Byrjaðir að grafa Dýrafjarðargöng Kristján Már Unnarsson skrifar 27. júlí 2017 20:45 Framkvæmdir eru hafnar við Dýrafjarðargöng en þau verða langstærsta verkið á samgönguáætlun næstu ára. Sýnt var frá upphafi framkvæmda í fréttum Stöðvar 2 en byrjað er á munnanum Arnarfjarðarmegin. Starfsmenn Suðurverks og tékkneska verktakans Metrostav áætla að verða næstu þrjár vikur að grafa sig tuttugu metra niður í hlíðina áður en byrjað verður að sprengja inn í fjallið þessi 5,3 kílómetra göng. Eysteinn Jóhann Dofrason verkefnisstjóri segir verkið fara vel af stað. „Þetta lítur bara vel út. Við erum bara bjartsýnir, allavegana í byrjun. Það þýðir ekkert annað.“Grafið fyrir jarðgangamunna í botni Arnarfjarðar. Fjær sést í Mjólkárvirkjun.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Verktakarnir hafa sett upp vinnubúðir við Mjólkárvirkjun en þaðan eru um tveir kílómetrar að framkvæmdasvæðinu. Við gangamunnann er verið að koma upp steypustöð, verkstæðisbyggingum og skrifstofum. „Við byrjuðum einhverjir fimm karlar hér fyrir mánuði. Þetta eru orðnir einhverjir tuttugu núna, frá báðum fyrirtækjum, og ætli þetta fari ekki í fjörutíu manns eftir hálfan mánuð og verði þannig meðan gangnamokstur er hérna megin,“ segir Eysteinn. Og Vestfirðingar gleðjast að sjá vinnuvélarnar komnar af stað, þeirra á meðal stöðvarstjórinn í Mjólká, Dýrfirðingurinn Steinar Jónasson.Steinar Jónasson, stöðvarstjóri Mjólkárvirkjunar.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Þetta er langþráð og menn trúðu ekki sínum eigin augum þegar þeir voru byrjaðir í sumar, þó að það væri búið að skrifa undir. Þannig að menn binda miklar vonir við að þetta verði mikil samgöngubót fyrir svæðið,“ segir Steinar. Áratugur vonbrigða virðist að baki en Steinar rifjar upp að göngin voru komin á dagskrá árið 2007. „Ég held að menn gleymi því bara. Nú er þetta komið í gang og menn taka því bara fagnandi.“ Grafið frá gangamunna Arnarfjarðarmegin. Byrjað verður að sprengja inn í fjallið eftir miðjan ágústmánuð.Stöð 2/Egill Aðlsteinsson.Starfsmenn verktakanna mega búast við því að lokast inni í vetur þegar Hrafnseyrar- og Dynjandisheiði verða ófærar. „Við lokumst örugglega að einhverju leyti hérna inni. En Landhelgisgæslan er búin að mæla út þyrlupall ef við lendum í vandræðum. Þá hljótum við að hafa það bara gott, ef við höfum eitthvað að borða og eitthvað af olíu til þess að eyða,” segir Eysteinn Dofrason. Áætlað er að göngin verði tilbúin eftir þrjú ár, fyrir haustið 2020. Verksamningur hljóðar upp á 8,7 milljarða króna. Dýrafjarðargöng Tengdar fréttir Dofri bauð lægst í Dýrafjarðargöng Tékkneski verktakinn Metrostav og Suðurverk buðu lægst í Dýrafjarðargöng. Dofri Eysteinsson, forstjóri Suðurverks, vonast til að hefjast handa síðsumars. 24. janúar 2017 18:30 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Erlent Fleiri fréttir Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Sjá meira
Framkvæmdir eru hafnar við Dýrafjarðargöng en þau verða langstærsta verkið á samgönguáætlun næstu ára. Sýnt var frá upphafi framkvæmda í fréttum Stöðvar 2 en byrjað er á munnanum Arnarfjarðarmegin. Starfsmenn Suðurverks og tékkneska verktakans Metrostav áætla að verða næstu þrjár vikur að grafa sig tuttugu metra niður í hlíðina áður en byrjað verður að sprengja inn í fjallið þessi 5,3 kílómetra göng. Eysteinn Jóhann Dofrason verkefnisstjóri segir verkið fara vel af stað. „Þetta lítur bara vel út. Við erum bara bjartsýnir, allavegana í byrjun. Það þýðir ekkert annað.“Grafið fyrir jarðgangamunna í botni Arnarfjarðar. Fjær sést í Mjólkárvirkjun.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Verktakarnir hafa sett upp vinnubúðir við Mjólkárvirkjun en þaðan eru um tveir kílómetrar að framkvæmdasvæðinu. Við gangamunnann er verið að koma upp steypustöð, verkstæðisbyggingum og skrifstofum. „Við byrjuðum einhverjir fimm karlar hér fyrir mánuði. Þetta eru orðnir einhverjir tuttugu núna, frá báðum fyrirtækjum, og ætli þetta fari ekki í fjörutíu manns eftir hálfan mánuð og verði þannig meðan gangnamokstur er hérna megin,“ segir Eysteinn. Og Vestfirðingar gleðjast að sjá vinnuvélarnar komnar af stað, þeirra á meðal stöðvarstjórinn í Mjólká, Dýrfirðingurinn Steinar Jónasson.Steinar Jónasson, stöðvarstjóri Mjólkárvirkjunar.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Þetta er langþráð og menn trúðu ekki sínum eigin augum þegar þeir voru byrjaðir í sumar, þó að það væri búið að skrifa undir. Þannig að menn binda miklar vonir við að þetta verði mikil samgöngubót fyrir svæðið,“ segir Steinar. Áratugur vonbrigða virðist að baki en Steinar rifjar upp að göngin voru komin á dagskrá árið 2007. „Ég held að menn gleymi því bara. Nú er þetta komið í gang og menn taka því bara fagnandi.“ Grafið frá gangamunna Arnarfjarðarmegin. Byrjað verður að sprengja inn í fjallið eftir miðjan ágústmánuð.Stöð 2/Egill Aðlsteinsson.Starfsmenn verktakanna mega búast við því að lokast inni í vetur þegar Hrafnseyrar- og Dynjandisheiði verða ófærar. „Við lokumst örugglega að einhverju leyti hérna inni. En Landhelgisgæslan er búin að mæla út þyrlupall ef við lendum í vandræðum. Þá hljótum við að hafa það bara gott, ef við höfum eitthvað að borða og eitthvað af olíu til þess að eyða,” segir Eysteinn Dofrason. Áætlað er að göngin verði tilbúin eftir þrjú ár, fyrir haustið 2020. Verksamningur hljóðar upp á 8,7 milljarða króna.
Dýrafjarðargöng Tengdar fréttir Dofri bauð lægst í Dýrafjarðargöng Tékkneski verktakinn Metrostav og Suðurverk buðu lægst í Dýrafjarðargöng. Dofri Eysteinsson, forstjóri Suðurverks, vonast til að hefjast handa síðsumars. 24. janúar 2017 18:30 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Erlent Fleiri fréttir Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Sjá meira
Dofri bauð lægst í Dýrafjarðargöng Tékkneski verktakinn Metrostav og Suðurverk buðu lægst í Dýrafjarðargöng. Dofri Eysteinsson, forstjóri Suðurverks, vonast til að hefjast handa síðsumars. 24. janúar 2017 18:30