Fordæmir ræsi frá Vegagerðinni á „heilögu svæði“ í Landmannalaugum Garðar Örn Úlfarsson skrifar 25. júlí 2017 06:00 Nýju ræsin tvö í Landmannalaugum og raskið í kring um þau þykja lítil staðarprýði. Mynd/Smári Róbertsson „Það eina rétta í stöðunni er að þetta verði fjarlægt þegar í stað,“ segir Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands, um ræsi sem fyrirvaralaust voru sett ofan í Laugalæk við Landmannalaugar um þarsíðustu helgi. Ræsunum var komið fyrir af verktaka á vegum Vegagerðarinnar á Suðurlandi. Óhætt er að segja að framkvæmdin hafi farið illa í þá sem starfa í Landmannalaugum eða tengjast staðnum á einhvern hátt. Forundran og hörð gagnrýni einkennir umræðu um málið. „Það er mikil reiði og hneykslan meðal ferðaþjónustuaðila á svæðinu,“ segir Páll. Hann bendir á að mannvirkið breyti upplifun fólks af óspilltri náttúru og því að keyra yfir ár og læki. Þarna kemur þessi stórfellda framkvæmd mitt inn í þetta heilaga svæði.“Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands.vísir/stefánLaugalækur rennur úr Landmannalaugum og er fyrir innan Námskvísl sem enn er óbrúuð. „Við höfðum enga hugmynd um þetta og enginn sem við heyrðum í virtist vita nokkuð um þetta. Að því er virðist var þetta gert án vitundar og samráðs við nokkurn mann,“ segir Páll sem kveðst hafa fengið haldlitlar skýringu á málinu hjá Vegagerðinni. „Hún var á þeim nótum að þarna væru bílar að festa sig og yrðu drullugir,“ Páll segir slæmt að framkvæmdin sé þvert á öll áform í yfirstandandi deiliskipulagsvinnu þar sem færa eigi bílastæði og rýma. Landmannalaugar af mannvirkjum. „Allar aðrar framkvæmdir hafa verið óheimilar á meðan og þarna kemur allt í einu þessi stórgerða framkvæmd sem virðist einhvern veginn fara fram hjá öllu kerfinu. Það er verið að bæta aðgengi og gefa möguleika á að Yaris bílaleigubílar streymi þarna inn eftir. Og þetta er líka algerlega þvert gegn sýninni um óspillta náttúru á svæðinu.“Fara þarf yfir Námskvísl áður en komið er að ræsunum yfir Laugalæk.Mynd/Smári RóbertssonPáll segir umferð inn á svæðið ekki hafa aukist enn vegna framkvæmdarinnar. „En þetta býður hættunni heim að einhverjir freistist til að keyra á fólksbílum yfir Námskvíslina þegar þeir sjá þessi ræsi í Laugalæk hinum megin við ána. Þegar þú ert kominn á hinn bakkann og sérð að þarna er kominn vegur eru meiri líkur á að þú leggir af stað. Þar væri bæði hætta fyrir fólk og farartæki því Námskvísl getur verið erfið viðureignar.“ Hákon Ásgeirsson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, segir Vegagerðina hafa rætt hugmyndina við stofnunina. „Svo hefur farið framhjá þeim að þetta þyrfti að fara í gegnum leyfisveitingu,“ segir Hákon og bætir við að fólk átti sig ekki oft á því hvað sé leyfisskilt. Hvorki náðist í gær tal af Svani G. Bjarnasyni, svæðisstjóra Vegagerðarinnar á Suðurlandi, né Ágústi Sigurðssyni, sveitarstjóra Rangárþings ytra sem fer með skipulagsvald á svæðinu. Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Sjá meira
„Það eina rétta í stöðunni er að þetta verði fjarlægt þegar í stað,“ segir Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands, um ræsi sem fyrirvaralaust voru sett ofan í Laugalæk við Landmannalaugar um þarsíðustu helgi. Ræsunum var komið fyrir af verktaka á vegum Vegagerðarinnar á Suðurlandi. Óhætt er að segja að framkvæmdin hafi farið illa í þá sem starfa í Landmannalaugum eða tengjast staðnum á einhvern hátt. Forundran og hörð gagnrýni einkennir umræðu um málið. „Það er mikil reiði og hneykslan meðal ferðaþjónustuaðila á svæðinu,“ segir Páll. Hann bendir á að mannvirkið breyti upplifun fólks af óspilltri náttúru og því að keyra yfir ár og læki. Þarna kemur þessi stórfellda framkvæmd mitt inn í þetta heilaga svæði.“Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands.vísir/stefánLaugalækur rennur úr Landmannalaugum og er fyrir innan Námskvísl sem enn er óbrúuð. „Við höfðum enga hugmynd um þetta og enginn sem við heyrðum í virtist vita nokkuð um þetta. Að því er virðist var þetta gert án vitundar og samráðs við nokkurn mann,“ segir Páll sem kveðst hafa fengið haldlitlar skýringu á málinu hjá Vegagerðinni. „Hún var á þeim nótum að þarna væru bílar að festa sig og yrðu drullugir,“ Páll segir slæmt að framkvæmdin sé þvert á öll áform í yfirstandandi deiliskipulagsvinnu þar sem færa eigi bílastæði og rýma. Landmannalaugar af mannvirkjum. „Allar aðrar framkvæmdir hafa verið óheimilar á meðan og þarna kemur allt í einu þessi stórgerða framkvæmd sem virðist einhvern veginn fara fram hjá öllu kerfinu. Það er verið að bæta aðgengi og gefa möguleika á að Yaris bílaleigubílar streymi þarna inn eftir. Og þetta er líka algerlega þvert gegn sýninni um óspillta náttúru á svæðinu.“Fara þarf yfir Námskvísl áður en komið er að ræsunum yfir Laugalæk.Mynd/Smári RóbertssonPáll segir umferð inn á svæðið ekki hafa aukist enn vegna framkvæmdarinnar. „En þetta býður hættunni heim að einhverjir freistist til að keyra á fólksbílum yfir Námskvíslina þegar þeir sjá þessi ræsi í Laugalæk hinum megin við ána. Þegar þú ert kominn á hinn bakkann og sérð að þarna er kominn vegur eru meiri líkur á að þú leggir af stað. Þar væri bæði hætta fyrir fólk og farartæki því Námskvísl getur verið erfið viðureignar.“ Hákon Ásgeirsson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, segir Vegagerðina hafa rætt hugmyndina við stofnunina. „Svo hefur farið framhjá þeim að þetta þyrfti að fara í gegnum leyfisveitingu,“ segir Hákon og bætir við að fólk átti sig ekki oft á því hvað sé leyfisskilt. Hvorki náðist í gær tal af Svani G. Bjarnasyni, svæðisstjóra Vegagerðarinnar á Suðurlandi, né Ágústi Sigurðssyni, sveitarstjóra Rangárþings ytra sem fer með skipulagsvald á svæðinu.
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Sjá meira