Chiara Ferragni opnar verslun Ritstjórn skrifar 24. júlí 2017 10:00 Glamour/Getty Chiara Ferragni hefur notið mikillar velgengi á internetinu sem og á samfélagsmiðlum og segist treysta mikið á framtíðina í þeim heimi. Þrátt fyrir það mun hún opna eigin verslun í Milano í vikunni. Chiara Ferragni er ítalskur bloggari, fatahönnuður og viðskiptakona. Fatamerki hennar ber nafnið Chiara Ferragni og hefur fengist í verslunum eins og Selfridges, Le Bon Marché og Luisa Via Roma. Nú vill hún geta boðið viðskiptavinum í sinn líflega og skemmtilega heim. Síðustu ár hefur hún og hennar teymi prófað sig áfram í svokölluðum ,,pop-up" eða tímabundnum verslunum sem hafa verið mjög vinsælar, og hafa þau því ákveðið næstu skref. Chiara hyggst opna Chiara Ferragni búðir um allan heim, í Evrópu, Asíu, Ameríku og Mið-Austurlöndum. Á áætlun er að hafa opnað 14 búðir í Kína fyrir lok árs 2019. Chiara Ferragni hefur aldeilis látið til sín taka í tískuheiminum síðustu ár, en hún byrjaði með bloggið sitt, The Blonde Salad árið 2009. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar og á síðasta ári var hún á lista Forbes 30 undir 30. Chiara rekur vinsælt fatamerki, er eigandi vefsíðunnar The Blonde Salad og hefur verið andlit og talskona margra fyrirtækja í tískuheiminum. Chiara er með 10 milljónir fylgjenda á Instagram. Glamour/Skjáskot This is insane! We're opening our first @chiaraferragnicollection store in Milan next Wednesday in Corso Como And this is only the beginning.. #ChiaraFerragniShoes #ChiaraFerragniCollection A post shared by Chiara Ferragni (@chiaraferragni) on Jul 22, 2017 at 9:13am PDT Mest lesið The Devil Wears Prada fagnar áratugar afmæli Glamour Pinterest spáir fyrir um trendin 2017 Glamour Eru Íslendingar með fallegustu húðina? Glamour Viltu vinna handgert skópar frá Kalda? Glamour Stórir hattar og áberandi sólgleraugu í nýju myndbandi Marc Jacobs Glamour Fjölmenni í glæsilegu opnunarpartý Hrím Glamour Akkúrat opnar í miðbænum Glamour Gönguskór og derhúfa frá Gucci fyrir næsta haust Glamour Kalda frumsýnir haustherferðina innan um íslenska náttúru Glamour Hvað stóð upp úr í New York? Glamour
Chiara Ferragni hefur notið mikillar velgengi á internetinu sem og á samfélagsmiðlum og segist treysta mikið á framtíðina í þeim heimi. Þrátt fyrir það mun hún opna eigin verslun í Milano í vikunni. Chiara Ferragni er ítalskur bloggari, fatahönnuður og viðskiptakona. Fatamerki hennar ber nafnið Chiara Ferragni og hefur fengist í verslunum eins og Selfridges, Le Bon Marché og Luisa Via Roma. Nú vill hún geta boðið viðskiptavinum í sinn líflega og skemmtilega heim. Síðustu ár hefur hún og hennar teymi prófað sig áfram í svokölluðum ,,pop-up" eða tímabundnum verslunum sem hafa verið mjög vinsælar, og hafa þau því ákveðið næstu skref. Chiara hyggst opna Chiara Ferragni búðir um allan heim, í Evrópu, Asíu, Ameríku og Mið-Austurlöndum. Á áætlun er að hafa opnað 14 búðir í Kína fyrir lok árs 2019. Chiara Ferragni hefur aldeilis látið til sín taka í tískuheiminum síðustu ár, en hún byrjaði með bloggið sitt, The Blonde Salad árið 2009. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar og á síðasta ári var hún á lista Forbes 30 undir 30. Chiara rekur vinsælt fatamerki, er eigandi vefsíðunnar The Blonde Salad og hefur verið andlit og talskona margra fyrirtækja í tískuheiminum. Chiara er með 10 milljónir fylgjenda á Instagram. Glamour/Skjáskot This is insane! We're opening our first @chiaraferragnicollection store in Milan next Wednesday in Corso Como And this is only the beginning.. #ChiaraFerragniShoes #ChiaraFerragniCollection A post shared by Chiara Ferragni (@chiaraferragni) on Jul 22, 2017 at 9:13am PDT
Mest lesið The Devil Wears Prada fagnar áratugar afmæli Glamour Pinterest spáir fyrir um trendin 2017 Glamour Eru Íslendingar með fallegustu húðina? Glamour Viltu vinna handgert skópar frá Kalda? Glamour Stórir hattar og áberandi sólgleraugu í nýju myndbandi Marc Jacobs Glamour Fjölmenni í glæsilegu opnunarpartý Hrím Glamour Akkúrat opnar í miðbænum Glamour Gönguskór og derhúfa frá Gucci fyrir næsta haust Glamour Kalda frumsýnir haustherferðina innan um íslenska náttúru Glamour Hvað stóð upp úr í New York? Glamour