Ísrael herðir umdeildar öryggisráðstafanir Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 24. júlí 2017 07:00 Palestínumenn í Betlehem mótmæltu aðgerðunum í Jerúsalem harðlega í gær. Vísir/AFP Öryggismyndavélum var í gær komið upp við musteri í Jerúsalem sem gyðingar kalla Musteri fjallsins en múslimar kalla Haram al-Sharif. Eru myndavélarnar liður í hertum öryggisráðstöfunum Ísraela við musterið. Hin aukna gæsla kemur í kjölfar þess að tveir ísraelskir lögreglumenn voru drepnir þar fyrr í mánuðinum. Til viðbótar við öryggismyndavélarnar var málmleitarhliðum komið upp á dögunum. Ísraelar segja að árásarmennirnir hafi smyglað byssum inn á staðinn og að öryggisráðstafana sé þörf til að koma í veg fyrir að slíkt endurtaki sig. Öryggisgæslan hefur vakið mikla reiði meðal Palestínumanna en musterið er talið það þriðja heilagasta í íslamskri trú. Staðurinn er þó einnig heilagur í augum gyðinga og er hann meðal annars afmarkaður með Grátmúrnum. Ástandið á svæðinu hefur verið eldfimt undanfarið og krefjast Palestínumenn þess að hliðin verði fjarlægð. Að sögn BBC líta þeir á aðgerðir Ísraela sem undanfara að því að þeir sölsi undir sig staðinn heilaga. Hafa Palestínumenn flykkst út á götu, fyrir utan innganginn að musterinu, og lagst þar á bæn í stað þess að ganga í gegnum málmleitarhliðin. Þrír Palestínumenn féllu í átökum við ísraelska lögreglu á föstudaginn. Höfðu þá þúsundir mótmælt aðgerðum Ísraela í Jerúsalem sem og víðar á Vesturbakkanum. Á laugardag voru svo þrír Ísraelar stungnir til bana á landnemasvæðinu Halamish á Vesturbakkanum. Talið er að sú árás hafi verið gerð til að hefna fyrir aðgerðir Ísraela við musterið. Palestínsk yfirvöld brugðust ekki við uppsetningu öryggismyndavélanna í gær en BBC greinir frá því að þær muni mögulega koma í staðinn fyrir hin mjög svo umdeildu málmleitarhlið. Heimildir BBC innan leyniþjónustu Ísraela segja þó að svo sé ekki. Þá hefur Benjamín Netanjahú forsætisráðherra einnig sagt hliðin komin til að vera. „Hliðin fara ekki neitt. Morðingjarnir fá ekki að ráða hvernig við leitum á morðingjunum,“ sagði Tzachi Hanegbi, þróunarmálaráðherra svæðisins, í útvarpsviðtali í gær. Hins vegar sagði öryggismálaráðherrann Gilad Erdan að málmleitarhliðum fyrir múslima yrði mögulega skipt út fyrir aðrar ráðstafanir. Til að mynda aukinn fjölda lögreglumanna og öryggismyndavélar. Talsmenn Arababandalagsins gagnrýndu aðgerðir Ísraela harðlega í gær. Sögðu þeir Ísraela leika sér að eldinum og að múslimar myndu ekki líða brot á réttindum þeirra á helgistöðum Jerúsalemborgar. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna mun funda um málið í dag. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Fleiri fréttir Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Sjá meira
Öryggismyndavélum var í gær komið upp við musteri í Jerúsalem sem gyðingar kalla Musteri fjallsins en múslimar kalla Haram al-Sharif. Eru myndavélarnar liður í hertum öryggisráðstöfunum Ísraela við musterið. Hin aukna gæsla kemur í kjölfar þess að tveir ísraelskir lögreglumenn voru drepnir þar fyrr í mánuðinum. Til viðbótar við öryggismyndavélarnar var málmleitarhliðum komið upp á dögunum. Ísraelar segja að árásarmennirnir hafi smyglað byssum inn á staðinn og að öryggisráðstafana sé þörf til að koma í veg fyrir að slíkt endurtaki sig. Öryggisgæslan hefur vakið mikla reiði meðal Palestínumanna en musterið er talið það þriðja heilagasta í íslamskri trú. Staðurinn er þó einnig heilagur í augum gyðinga og er hann meðal annars afmarkaður með Grátmúrnum. Ástandið á svæðinu hefur verið eldfimt undanfarið og krefjast Palestínumenn þess að hliðin verði fjarlægð. Að sögn BBC líta þeir á aðgerðir Ísraela sem undanfara að því að þeir sölsi undir sig staðinn heilaga. Hafa Palestínumenn flykkst út á götu, fyrir utan innganginn að musterinu, og lagst þar á bæn í stað þess að ganga í gegnum málmleitarhliðin. Þrír Palestínumenn féllu í átökum við ísraelska lögreglu á föstudaginn. Höfðu þá þúsundir mótmælt aðgerðum Ísraela í Jerúsalem sem og víðar á Vesturbakkanum. Á laugardag voru svo þrír Ísraelar stungnir til bana á landnemasvæðinu Halamish á Vesturbakkanum. Talið er að sú árás hafi verið gerð til að hefna fyrir aðgerðir Ísraela við musterið. Palestínsk yfirvöld brugðust ekki við uppsetningu öryggismyndavélanna í gær en BBC greinir frá því að þær muni mögulega koma í staðinn fyrir hin mjög svo umdeildu málmleitarhlið. Heimildir BBC innan leyniþjónustu Ísraela segja þó að svo sé ekki. Þá hefur Benjamín Netanjahú forsætisráðherra einnig sagt hliðin komin til að vera. „Hliðin fara ekki neitt. Morðingjarnir fá ekki að ráða hvernig við leitum á morðingjunum,“ sagði Tzachi Hanegbi, þróunarmálaráðherra svæðisins, í útvarpsviðtali í gær. Hins vegar sagði öryggismálaráðherrann Gilad Erdan að málmleitarhliðum fyrir múslima yrði mögulega skipt út fyrir aðrar ráðstafanir. Til að mynda aukinn fjölda lögreglumanna og öryggismyndavélar. Talsmenn Arababandalagsins gagnrýndu aðgerðir Ísraela harðlega í gær. Sögðu þeir Ísraela leika sér að eldinum og að múslimar myndu ekki líða brot á réttindum þeirra á helgistöðum Jerúsalemborgar. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna mun funda um málið í dag.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Fleiri fréttir Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Sjá meira