„Þú rændir okkur æskunni. Þú rændir okkur frelsinu“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 29. júlí 2017 20:00 Fjölmennt var í druslugöngunni sem gengin var frá Hallgrímskirkju að Austurvelli í dag. Fórnarlömb Roberts Downey voru á meðal ræðumanna og kröfuðst kerfisbreytinga. Druslugangan var gengin í sjöunda sinn í Reykjavík í dag en meginmarkmið hennar er að skila skömminni þangað sem hún á heima; hjá gerendum. Í ár var áherslan lögð á baráttu gegn stafrænu kynferðisofbeldi en skipuleggjandi göngunnar segir nauðsynlegt að kalla eftir breytingum. „Eins og þetta er núna að þá er ekkert talað um það. Við viljum sjá það vera skilgreint þannig að hægt sé að dæma í þessum málum réttmætt. Þetta er oft sett undir blygðunarsemisbrot og það gerir lítið úr ofbeldinu," segir Helga Lind Mar, skipuleggjandi Druslugöngunnar. Meðal ræðumanna var Hulda Hólmkelsdóttir sem skrifaði BA ritgerð um stafrænt kynferðisofbeldi. Hún hvatti þá sem voru samankomnir á Austurvelli til að sýna ábyrgð og gæta þess að skoða hvorki né dreifa kynferðislegu efni sem fer án samþykkis í dreifingu. Andlitslaust fólk óskar eftir myndum „Vinkona mín opinberaði sína reynslu af stafrænu kynferðisofbeldi í apríl 2014. Hún varð bráðkvödd mánuði seinna. Ég er enn að fá ábendingar um að nafnlaust og andlitslaust fólk á netinu sé að óska eftir nektarmyndum af vinkonu minni sem lést fyrir rúmlega þremur árum síðan," sagði Hulda í ræðu sinni. Anna Katrín Snorradóttir og Halla Ólöf Jónsdóttir fluttu einnig ræðu sem samin var af þeim tveimur ásamt Nínu Rún Bergsdóttur og Glódísi Töru. Allar urðu þær fyrir kynferðisofbeldi af hálfu Roberts Downey sem fékk uppreist æru í sumar. „Þú rændir okkur æskunni. Þú rændir okkur frelsinu. Þetta er okkar líf og okkar saga. Hvorki þú né lögfræðingur þinn, né vanhugsuð lög geta þaggað niður í okkur. Við eigum þessa sögu. Við eigum okkur sjálfar. Við erum frjálsar," sagði Halla Ólöf Jónsdóttir, í sinni ræðu. Þær kölluðu eftir breytingum á reglum um uppreist æru og báðu stjórnvöld um að sinna rannsóknarskyldu sinni. „Þið sem sitjið á hæstu stöðum og sinnið háum embættum. Þið eigið að ganga í lið með okkur. Þið eigið að vilja réttlæti og gott samfélag þar sem ofbeldi er ekki liðið," sagði Halla. Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira
Fjölmennt var í druslugöngunni sem gengin var frá Hallgrímskirkju að Austurvelli í dag. Fórnarlömb Roberts Downey voru á meðal ræðumanna og kröfuðst kerfisbreytinga. Druslugangan var gengin í sjöunda sinn í Reykjavík í dag en meginmarkmið hennar er að skila skömminni þangað sem hún á heima; hjá gerendum. Í ár var áherslan lögð á baráttu gegn stafrænu kynferðisofbeldi en skipuleggjandi göngunnar segir nauðsynlegt að kalla eftir breytingum. „Eins og þetta er núna að þá er ekkert talað um það. Við viljum sjá það vera skilgreint þannig að hægt sé að dæma í þessum málum réttmætt. Þetta er oft sett undir blygðunarsemisbrot og það gerir lítið úr ofbeldinu," segir Helga Lind Mar, skipuleggjandi Druslugöngunnar. Meðal ræðumanna var Hulda Hólmkelsdóttir sem skrifaði BA ritgerð um stafrænt kynferðisofbeldi. Hún hvatti þá sem voru samankomnir á Austurvelli til að sýna ábyrgð og gæta þess að skoða hvorki né dreifa kynferðislegu efni sem fer án samþykkis í dreifingu. Andlitslaust fólk óskar eftir myndum „Vinkona mín opinberaði sína reynslu af stafrænu kynferðisofbeldi í apríl 2014. Hún varð bráðkvödd mánuði seinna. Ég er enn að fá ábendingar um að nafnlaust og andlitslaust fólk á netinu sé að óska eftir nektarmyndum af vinkonu minni sem lést fyrir rúmlega þremur árum síðan," sagði Hulda í ræðu sinni. Anna Katrín Snorradóttir og Halla Ólöf Jónsdóttir fluttu einnig ræðu sem samin var af þeim tveimur ásamt Nínu Rún Bergsdóttur og Glódísi Töru. Allar urðu þær fyrir kynferðisofbeldi af hálfu Roberts Downey sem fékk uppreist æru í sumar. „Þú rændir okkur æskunni. Þú rændir okkur frelsinu. Þetta er okkar líf og okkar saga. Hvorki þú né lögfræðingur þinn, né vanhugsuð lög geta þaggað niður í okkur. Við eigum þessa sögu. Við eigum okkur sjálfar. Við erum frjálsar," sagði Halla Ólöf Jónsdóttir, í sinni ræðu. Þær kölluðu eftir breytingum á reglum um uppreist æru og báðu stjórnvöld um að sinna rannsóknarskyldu sinni. „Þið sem sitjið á hæstu stöðum og sinnið háum embættum. Þið eigið að ganga í lið með okkur. Þið eigið að vilja réttlæti og gott samfélag þar sem ofbeldi er ekki liðið," sagði Halla.
Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira