Fundu nýja flugutegund í rannsóknarleiðangri í Surtsey Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 25. júlí 2017 14:55 Hér má sjá fluguna sem fannst í leiðangrinum. Talið er að hún sé af frittfluguætt. Hún hefur aldrei áður sést hér á landi. Erling Ólafsson Ný flugutegund fannst í Surtsey við rannsóknarleiðangur Náttúrufræðistofnunar Íslands sem farinn var 17. til 20. júlí síðastliðinn. Tegundin hefur aldrei áður sést hér á landi. Borgþór Magnússon, líffræðingur við Náttúrufræðistofnunina og leiðangursstjóri, segir í samtali við Vísi að flugan hafi líklega borist hingað til lands með suðrænum vindum. „Surtsey er náttúrulega syðsta eyja Íslands og næst meginlandinu og það voru nokkrar líkur á að það sem berst hingað með suðrænum vindum, að eitthvað af því komi þangað fyrst eða til Vestmannaeyja,“ segir Borgþór í samtali við Vísi.Grávíðir er einn nýjasti íbúi eyjunnar.Erling ÓlafssonNý víðitegund Á svæðinu fannst einnig ný víðitegund, grávíðir, og segir Borgþór að þar með séu allar íslensku víðitegundirnar orðnar landnemar á eyjunni. Hann nefnir þó að síðustu ár hafi hægt á landnámi nýrra tegunda í eynni og segir að við því hafi verið að búast. Til að mynda er mjög lítið um nýjar fuglategundir. Hins vegar sé gróið svæði að aukast við það svæðið sem mávar halda sig helst. „Þar er komið mjög þétt og gróskumikið graslendi sem fuglinn viðheldur og það færist stöðugt út. Eyjan er að verða með árunum grónari og grónari. Gróðurfarið er farið að minna talsvert mikið á úteyjar Vestmannaeyjar þar sem eru sjófuglar,“ segir Borgþór.Þeir sem tóku þátt í leiðangrinum, f.v. Þórdís Vilhelmína Bragadóttir, Lovísa Ásbjörnsdóttir, Bjarni Diðrik Sigurðsson, Matthías Viðar Alfreðsson, Pawel Wasowicz, Sune Linder, Borgþór Magnússon, Kristján Jónasson og Erling Ólafsson.Erling ÓlafssonEyjan minnkar Surtsey hefur verið á heimsminjaskrá Unesco frá árinu 2008 og er friðuð. Farið er til Surtseyjar á hverju ári og þar er mikil söfnun í gangi. Fyrsta ferð var árið 1964 og þá dvöldu menn á eynni frá vori fram á haust. Nú gistir rannsóknarteymið í um það bil viku í senn. Þá sést að mikil breyting er á eyjunni í hvert sinn, þó ekki af mannavöldum. Eyjan er orðin meira en helmingi minni en hún var þegar gosi lauk. „Það sem maður undrast alltaf á er hvað hraunin sunnan á eynni eru brotgjörn. Maður sér alltaf á milli ára talsverðar breytingar. Það brotnar af hömrum og það falla þarna niður stórar spildur og gengur stöðugt á hana,“ segir Borgþór. Hann telur að hraunið muni hverfa á næstu hundrað til tvö hundruð árum en að móbergshæðir muni hins vegar standa í þúsundir ára. Hann segir að góðar líkur á því að það muni verða til nýjar eyjar áður en Surtsey hverfur. Þarna sé enn þá bullandi eldvirkni.Stærsta rannsóknin frá upphafi Í ágúst mun hefjast ný rannsókn í Surtsey og verður hún sú stærsta frá upphafi. Rannsóknin er á vegum Háskóla Íslands. Þá verða boraðar tvær 200 metra og 300 metra holur og efnið úr þeim verður rannsakað. Markmið rannsóknarinnar er meðal annars að rannsaka myndun og þróun eldfjallaeyja. Þá verða sýni rannsökuð til að fá innsýn í landnám örvera og hlutverk þeirra í Surtsey. Holurnar sem verða boraðar verða síðan notaðar næstu áratugi sem neðanjarðarrannsóknarstöðvar til vöktunar, sýnatöku og tilrauna.Hér má sjá gróið land í Surtsey. Mávar halda þarna til.Borgþór Magnússon Dýr Surtsey Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Erlent Fleiri fréttir Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Sjá meira
