Donald Trump flutti umdeilt ávarp á skátamóti Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. júlí 2017 07:23 Donald Trump Bandaríkjaforseti ávarpaði gríðarlegan fjölda skáta í gær. Vísir/AFP Donald Trump Bandaríkjaforseti ávarpaði skátamót bandarísku skátahreyfingarinnar í Vestur-Virginíu-ríki Bandaríkjanna í gær. Ræða Trump vakti mikla athygli en hann þykir hafa verið nokkuð pólitískur í ávarpi sínu. Mikill mannfjöldi var viðstaddur skátamótið en um var að ræða þá deild skátahreyfingarinnar sem aðeins er ætluð drengjum. Breska dagblaðið Guardian tók saman þau ummæli Trump sem báru hæst en hann minntist ítrekað á fjölda þeirra sem samankomnir voru til að hlýða á ávarp hans. „Og á meðan ég man, hverjar teljið þið líkurnar á því að þessi ótrúlegi, mikli mannfjöldi, við erum að setja met hérna, verði sýndur í sjónvarpinu í kvöld? Eitt prósent eða núll?“ spurði Trump skátana og kenndi þar um svokölluðum „falsfréttaflutningi“, sem forsetanum hefur verið tamt að grípa til. Þá fullyrti Trump að með ríkisstjórn sína við stjórnvölinn myndu skátarnir aftur fá að óska vegfarendum „gleðilegra jóla“ í aðdraganda hátíðanna og ræddi þar að auki afstöðu sína gagnvart heilbrigðisfrumvarpi fyrrverandi Bandaríkjaforseta, Barack Obama. Trump varpaði einnig fram spurningunni: „Mætti Obama forseti einhvern tímann á skátamót?“ og uppskar hávært „nei“ frá skátahópnum. Myndband af þessum hluta ræðunnar má sjá í meðfylgjandi tísti hér að neðan en athygli vekur að Obama var sjálfur skáti þegar hann var ungur. Það var Trump hins vegar ekki.#DonaldTrump gives speech to 40,000 Boy Scouts who sing "We Love Trump" & boo Obama & Clintonpic.twitter.com/7PaOylXggZ#scouts #jamboree#USA— ➊AlexCam ⏩ (@1alexcam) July 24, 2017 Forsetinn minntist einnig á fyrrum andstæðing sinn, Hillary Clinton, og tjáði skátunum að Clinton hefði hreinlega ekki lagt nógu hart að sér við kosningabaráttu í þeim ríkjum sem Repúblikanar náðu óvænt meirihluta í.Ávarp Trump á skátamótinu í gær má hlusta á í heild sinni hér að neðan. Donald Trump Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Fleiri fréttir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti ávarpaði skátamót bandarísku skátahreyfingarinnar í Vestur-Virginíu-ríki Bandaríkjanna í gær. Ræða Trump vakti mikla athygli en hann þykir hafa verið nokkuð pólitískur í ávarpi sínu. Mikill mannfjöldi var viðstaddur skátamótið en um var að ræða þá deild skátahreyfingarinnar sem aðeins er ætluð drengjum. Breska dagblaðið Guardian tók saman þau ummæli Trump sem báru hæst en hann minntist ítrekað á fjölda þeirra sem samankomnir voru til að hlýða á ávarp hans. „Og á meðan ég man, hverjar teljið þið líkurnar á því að þessi ótrúlegi, mikli mannfjöldi, við erum að setja met hérna, verði sýndur í sjónvarpinu í kvöld? Eitt prósent eða núll?“ spurði Trump skátana og kenndi þar um svokölluðum „falsfréttaflutningi“, sem forsetanum hefur verið tamt að grípa til. Þá fullyrti Trump að með ríkisstjórn sína við stjórnvölinn myndu skátarnir aftur fá að óska vegfarendum „gleðilegra jóla“ í aðdraganda hátíðanna og ræddi þar að auki afstöðu sína gagnvart heilbrigðisfrumvarpi fyrrverandi Bandaríkjaforseta, Barack Obama. Trump varpaði einnig fram spurningunni: „Mætti Obama forseti einhvern tímann á skátamót?“ og uppskar hávært „nei“ frá skátahópnum. Myndband af þessum hluta ræðunnar má sjá í meðfylgjandi tísti hér að neðan en athygli vekur að Obama var sjálfur skáti þegar hann var ungur. Það var Trump hins vegar ekki.#DonaldTrump gives speech to 40,000 Boy Scouts who sing "We Love Trump" & boo Obama & Clintonpic.twitter.com/7PaOylXggZ#scouts #jamboree#USA— ➊AlexCam ⏩ (@1alexcam) July 24, 2017 Forsetinn minntist einnig á fyrrum andstæðing sinn, Hillary Clinton, og tjáði skátunum að Clinton hefði hreinlega ekki lagt nógu hart að sér við kosningabaráttu í þeim ríkjum sem Repúblikanar náðu óvænt meirihluta í.Ávarp Trump á skátamótinu í gær má hlusta á í heild sinni hér að neðan.
Donald Trump Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Fleiri fréttir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Sjá meira