Enn óljóst hvernig kísilverið mun borga Sæunn Gísladóttir skrifar 29. júlí 2017 07:00 United Silicon þarf að greiða ÍAV fyrir lok næstu viku. VÍSIR/VILHELM Fimm dögum eftir að gerðardómur féll er enn ekki ljóst hvernig United Silicon mun greiða verktakafyrirtækinu ÍAV rúman milljarð króna vegna ógreiddra reikninga kísilversins í Helguvík. Samkvæmt gerðardómi þarf greiðsla að berast í lok næstu viku. „Við getum ekki svarað þessu, það er verið að vinna í málinu og það er engin niðurstaða komin í þetta,“ segir Kristleifur Andrésson, upplýsingafulltrúi United Silicon, spurður um hvernig félagið hyggst greiða fjárhæðina. „Það er enn verið að fara yfir dóminn og skoða alls kyns forsendur og svo eru lögmenn félagsins að vinna í málinu,“ segir hann. Hluthafaskrá United Silicon hefur ekki verið uppfærð og ekki fengust upplýsingar um hverjir væru núverandi eigendur þegar óskað var eftir því. Ekki hefur verið óskað eftir aðstoð frá Festu lífeyrissjóði, hluthafa í kísilverinu, til að greiða fjárhæðina. „Það hefur ekki verið óskað eftir því við okkur. Slíkar fyrirspurnir fara fyrir stjórn hjá lífeyrissjóðnum og fjárfestingaákvarðanir eru teknar út frá fyrirliggjandi upplýsingum og stjórnarákvörðun,“ segir Baldur Snorrason, sjóðsstjóri hjá Festu lífeyrissjóði. Fyrirspurn var send á Frjálsa lífeyrissjóðinn sem á hlut í kísilverinu en ekki náðist samband við framkvæmdastjórann vegna málsins. Ekki fengust upplýsingar frá Arion banka sem á hlut í United Silicon um hvort bankinn myndi veita fyrirtækinu lán eða annars konar fjárhagsaðstoð. Arion banki er jafnframt stærsti lánveitandi verkefnisins. Birtist í Fréttablaðinu United Silicon Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur „Algjört siðleysi“ Neytendur Slúbbertar og enn verri sögur, afreksfólk og ástin Atvinnulíf Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Fimm dögum eftir að gerðardómur féll er enn ekki ljóst hvernig United Silicon mun greiða verktakafyrirtækinu ÍAV rúman milljarð króna vegna ógreiddra reikninga kísilversins í Helguvík. Samkvæmt gerðardómi þarf greiðsla að berast í lok næstu viku. „Við getum ekki svarað þessu, það er verið að vinna í málinu og það er engin niðurstaða komin í þetta,“ segir Kristleifur Andrésson, upplýsingafulltrúi United Silicon, spurður um hvernig félagið hyggst greiða fjárhæðina. „Það er enn verið að fara yfir dóminn og skoða alls kyns forsendur og svo eru lögmenn félagsins að vinna í málinu,“ segir hann. Hluthafaskrá United Silicon hefur ekki verið uppfærð og ekki fengust upplýsingar um hverjir væru núverandi eigendur þegar óskað var eftir því. Ekki hefur verið óskað eftir aðstoð frá Festu lífeyrissjóði, hluthafa í kísilverinu, til að greiða fjárhæðina. „Það hefur ekki verið óskað eftir því við okkur. Slíkar fyrirspurnir fara fyrir stjórn hjá lífeyrissjóðnum og fjárfestingaákvarðanir eru teknar út frá fyrirliggjandi upplýsingum og stjórnarákvörðun,“ segir Baldur Snorrason, sjóðsstjóri hjá Festu lífeyrissjóði. Fyrirspurn var send á Frjálsa lífeyrissjóðinn sem á hlut í kísilverinu en ekki náðist samband við framkvæmdastjórann vegna málsins. Ekki fengust upplýsingar frá Arion banka sem á hlut í United Silicon um hvort bankinn myndi veita fyrirtækinu lán eða annars konar fjárhagsaðstoð. Arion banki er jafnframt stærsti lánveitandi verkefnisins.
Birtist í Fréttablaðinu United Silicon Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur „Algjört siðleysi“ Neytendur Slúbbertar og enn verri sögur, afreksfólk og ástin Atvinnulíf Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira