inn og ef þessir hestar fara á mót einhvers staðar annars staðar í Evrópu, þá skulu þeir hafa þennan passa með,“ segir Helgi. Erlendur Árnason er járningameistari landliðsins. Hann mun fá skammirnar ef skeifa dettur undan á keppnisvellinum. „Já, það er gott að hafa einhvern til að kenna um fyrir knapana. Þá losna þeir við smá stress,“ segir Erlendur. Mikið af allskonar búnaði fylgir landsliðinu en sérstaka athygli vekur að þrjú tonn af íslensku heyi fer með liðinu en það gefur Vilhjálmur Þórarinsson í Litlu-Tungu. Þá fer liðið með 1 tonn af íslensku vatni fyrir keppnishestana. En hestarnir fá ekki að koma aftur heim til Íslands, er það ekki sorglegt ? „Þessir hestar fara yfirleitt á það góða staði, og oft á staði þar sem menn þekkjast og annað, en auðvitað tekur það aðeins í að þurfa að skilja eftir hesta sem að menn eru búnir að vera með lengi og svo framvegis, segir Páll Bragi Hólmarsson, landsliðseinvaldur íslenska landsliðsins. Sigurður Vignir Matthíasson, knapi lofar góðum árangri í Hollandi. „Það eru allir ferskir og kátir og mikil stemning í hópnum. Við erum bara að fara að gera stóra hluti,“ segir Sigurður.
Hestar Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Fleiri fréttir Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Sjá meira