Sirkus upprisinn í Þórshöfn í Færeyjum við góðan orðstír Heimir Már Pétursson skrifar 29. júlí 2017 20:15 Árnið 2007 lokaði einn frægasti barinn í Reykjavík, Sirkus. En hann fór svo sem ekki langt, hann fór hingað til Færeyja.Jóel, þú drapst niður fæti hér fyrir níu árum? „Níu árum í desember 2009. opnuðum við hérna. Það var mjög spennandi verkefni. Ég og Sunneve vorum búin að vera vinir lengi á Íslandi þar sem hún vann á Sirkus og ég líka, segir Jóel Briem sem rekur Sirkus í Færeyjum með Sunnevu Háberg Eysturstein.Sunneva Háberg Eysturstein og Jóel Briem.Sirkus í eigu Sigríðar Guðlaugsdóttur lífskúnstners og veitingakonu þjónaði mjög tryggum og fjölbreyttum viðskiptahóp í Reykjavík allt frá vinsælu tónlistarfólk, skáldum og ýmsum hópum innan og utan jaðarsins. Sunnevu hafði lengi til að færa sirkusandann á heimaslóðir í Þórshöfn í Færeyjum og hlutirnir fóru að hreyfast þegar Jóel kom við hjá vinkonu sinni á leið frá Noregi til Íslands. „Ég lenti hér með Norrænu frá Noregi og við bara kýldum á þetta og hér erum við stödd níu árum seinna,“ segir Jóel glaður í bragði. Hann var kornungur þegar hann fór að aðstoða móður sína í flestu því sem hún tók sér fyrir hendur. Jóel er alltaf með mörg járn í eldinum og er því bara með annan fótinn í Færeyjum og þess vegna er daglegur rekstur á sameiginlegu fyrirtæki hans og Sunnevu meira og minna í hennar höndum. „Sirkus hérna er búinn að gera það sama og Sirkus í Reykjavík gerði. Það er búið að safna fólki sem átti ekki heima neins staðar,“ segir Sunneva.Og þá orðið til ný næturlífsmenning í kring um þennan stað hér? „Já algerlega.“ Þannig úir og grúir af fólki á öllum aldri og áttum, en á það sameiginlegt að hafa ekki átt sér afdrep. „Fólk sem á erfitt með að tjá sig í þjóðfélaginu kemur hingað, talar saman. Fólk sem sumt býr inn í skápnum,“ segir Sunneva. En Sirkus hefur einmitt verið einn af aðalbakhjörlum Færeyja Pride og sæmdu þau Sirkus brautryðjendaverðslaunum á Hinsegin dögum í Þórshöfn á fimmtudag. Jóel er elskur að Færeyingum og segir þá mun yfirvegaðri en Íslendingar en þjóðirnar hafi líka gaman hver að annarri.Færeyingarnir kalla okkur stundum Já-ara en þú ert farinn að kalla þá hvað Jóel? „Það er kannski. Það heyrist stundum kannski. Kannski á morgun, kannski í næstu viku. En það er líka gott. Við þurfum líka að slaka á Íslendingarnir.“Það þarf ekki allt að gerast strax? Nei, ekki í gær, kannski á morgun,“ segir Jóel. Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira
Árnið 2007 lokaði einn frægasti barinn í Reykjavík, Sirkus. En hann fór svo sem ekki langt, hann fór hingað til Færeyja.Jóel, þú drapst niður fæti hér fyrir níu árum? „Níu árum í desember 2009. opnuðum við hérna. Það var mjög spennandi verkefni. Ég og Sunneve vorum búin að vera vinir lengi á Íslandi þar sem hún vann á Sirkus og ég líka, segir Jóel Briem sem rekur Sirkus í Færeyjum með Sunnevu Háberg Eysturstein.Sunneva Háberg Eysturstein og Jóel Briem.Sirkus í eigu Sigríðar Guðlaugsdóttur lífskúnstners og veitingakonu þjónaði mjög tryggum og fjölbreyttum viðskiptahóp í Reykjavík allt frá vinsælu tónlistarfólk, skáldum og ýmsum hópum innan og utan jaðarsins. Sunnevu hafði lengi til að færa sirkusandann á heimaslóðir í Þórshöfn í Færeyjum og hlutirnir fóru að hreyfast þegar Jóel kom við hjá vinkonu sinni á leið frá Noregi til Íslands. „Ég lenti hér með Norrænu frá Noregi og við bara kýldum á þetta og hér erum við stödd níu árum seinna,“ segir Jóel glaður í bragði. Hann var kornungur þegar hann fór að aðstoða móður sína í flestu því sem hún tók sér fyrir hendur. Jóel er alltaf með mörg járn í eldinum og er því bara með annan fótinn í Færeyjum og þess vegna er daglegur rekstur á sameiginlegu fyrirtæki hans og Sunnevu meira og minna í hennar höndum. „Sirkus hérna er búinn að gera það sama og Sirkus í Reykjavík gerði. Það er búið að safna fólki sem átti ekki heima neins staðar,“ segir Sunneva.Og þá orðið til ný næturlífsmenning í kring um þennan stað hér? „Já algerlega.“ Þannig úir og grúir af fólki á öllum aldri og áttum, en á það sameiginlegt að hafa ekki átt sér afdrep. „Fólk sem á erfitt með að tjá sig í þjóðfélaginu kemur hingað, talar saman. Fólk sem sumt býr inn í skápnum,“ segir Sunneva. En Sirkus hefur einmitt verið einn af aðalbakhjörlum Færeyja Pride og sæmdu þau Sirkus brautryðjendaverðslaunum á Hinsegin dögum í Þórshöfn á fimmtudag. Jóel er elskur að Færeyingum og segir þá mun yfirvegaðri en Íslendingar en þjóðirnar hafi líka gaman hver að annarri.Færeyingarnir kalla okkur stundum Já-ara en þú ert farinn að kalla þá hvað Jóel? „Það er kannski. Það heyrist stundum kannski. Kannski á morgun, kannski í næstu viku. En það er líka gott. Við þurfum líka að slaka á Íslendingarnir.“Það þarf ekki allt að gerast strax? Nei, ekki í gær, kannski á morgun,“ segir Jóel.
Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira