Paint verður áfram til staðar Kjartan Kjartansson skrifar 25. júlí 2017 10:24 Aðdáendur Paint geta tekið gleði sína á ný eftir að margir höfðu málað skrattann á vegginn í gær þegar svo virtist sem að dagar forritsins væru taldir. Vísir/Kjartan Tæknirisinn Microsoft hefur staðfest að myndvinnsluforritið Paint verði áfram til staðar í nýjum útgáfum af Windows-stýrikerfinu. Áður hafði virst sem að dagar forritsins ástsæla væru taldir. Fjölmiðlar greindu frá því í gær að samkvæmt lýsingu á næstu uppfærslu á Windows 10-stýrikerfinu yrði Paint annað hvort fjarlægt eða það ekki þróað áfram.Sjá einnig:Microsoft eyðir Paint Fréttunum var tekið með sorg á samfélagsmiðlum en víst er að margir Windows-notendur hafi fengið útrás fyrir sköpunargáfu sína í Paint í gegnum tíðina.Ókeypis í vefverslun WindowsFyrirtækið segir nú að Paint muni ekki endilega verða sjálfkrafa hluti af Windows 10 en að forritið verði aðgengilegt ókeypis í vefversluninni Windows Store, samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins BBC. „Ef við höfum eitthvað lært þá er það að eftir 32 ár á MS Paint sér marga aðdáendur,“ segir í færslu á bloggsíðu Microsoft. Paint hefur verið hluti af Windows-stýrikerfinu frá því að það kom fyrst á markaðinn árið 1985. Ný og þróaðri útgáfa, Paint 3D, verður hluti af Windows 10-stýrikerfinu í næstu uppfærslum. Önnur forrit sem verða slegin út af borðinu í næstu uppfærslu Windows 10 virðast ekki hafa verið netverjum slíkur harmdauði og Paint. Á meðal þeirra er tölvupóstforritið Outlook Express. Microsoft Tækni Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Tæknirisinn Microsoft hefur staðfest að myndvinnsluforritið Paint verði áfram til staðar í nýjum útgáfum af Windows-stýrikerfinu. Áður hafði virst sem að dagar forritsins ástsæla væru taldir. Fjölmiðlar greindu frá því í gær að samkvæmt lýsingu á næstu uppfærslu á Windows 10-stýrikerfinu yrði Paint annað hvort fjarlægt eða það ekki þróað áfram.Sjá einnig:Microsoft eyðir Paint Fréttunum var tekið með sorg á samfélagsmiðlum en víst er að margir Windows-notendur hafi fengið útrás fyrir sköpunargáfu sína í Paint í gegnum tíðina.Ókeypis í vefverslun WindowsFyrirtækið segir nú að Paint muni ekki endilega verða sjálfkrafa hluti af Windows 10 en að forritið verði aðgengilegt ókeypis í vefversluninni Windows Store, samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins BBC. „Ef við höfum eitthvað lært þá er það að eftir 32 ár á MS Paint sér marga aðdáendur,“ segir í færslu á bloggsíðu Microsoft. Paint hefur verið hluti af Windows-stýrikerfinu frá því að það kom fyrst á markaðinn árið 1985. Ný og þróaðri útgáfa, Paint 3D, verður hluti af Windows 10-stýrikerfinu í næstu uppfærslum. Önnur forrit sem verða slegin út af borðinu í næstu uppfærslu Windows 10 virðast ekki hafa verið netverjum slíkur harmdauði og Paint. Á meðal þeirra er tölvupóstforritið Outlook Express.
Microsoft Tækni Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira