Fleiri fyrirtæki farin að kanna vímuefnanotkun starfsmanna Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 24. júlí 2017 06:00 Munnvatn starfsmanna er prófað til að kanna mögulega vímuefnanotkun. Nordicphotos/Getty Talsverð aukning hefur orðið á því að fyrirtæki hafi samband við Öryggismiðstöðina og óski eftir vímuefnaskimun fyrir starfsmenn. Þetta staðfestir Erla Björk Sverrisdóttir, hjúkrunarfræðingur og verkefnastjóri hjá Öryggismiðstöðinni. „Aukningin er ekki gríðarleg en þetta var mjög lítið til að byrja með. Svo hefur þetta verið að koma smám saman og það er mikið um fyrirspurnir. Þetta eru mikið til stór fyrirtæki. Til að mynda rútufyrirtæki og þau sem eru með mikla ábyrgð á þungavélum,“ segir hún. Erla segir fyrirkomulagið oftast þannig að starfsmannastjóri fyrirtækis ákveði hverjir séu prófaðir hverju sinni. Til þess aflar hann svo upplýsts samþykkis viðkomandi starfsmanna, sem er í sumum tilfellum innifalið í ráðningarsamningi. Ef samþykki liggur ekki fyrir er viðkomandi starfsmaður ekki prófaður. Hið sama myndi gilda um tilfelli þar sem starfsmaður neitaði prófi á staðnum. Það hefur þó ekki gerst. Þegar hjúkrunarfræðingur kemur á staðinn notar hann annars vegar áfengismæli og svo munnvatnsmæli sem mælir vímuefni. „Starfsmenn blása í áfengismælinn og svo er tekið munnvatnspróf. Iðulega eru niðurstöður vímuefnaskimunarinnar komnar innan fimm mínútna,“ segir Erla. Óalgengt er að starfsmenn falli á prófinu. „Það er ekki mikið um það svo ég viti. Ég held að þetta sé meira öryggisatriði. Bæði fyrir starfsmanninn sjálfan og líka fyrir viðskiptavini og vinnuveitanda.“ Erla segir skýringuna á auknum fjölda skimana og fyrirspurna líklega felast í aukinni umræðu. „Öryggismiðstöðin er búin að vera með þessa þjónustu í fimm eða sex ár og þetta hefur spurst út. Við höfum alltaf auglýst okkur þótt það hafi ekki verið stórar auglýsingar,“ segir Erla og bætir við: „Ég held að þetta sé einfaldlega liður í öryggisáætlunum fyrirtækja. Þá geta þau sýnt fram á að starfsfólk þeirra hafi farið í svona próf. En svo kemur alltaf eitt og eitt tilfelli þar sem grunur liggur fyrir um vímuefnanotkun einhverra starfsmanna og þá erum við líka kölluð til.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Setur útlendingum sem sækja nám strangari skilyrði Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Sjá meira
Talsverð aukning hefur orðið á því að fyrirtæki hafi samband við Öryggismiðstöðina og óski eftir vímuefnaskimun fyrir starfsmenn. Þetta staðfestir Erla Björk Sverrisdóttir, hjúkrunarfræðingur og verkefnastjóri hjá Öryggismiðstöðinni. „Aukningin er ekki gríðarleg en þetta var mjög lítið til að byrja með. Svo hefur þetta verið að koma smám saman og það er mikið um fyrirspurnir. Þetta eru mikið til stór fyrirtæki. Til að mynda rútufyrirtæki og þau sem eru með mikla ábyrgð á þungavélum,“ segir hún. Erla segir fyrirkomulagið oftast þannig að starfsmannastjóri fyrirtækis ákveði hverjir séu prófaðir hverju sinni. Til þess aflar hann svo upplýsts samþykkis viðkomandi starfsmanna, sem er í sumum tilfellum innifalið í ráðningarsamningi. Ef samþykki liggur ekki fyrir er viðkomandi starfsmaður ekki prófaður. Hið sama myndi gilda um tilfelli þar sem starfsmaður neitaði prófi á staðnum. Það hefur þó ekki gerst. Þegar hjúkrunarfræðingur kemur á staðinn notar hann annars vegar áfengismæli og svo munnvatnsmæli sem mælir vímuefni. „Starfsmenn blása í áfengismælinn og svo er tekið munnvatnspróf. Iðulega eru niðurstöður vímuefnaskimunarinnar komnar innan fimm mínútna,“ segir Erla. Óalgengt er að starfsmenn falli á prófinu. „Það er ekki mikið um það svo ég viti. Ég held að þetta sé meira öryggisatriði. Bæði fyrir starfsmanninn sjálfan og líka fyrir viðskiptavini og vinnuveitanda.“ Erla segir skýringuna á auknum fjölda skimana og fyrirspurna líklega felast í aukinni umræðu. „Öryggismiðstöðin er búin að vera með þessa þjónustu í fimm eða sex ár og þetta hefur spurst út. Við höfum alltaf auglýst okkur þótt það hafi ekki verið stórar auglýsingar,“ segir Erla og bætir við: „Ég held að þetta sé einfaldlega liður í öryggisáætlunum fyrirtækja. Þá geta þau sýnt fram á að starfsfólk þeirra hafi farið í svona próf. En svo kemur alltaf eitt og eitt tilfelli þar sem grunur liggur fyrir um vímuefnanotkun einhverra starfsmanna og þá erum við líka kölluð til.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Setur útlendingum sem sækja nám strangari skilyrði Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Sjá meira