Segir erfðablöndun ekki tengjast starfandi fiskeldisstöðvum Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 28. júlí 2017 12:32 Einar K. Guðfinnsson, formaður Landssambands fiskeldisstöðva. Í fréttum Stöðvar tvö í gær kom fram að bráðabirgðaniðurstöður rannsóknar á vegum Hafrannsóknarstofnunar gefi sterkar vísbendingar um að strokulaxar af norskum eldisuppruna hafi sloppið úr eldiskvíum og blandast villtum löxum í nágrenni eldissvæða - og skýr merki séu um erfðablöndun í tveimur laxastofnum í Botnsá og Sunndalsá. Formaður Landssambands veiðifélaga, sagði í viðtali að hann hafi áhyggjur af því að leki úr fiskeldi verði að lokum villta stofninum að bráð. Einar K. Guðfinnsson, formaður landssambands fiskeldisstöðva, mótmælir þessu. „Tilvikið sem er verið að vísa í er tilvik sem engan veginn er hægt að sanna að hafi valdið erfðablöndun á fiski. Vísindamenn hafa bent á að til að erfðablöndun geti átt sér stað þurfi verulegt magn af eldisfiski að sleppa og það þurfi að gerast á löngum tíma.“ Einar segir að í rannsókninni sé um að ræða mjög litlar ár þar sem lítið laxagengi sé að jafnaði, það hafi verið sleppt laxi til að auka laxagengi og fregnir séu til af því að eldislax hafi farið í sjóinn í nágrenninu fyrir áratugum síðan. „Það er ámælisvert að þessu sé stillt upp þannig að þetta óheppilega atvik sem gerðist fyrir 2-3 árum sé ástæða þess að fólk telji sig merkja erfðablöndun.“ Einar segir að vissulega þurfi að fara varlega og að Landssamband fiskeldisstöðva hafi hvatt til þess. En að umræðan þurfi að fara á annað plan. „Þessi umræða undirstrikar að við verðum að hætta að láta ásakanir ganga á vixl - við verðum að styðjast við mælingar og vísindi," segir Einar K. Guðfinnsson, formaður Landssambands fiskeldisstöðva. Tengdar fréttir Lýsa því yfir að laxeldi muni bæta lífsgæði íbúa Horfið er frá áformum um laxeldi innarlega í Eyjafirði og er nú horft utar í fjörðinn. Arnarlax og Fjallabyggð segjast í yfirlýsingu undirbúa starfsstöð í Ólafsfirði fyrir tíu þúsund tonna framleiðslu. 27. júlí 2017 07:00 Óttast að nýuppgötvuð erfðablöndun skemmi laxastofninn Formaður Landssambands veiðifélaga segir sorglegt að sjá niðurstöður skýrslu Hafrannsóknarstofnunar, að skýr merki séu um erfðablöndun villtra laxa og eldislaxa. Hann óttast að ef íslenskir laxastofnar verði ítrekað fyrir erfðablöndun þá glatist þeir endanlega. 27. júlí 2017 20:00 Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Fleiri fréttir Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Sjá meira
Í fréttum Stöðvar tvö í gær kom fram að bráðabirgðaniðurstöður rannsóknar á vegum Hafrannsóknarstofnunar gefi sterkar vísbendingar um að strokulaxar af norskum eldisuppruna hafi sloppið úr eldiskvíum og blandast villtum löxum í nágrenni eldissvæða - og skýr merki séu um erfðablöndun í tveimur laxastofnum í Botnsá og Sunndalsá. Formaður Landssambands veiðifélaga, sagði í viðtali að hann hafi áhyggjur af því að leki úr fiskeldi verði að lokum villta stofninum að bráð. Einar K. Guðfinnsson, formaður landssambands fiskeldisstöðva, mótmælir þessu. „Tilvikið sem er verið að vísa í er tilvik sem engan veginn er hægt að sanna að hafi valdið erfðablöndun á fiski. Vísindamenn hafa bent á að til að erfðablöndun geti átt sér stað þurfi verulegt magn af eldisfiski að sleppa og það þurfi að gerast á löngum tíma.“ Einar segir að í rannsókninni sé um að ræða mjög litlar ár þar sem lítið laxagengi sé að jafnaði, það hafi verið sleppt laxi til að auka laxagengi og fregnir séu til af því að eldislax hafi farið í sjóinn í nágrenninu fyrir áratugum síðan. „Það er ámælisvert að þessu sé stillt upp þannig að þetta óheppilega atvik sem gerðist fyrir 2-3 árum sé ástæða þess að fólk telji sig merkja erfðablöndun.“ Einar segir að vissulega þurfi að fara varlega og að Landssamband fiskeldisstöðva hafi hvatt til þess. En að umræðan þurfi að fara á annað plan. „Þessi umræða undirstrikar að við verðum að hætta að láta ásakanir ganga á vixl - við verðum að styðjast við mælingar og vísindi," segir Einar K. Guðfinnsson, formaður Landssambands fiskeldisstöðva.
Tengdar fréttir Lýsa því yfir að laxeldi muni bæta lífsgæði íbúa Horfið er frá áformum um laxeldi innarlega í Eyjafirði og er nú horft utar í fjörðinn. Arnarlax og Fjallabyggð segjast í yfirlýsingu undirbúa starfsstöð í Ólafsfirði fyrir tíu þúsund tonna framleiðslu. 27. júlí 2017 07:00 Óttast að nýuppgötvuð erfðablöndun skemmi laxastofninn Formaður Landssambands veiðifélaga segir sorglegt að sjá niðurstöður skýrslu Hafrannsóknarstofnunar, að skýr merki séu um erfðablöndun villtra laxa og eldislaxa. Hann óttast að ef íslenskir laxastofnar verði ítrekað fyrir erfðablöndun þá glatist þeir endanlega. 27. júlí 2017 20:00 Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Fleiri fréttir Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Sjá meira
Lýsa því yfir að laxeldi muni bæta lífsgæði íbúa Horfið er frá áformum um laxeldi innarlega í Eyjafirði og er nú horft utar í fjörðinn. Arnarlax og Fjallabyggð segjast í yfirlýsingu undirbúa starfsstöð í Ólafsfirði fyrir tíu þúsund tonna framleiðslu. 27. júlí 2017 07:00
Óttast að nýuppgötvuð erfðablöndun skemmi laxastofninn Formaður Landssambands veiðifélaga segir sorglegt að sjá niðurstöður skýrslu Hafrannsóknarstofnunar, að skýr merki séu um erfðablöndun villtra laxa og eldislaxa. Hann óttast að ef íslenskir laxastofnar verði ítrekað fyrir erfðablöndun þá glatist þeir endanlega. 27. júlí 2017 20:00