Ný flugutegund fannst í Surtsey við rannsóknarleiðangur Náttúrufræðistofnunar Íslands sem farinn var 17. til 20. júlí síðastliðinn. Tegundin hefur aldrei áður sést hér á landi. Borgþór Magnússon, líffræðingur við Náttúrufræðistofnunina og leiðangursstjóri, segir í samtali við Vísi að flugan hafi líklega borist hingað til lands með suðrænum vindum. „Surtsey er náttúrulega syðsta eyja Íslands og næst meginlandinu og það voru nokkrar líkur á að það sem berst hingað með suðrænum vindum, að eitthvað af því komi þangað fyrst eða til Vestmannaeyja,“ segir Borgþór í samtali við Vísi.Grávíðir er einn nýjasti íbúi eyjunnar.Erling ÓlafssonNý víðitegund Á svæðinu fannst einnig ný víðitegund, grávíðir, og segir Borgþór að þar með séu allar íslensku víðitegundirnar orðnar landnemar á eyjunni. Hann nefnir þó að síðustu ár hafi hægt á landnámi nýrra tegunda í eynni og segir að við því hafi verið að búast. Til að mynda er mjög lítið um nýjar fuglategundir. Hins vegar sé gróið svæði að aukast við það svæðið sem mávar halda sig helst. „Þar er komið mjög þétt og gróskumikið graslendi sem fuglinn viðheldur og það færist stöðugt út. Eyjan er að verða með árunum grónari og grónari. Gróðurfarið er farið að minna talsvert mikið á úteyjar Vestmannaeyjar þar sem eru sjófuglar,“ segir Borgþór.Þeir sem tóku þátt í leiðangrinum, f.v. Þórdís Vilhelmína Bragadóttir, Lovísa Ásbjörnsdóttir, Bjarni Diðrik Sigurðsson, Matthías Viðar Alfreðsson, Pawel Wasowicz, Sune Linder, Borgþór Magnússon, Kristján Jónasson og Erling Ólafsson.Erling ÓlafssonEyjan minnkar Surtsey hefur verið á heimsminjaskrá Unesco frá árinu 2008 og er friðuð. Farið er til Surtseyjar á hverju ári og þar er mikil söfnun í gangi. Fyrsta ferð var árið 1964 og þá dvöldu menn á eynni frá vori fram á haust. Nú gistir rannsóknarteymið í um það bil viku í senn. Þá sést að mikil breyting er á eyjunni í hvert sinn, þó ekki af mannavöldum. Eyjan er orðin meira en helmingi minni en hún var þegar gosi lauk. „Það sem maður undrast alltaf á er hvað hraunin sunnan á eynni eru brotgjörn. Maður sér alltaf á milli ára talsverðar breytingar. Það brotnar af hömrum og það falla þarna niður stórar spildur og gengur stöðugt á hana,“ segir Borgþór. Hann telur að hraunið muni hverfa á næstu hundrað til tvö hundruð árum en að móbergshæðir muni hins vegar standa í þúsundir ára. Hann segir að góðar líkur á því að það muni verða til nýjar eyjar áður en Surtsey hverfur. Þarna sé enn þá bullandi eldvirkni.Stærsta rannsóknin frá upphafi Í ágúst mun hefjast ný rannsókn í Surtsey og verður hún sú stærsta frá upphafi. Rannsóknin er á vegum Háskóla Íslands. Þá verða boraðar tvær 200 metra og 300 metra holur og efnið úr þeim verður rannsakað. Markmið rannsóknarinnar er meðal annars að rannsaka myndun og þróun eldfjallaeyja. Þá verða sýni rannsökuð til að fá innsýn í landnám örvera og hlutverk þeirra í Surtsey. Holurnar sem verða boraðar verða síðan notaðar næstu áratugi sem neðanjarðarrannsóknarstöðvar til vöktunar, sýnatöku og tilrauna.Hér má sjá gróið land í Surtsey. Mávar halda þarna til.Borgþór Magnússon
Dýr Surtsey Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Erlent Fleiri fréttir Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Sjá meira