Met í hvalaskoðun en útlit fyrir lægð í haust Sæunn Gísladóttir skrifar 28. júlí 2017 06:00 Um 1.500 manns sigldu frá Húsavík á mánudag. Mynd/Norðursigling Norðursigling Met var slegið í hvalaskoðun hjá Norðursiglingu á Húsavík á mánudag þegar rúmlega þúsund farþegar fóru á vegum fyrirtækisins frá Húsavík á einum degi. „Það fóru hátt í 1.500 manns í heildina, að hinum fyrirtækjunum meðtöldum, frá Húsavík þann dag,“ segir Oddvar Haukur Árnason, flotaútgerðarstjóri Norðursiglingar. Á hverju ári síðustu árin hefur farþegamet verið slegið hjá Norðursiglingu þar sem ferðum og bátum hefur fjölgað hjá fyrirtækinu en ekki var búist við að metið yrði slegið nú í ár. „Metið okkar í fyrra var um 950 manns. Það virðist einhver stöðnun vera að eiga sér stað á markaðnum núna. Útlit er fyrir stöðnun það sem eftir er sumars og svo gæti orðið fækkun seinni hlutann í ágúst og í haust miðað við í fyrra,“ segir Oddvar. Fyrirtækið rekur einnig gististaði og veitingarekstur. „Þar er mikið hrun. Það virðist sem fólk sé frekar að njóta afþreyingar á svæðinu en sparar við sig í mat, kaupir í matvöruverslunum og það gistir ekki á Húsavík,“ segir Oddvar. „Það verður allavega ekki hrun í hvalaskoðun eins og í veitinga- og gistigeiranum. Þegar fólk er komið hingað norður er það þessi afþreying sem það er að leita að, en við gerum ráð fyrir fækkun á næsta ári.“ Norðursigling hefur selt skipulagðar hvalaskoðunarferðir í 23 ár. Oddvar segir sterkt gengi krónunnar spila mest inn í. „Fólk stoppar skemur á Íslandi. Það er nógu erfitt að fá fólk inn á Norðurlandið, svo þarf að fá það af þjóðveginum inn til Húsavíkur. Því skemur sem fólk stoppar því minni tíma hefur það til þess að skoða fleiri staði sem eru lengra frá. Við höfum eðlilega áhyggjur af þessum hlutum.“ Rannveig Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Eldingar, segir að töluvert minna sé að gera í hvalaskoðun hjá hennar fyrirtæki í Reykjavík heldur en síðustu árin. „Þetta er eins og svona fyrir þremur árum. Ég held að í flestallri afþreyingu sé minna að gera. Það byrjaði eftir páska þá datt pínu úr þessu. Svo byrjaði júlí ágætlega. Þannig séð er þetta ágætis sumar. En síðasta sumar var metár.“ Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Sjá meira
Met var slegið í hvalaskoðun hjá Norðursiglingu á Húsavík á mánudag þegar rúmlega þúsund farþegar fóru á vegum fyrirtækisins frá Húsavík á einum degi. „Það fóru hátt í 1.500 manns í heildina, að hinum fyrirtækjunum meðtöldum, frá Húsavík þann dag,“ segir Oddvar Haukur Árnason, flotaútgerðarstjóri Norðursiglingar. Á hverju ári síðustu árin hefur farþegamet verið slegið hjá Norðursiglingu þar sem ferðum og bátum hefur fjölgað hjá fyrirtækinu en ekki var búist við að metið yrði slegið nú í ár. „Metið okkar í fyrra var um 950 manns. Það virðist einhver stöðnun vera að eiga sér stað á markaðnum núna. Útlit er fyrir stöðnun það sem eftir er sumars og svo gæti orðið fækkun seinni hlutann í ágúst og í haust miðað við í fyrra,“ segir Oddvar. Fyrirtækið rekur einnig gististaði og veitingarekstur. „Þar er mikið hrun. Það virðist sem fólk sé frekar að njóta afþreyingar á svæðinu en sparar við sig í mat, kaupir í matvöruverslunum og það gistir ekki á Húsavík,“ segir Oddvar. „Það verður allavega ekki hrun í hvalaskoðun eins og í veitinga- og gistigeiranum. Þegar fólk er komið hingað norður er það þessi afþreying sem það er að leita að, en við gerum ráð fyrir fækkun á næsta ári.“ Norðursigling hefur selt skipulagðar hvalaskoðunarferðir í 23 ár. Oddvar segir sterkt gengi krónunnar spila mest inn í. „Fólk stoppar skemur á Íslandi. Það er nógu erfitt að fá fólk inn á Norðurlandið, svo þarf að fá það af þjóðveginum inn til Húsavíkur. Því skemur sem fólk stoppar því minni tíma hefur það til þess að skoða fleiri staði sem eru lengra frá. Við höfum eðlilega áhyggjur af þessum hlutum.“ Rannveig Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Eldingar, segir að töluvert minna sé að gera í hvalaskoðun hjá hennar fyrirtæki í Reykjavík heldur en síðustu árin. „Þetta er eins og svona fyrir þremur árum. Ég held að í flestallri afþreyingu sé minna að gera. Það byrjaði eftir páska þá datt pínu úr þessu. Svo byrjaði júlí ágætlega. Þannig séð er þetta ágætis sumar. En síðasta sumar var metár.“
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Sjá meira