Boðist til að taka börn í fóstur við útburð hjá Sýslumanni Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 23. júlí 2017 20:00 Í fréttum Stöðvar 2 í gær sögðum við frá Sigrúnu Dóru Jónsdóttur, fjögurra barna einstæðri móður, sem er húsnæðislaus í Reykjanesbæ en mikill húsnæðisskortur er í bænum eins og víða á landinu. Hera Ósk Einarsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjanesbæjar, segir rúmlega níutíu manns vera á biðlista eftir almennu félagslegu húsnæði. „Fimmtán til sextán myndum við titla húsnæðislausa þótt þeir hafi höfði sínu að halla einhvers staðar, hjá vinum, ættingjum eða kunningjum." Hera segir allt að fjögurra ára bið eftir húsnæði en Reykjanesbær er þó það sveitarfélag sem er með einna mest af félagslegu húsnæði á landinu. Hún segir ástandið aldrei hafa verið jafn slæmt. „En bærinn hefur ekki húsnæði „standby“ fyrir þá sem lenda á götunni. Ef fólk er í þeirri aðstöðu að það geti ekki bjargað sér sjálf þá leiðbeinum við því að fara á gistiheimili eða þannig úrræði," segir hún.Boðið fóstur við útburð Sigrún Dóra hefur ítrekað óskað eftir aðstoð bæjarins þar sem hún getur ekki veitt eldri börnum sínum tveimur húsaskjól en eina úrræðið sem henni hefur boðist er að setja börnin í fóstur. Hera segir sjaldan boðið upp á slíkt. „En það gæti komið upp sú staða ef það er útburður hjá sýslumanni að barnaverndaryfirvöld mæta á staðinn, ef það þarf að aðstoða fólk við að vista börnin sín. En það hefur ekki gerst. Fólk hefur leyst úr því áður en það er komið á þann stað.“ Heitar umræður hafa skapast á facebook-síðum íbúa Reykjanesbæjar um húsnæðisvanda Sigrúnar. Þar vilja einhverjir meina að hælisleitendur séu í forgangi þegar kemur að húsnæðisúrræðum. Hera segir hælisleitendur ekki vera í félagslegu húsnæði, húsnæði á almennum markaði er tekið á leigu fyrir þá. En er þá ekki hægt að leigja á almennum markaði fyrir aðra íbúa í neyð? „Við styðjum fólk við að gera það. Veitum aðstoð við fyrirframgreiðslu og reynum að liðka til eins og við getum," segir hún. Tengdar fréttir Mikil fjölgun íbúa er áskorun fyrir skuldum hlaðinn Reykjanesbæ Íbúar Reykjanesbæjar orðnir 17.000. Hefur fjölgað um 6,4% á einu ári. Húsnæðisskortur er mikill en byggingaframkvæmdir framundan. 28. júní 2017 20:00 Heimilislaus í Reykjanesbæ: Lagt til að setja börnin í fóstur Einstæð móðir með fjögur börn hefur árangurslaust leitað að húsnæði í Reykjanesbæ. Eina úrræðið sem félagsmálayfirvöld bjóða henni er að setja börnin í fóstur. 22. júlí 2017 20:00 Fá ekki leiguíbúðir í Reykjanesbæ Íbúar í Reykjanesbæ sem ekki hafa tök á að kaupa íbúð eru í verulegum vandræðum og dæmi eru um fólk í mikilli neyð, annað hvort inni á vandamönnum eða á leiðinni á götuna. 