Heilbrigðisfrumvarpi Repúblikana hafnað Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 27. júlí 2017 07:00 John McCain sneri úr veikindaleyfi til að kjósa með frumvarpinu. Vísir/EPA Öldungadeild Bandaríkjaþings hafnaði í gær frumvarpi Repúblikana er gekk út á að fella Obamacare, heilbrigðistryggingalög Baracks Obama fyrrverandi Bandaríkjaforseta, úr gildi. Nánar tiltekið gekk frumvarpið út á að fella frumvarpið úr gildi og skipta því út fyrir annað frumvarp. Alls kusu 57 öldungadeildarþingmenn á móti frumvarpinu í gær en 43 voru með. Repúblikanar eru í meirihluta í öldungadeildinni með 52 þingmenn en þar sem flokkurinn stóð ekki heill að baki frumvarpinu fór sem fór, þrátt fyrir ítrekaðar áskoranir forsetans Donalds Trump. Forsetinn gerði heilbrigðismál að lykilmálaflokki í kosningabaráttu sinni en hann hefur margsinnis haldið því fram að Obamacare sé „að deyja“ og að „pynta þjóðina“. Repúblikanar eru raunar þríklofnir í málinu. Meginþorri flokksins kaus með frumvarpinu, ein fylking gegn því á þeim forsendum að það gengi ekki nógu langt í frjálshyggjuátt og önnur gegn því þar sem þingmönnum fannst frumvarpið ganga of langt í niðurskurði. BBC greinir frá því að óháðir greiningaraðilar hafi komist að þeirri niðurstöðu að frumvarp gærdagsins myndi kosta 30 milljónir bandarískra skattgreiðenda sjúkratryggingar sínar. Athygli vakti að John McCain, þingmaður Repúblikana, var viðstaddur atkvæðagreiðsluna í gær en hann var nýlega greindur með heilaæxli. Klöppuðu þingmenn ákaft fyrir honum er hann gekk inn í þingsal. McCain kaus að lokum með frumvarpinu en hann var mótframbjóðandi Obama árið 2008. Búist er við því að á næstunni leggi Repúblikanar fram frumvarp þess efnis að afnema Obamacare þegar tvö ár verða liðin frá mögulegri samþykkt frumvarpsins. Yrði það gert til þess að Repúblikanar hafi tíma til að sameinast í málinu. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Repúblikanar fresta atkvæðagreiðslu um sjúkratryggingar aftur Enn á ný hafa repúblikanar frestað því að greiða atkvæði um sjúkratryggingafrumvarp sitt í öldungadeild Bandaríkjaþings. Nú hyggjast þeir bíða eftir að John McCain, þingmaður flokksins, snúi aftur til starfa eftir veikindi. 16. júlí 2017 07:17 John McCain með krabbamein í heila John McCain hefur verið öldungadeildarþingmaður frá árinu 1987 og bauð hann sig fram til forseta Bandaríkjanna árið 2008. 20. júlí 2017 06:23 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Sjá meira
Öldungadeild Bandaríkjaþings hafnaði í gær frumvarpi Repúblikana er gekk út á að fella Obamacare, heilbrigðistryggingalög Baracks Obama fyrrverandi Bandaríkjaforseta, úr gildi. Nánar tiltekið gekk frumvarpið út á að fella frumvarpið úr gildi og skipta því út fyrir annað frumvarp. Alls kusu 57 öldungadeildarþingmenn á móti frumvarpinu í gær en 43 voru með. Repúblikanar eru í meirihluta í öldungadeildinni með 52 þingmenn en þar sem flokkurinn stóð ekki heill að baki frumvarpinu fór sem fór, þrátt fyrir ítrekaðar áskoranir forsetans Donalds Trump. Forsetinn gerði heilbrigðismál að lykilmálaflokki í kosningabaráttu sinni en hann hefur margsinnis haldið því fram að Obamacare sé „að deyja“ og að „pynta þjóðina“. Repúblikanar eru raunar þríklofnir í málinu. Meginþorri flokksins kaus með frumvarpinu, ein fylking gegn því á þeim forsendum að það gengi ekki nógu langt í frjálshyggjuátt og önnur gegn því þar sem þingmönnum fannst frumvarpið ganga of langt í niðurskurði. BBC greinir frá því að óháðir greiningaraðilar hafi komist að þeirri niðurstöðu að frumvarp gærdagsins myndi kosta 30 milljónir bandarískra skattgreiðenda sjúkratryggingar sínar. Athygli vakti að John McCain, þingmaður Repúblikana, var viðstaddur atkvæðagreiðsluna í gær en hann var nýlega greindur með heilaæxli. Klöppuðu þingmenn ákaft fyrir honum er hann gekk inn í þingsal. McCain kaus að lokum með frumvarpinu en hann var mótframbjóðandi Obama árið 2008. Búist er við því að á næstunni leggi Repúblikanar fram frumvarp þess efnis að afnema Obamacare þegar tvö ár verða liðin frá mögulegri samþykkt frumvarpsins. Yrði það gert til þess að Repúblikanar hafi tíma til að sameinast í málinu.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Repúblikanar fresta atkvæðagreiðslu um sjúkratryggingar aftur Enn á ný hafa repúblikanar frestað því að greiða atkvæði um sjúkratryggingafrumvarp sitt í öldungadeild Bandaríkjaþings. Nú hyggjast þeir bíða eftir að John McCain, þingmaður flokksins, snúi aftur til starfa eftir veikindi. 16. júlí 2017 07:17 John McCain með krabbamein í heila John McCain hefur verið öldungadeildarþingmaður frá árinu 1987 og bauð hann sig fram til forseta Bandaríkjanna árið 2008. 20. júlí 2017 06:23 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Sjá meira
Repúblikanar fresta atkvæðagreiðslu um sjúkratryggingar aftur Enn á ný hafa repúblikanar frestað því að greiða atkvæði um sjúkratryggingafrumvarp sitt í öldungadeild Bandaríkjaþings. Nú hyggjast þeir bíða eftir að John McCain, þingmaður flokksins, snúi aftur til starfa eftir veikindi. 16. júlí 2017 07:17
John McCain með krabbamein í heila John McCain hefur verið öldungadeildarþingmaður frá árinu 1987 og bauð hann sig fram til forseta Bandaríkjanna árið 2008. 20. júlí 2017 06:23