29. júní 2017 19:30 Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fleiri fréttir Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 í gær sögðum við frá Sigrúnu Dóru Jónsdóttur, fjögurra barna einstæðri móður, sem er húsnæðislaus í Reykjanesbæ en mikill húsnæðisskortur er í bænum eins og víða á landinu. Hera Ósk Einarsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjanesbæjar, segir rúmlega níutíu manns vera á biðlista eftir almennu félagslegu húsnæði. „Fimmtán til sextán myndum við titla húsnæðislausa þótt þeir hafi höfði sínu að halla einhvers staðar, hjá vinum, ættingjum eða kunningjum." Hera segir allt að fjögurra ára bið eftir húsnæði en Reykjanesbær er þó það sveitarfélag sem er með einna mest af félagslegu húsnæði á landinu. Hún segir ástandið aldrei hafa verið jafn slæmt. „En bærinn hefur ekki húsnæði „standby“ fyrir þá sem lenda á götunni. Ef fólk er í þeirri aðstöðu að það geti ekki bjargað sér sjálf þá leiðbeinum við því að fara á gistiheimili eða þannig úrræði," segir hún.Boðið fóstur við útburð Sigrún Dóra hefur ítrekað óskað eftir aðstoð bæjarins þar sem hún getur ekki veitt eldri börnum sínum tveimur húsaskjól en eina úrræðið sem henni hefur boðist er að setja börnin í fóstur. Hera segir sjaldan boðið upp á slíkt. „En það gæti komið upp sú staða ef það er útburður hjá sýslumanni að barnaverndaryfirvöld mæta á staðinn, ef það þarf að aðstoða fólk við að vista börnin sín. En það hefur ekki gerst. Fólk hefur leyst úr því áður en það er komið á þann stað.“ Heitar umræður hafa skapast á facebook-síðum íbúa Reykjanesbæjar um húsnæðisvanda Sigrúnar. Þar vilja einhverjir meina að hælisleitendur séu í forgangi þegar kemur að húsnæðisúrræðum. Hera segir hælisleitendur ekki vera í félagslegu húsnæði, húsnæði á almennum markaði er tekið á leigu fyrir þá. En er þá ekki hægt að leigja á almennum markaði fyrir aðra íbúa í neyð? „Við styðjum fólk við að gera það. Veitum aðstoð við fyrirframgreiðslu og reynum að liðka til eins og við getum," segir hún.
Tengdar fréttir Mikil fjölgun íbúa er áskorun fyrir skuldum hlaðinn Reykjanesbæ Íbúar Reykjanesbæjar orðnir 17.000. Hefur fjölgað um 6,4% á einu ári. Húsnæðisskortur er mikill en byggingaframkvæmdir framundan. 28. júní 2017 20:00 Heimilislaus í Reykjanesbæ: Lagt til að setja börnin í fóstur Einstæð móðir með fjögur börn hefur árangurslaust leitað að húsnæði í Reykjanesbæ. Eina úrræðið sem félagsmálayfirvöld bjóða henni er að setja börnin í fóstur. 22. júlí 2017 20:00 Fá ekki leiguíbúðir í Reykjanesbæ Íbúar í Reykjanesbæ sem ekki hafa tök á að kaupa íbúð eru í verulegum vandræðum og dæmi eru um fólk í mikilli neyð, annað hvort inni á vandamönnum eða á leiðinni á götuna. 29. júní 2017 19:30 Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fleiri fréttir Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Sjá meira
Mikil fjölgun íbúa er áskorun fyrir skuldum hlaðinn Reykjanesbæ Íbúar Reykjanesbæjar orðnir 17.000. Hefur fjölgað um 6,4% á einu ári. Húsnæðisskortur er mikill en byggingaframkvæmdir framundan. 28. júní 2017 20:00
Heimilislaus í Reykjanesbæ: Lagt til að setja börnin í fóstur Einstæð móðir með fjögur börn hefur árangurslaust leitað að húsnæði í Reykjanesbæ. Eina úrræðið sem félagsmálayfirvöld bjóða henni er að setja börnin í fóstur. 22. júlí 2017 20:00
Fá ekki leiguíbúðir í Reykjanesbæ Íbúar í Reykjanesbæ sem ekki hafa tök á að kaupa íbúð eru í verulegum vandræðum og dæmi eru um fólk í mikilli neyð, annað hvort inni á vandamönnum eða á leiðinni á götuna. 29. júní 2017 19:30