Konurnar tíu ósáttar við niðurstöðu úttektar á Stígamótum og íhuga næstu skref Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 22. júlí 2017 21:00 Helga er enn að byggja sig upp eftir störf sín hjá Stígamótum og hefur verið óvinnufær í nokkurn tíma. Vísir/skjáskot Úttekt sem var gerð á starfsumhverfi í Stígamótum þykir sýna að traust, trúnaður og starfsánægja ríki meðal starfsfólks. Úttektin var gerð eftir að tíu konur stigu fram og sögðu einelti og ofbeldi ríkja á vinnustaðnum. Þær ætla að funda á morgun og íhuga næstu skref. Aldrei var sóst eftir að heyra þeirra hlið á málinu á meðan úttekt stóð yfir. Í síðasta mánuði skrifaði Helga Baldvins Bjargardóttir um starf sitt hjá Stígamótum á facebooksíðu sína. Hún lýsti skorti á fagmennsku og ofbeldisfullum viðbrögðum stjórnenda þegar hún leyfði sér að gagnrýna vinnubrögðin. Í kjölfarið stigu níu konur fram og sögðust hafa sambærilega reynslu af störfum hjá Stígamótum. Um leið steig Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta og yfirmaður starfsmannamála, til hliðar en ásökunum um slæma stjórnarhætti er beint að henni. Úttekt var gerð á starfsháttum Stígamóta og niðurstaðan gerð opinber í vikunni: Að ekkert ami að starfsumhverfinu og Guðrún hafi tekið til starfa að nýju. „Ég náttúrulega vonaðist til þess og við allar - þessar níu konur - að þau myndu vinna þetta faglega og tala við okkur og fá okkar sjónarhorn. En núna hefur komið í ljós að það var ekki vilji fyrir því og því munum við hittast á morgun og ræða næstu skref," segir Helga og býst hún við að hinar konurnar muni nú deila reynslu sinni af Stígamótum en hingað til hafa þær ekki viljað ræða það við fjölmiðla. Helga segir Stígamót gerast sek um allt það sem þau gagnrýna meinta gerendur og aðstandendur þeirra fyrir. „Þannig að þetta er afhjúpandi fyrir stöðuna. Í staðinn fyrir að hlusta á brotaþola og reyna að gera betur, þá fer allt í vörn og sagt að allt sé svo fínt." Helga segist hafa fengið góð viðbrögð - og að margir virðist hafa sömu reynslu. „En svo er líka ákveðin þögn. Feministar þegja, Kvennahreyfingin þegir. En ég bjóst við meira skítkasti þannig að það er alla vega ánægjulegt." Tengdar fréttir Tekur við sem talskona Stígamóta á ný Guðrún Jónsdóttir mun taka aftur við hlutverki talskonu Stígamóta en hún steig til hliðar í síðasta mánuði á meðan fram fór sálfélagslegt áhættumat til að greina ástandið á vinnustaðnum. 21. júlí 2017 11:50 Trúa ásökunum um einelti og ofbeldi: Níu konur segjast hafa sambærilega reynslu Níu fyrrverandi starfskonur Stígamóta hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna pistils Helgu Baldvinsdóttur Bjargardóttur sem hún ritaði á Facebook í síðustu viku en þar kvaðst Helga hafa upplifað einelti og ofbeldi í starfi sínu. 27. júní 2017 15:22 Stígamótakonur stíga ekki fram Þær níu konur sem hafa sakað Stígamót um einelti og ofbeldi funduðu í gær vegna málsins. 29. júní 2017 07:00 Vonsvikin með rannsókn Stígamóta "Það kemur mér ekki á óvart að hún hafi afgreitt þetta svona,“ segir Helga Baldvinsdóttir Bjargardóttir, fyrrverandi starfskona Stígamóta, um það að Guðrún Jónsdóttir muni taka aftur við hlutverki talskonu Stígamóta. 22. júlí 2017 07:00 Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Fleiri fréttir Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Sjá meira
Úttekt sem var gerð á starfsumhverfi í Stígamótum þykir sýna að traust, trúnaður og starfsánægja ríki meðal starfsfólks. Úttektin var gerð eftir að tíu konur stigu fram og sögðu einelti og ofbeldi ríkja á vinnustaðnum. Þær ætla að funda á morgun og íhuga næstu skref. Aldrei var sóst eftir að heyra þeirra hlið á málinu á meðan úttekt stóð yfir. Í síðasta mánuði skrifaði Helga Baldvins Bjargardóttir um starf sitt hjá Stígamótum á facebooksíðu sína. Hún lýsti skorti á fagmennsku og ofbeldisfullum viðbrögðum stjórnenda þegar hún leyfði sér að gagnrýna vinnubrögðin. Í kjölfarið stigu níu konur fram og sögðust hafa sambærilega reynslu af störfum hjá Stígamótum. Um leið steig Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta og yfirmaður starfsmannamála, til hliðar en ásökunum um slæma stjórnarhætti er beint að henni. Úttekt var gerð á starfsháttum Stígamóta og niðurstaðan gerð opinber í vikunni: Að ekkert ami að starfsumhverfinu og Guðrún hafi tekið til starfa að nýju. „Ég náttúrulega vonaðist til þess og við allar - þessar níu konur - að þau myndu vinna þetta faglega og tala við okkur og fá okkar sjónarhorn. En núna hefur komið í ljós að það var ekki vilji fyrir því og því munum við hittast á morgun og ræða næstu skref," segir Helga og býst hún við að hinar konurnar muni nú deila reynslu sinni af Stígamótum en hingað til hafa þær ekki viljað ræða það við fjölmiðla. Helga segir Stígamót gerast sek um allt það sem þau gagnrýna meinta gerendur og aðstandendur þeirra fyrir. „Þannig að þetta er afhjúpandi fyrir stöðuna. Í staðinn fyrir að hlusta á brotaþola og reyna að gera betur, þá fer allt í vörn og sagt að allt sé svo fínt." Helga segist hafa fengið góð viðbrögð - og að margir virðist hafa sömu reynslu. „En svo er líka ákveðin þögn. Feministar þegja, Kvennahreyfingin þegir. En ég bjóst við meira skítkasti þannig að það er alla vega ánægjulegt."
Tengdar fréttir Tekur við sem talskona Stígamóta á ný Guðrún Jónsdóttir mun taka aftur við hlutverki talskonu Stígamóta en hún steig til hliðar í síðasta mánuði á meðan fram fór sálfélagslegt áhættumat til að greina ástandið á vinnustaðnum. 21. júlí 2017 11:50 Trúa ásökunum um einelti og ofbeldi: Níu konur segjast hafa sambærilega reynslu Níu fyrrverandi starfskonur Stígamóta hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna pistils Helgu Baldvinsdóttur Bjargardóttur sem hún ritaði á Facebook í síðustu viku en þar kvaðst Helga hafa upplifað einelti og ofbeldi í starfi sínu. 27. júní 2017 15:22 Stígamótakonur stíga ekki fram Þær níu konur sem hafa sakað Stígamót um einelti og ofbeldi funduðu í gær vegna málsins. 29. júní 2017 07:00 Vonsvikin með rannsókn Stígamóta "Það kemur mér ekki á óvart að hún hafi afgreitt þetta svona,“ segir Helga Baldvinsdóttir Bjargardóttir, fyrrverandi starfskona Stígamóta, um það að Guðrún Jónsdóttir muni taka aftur við hlutverki talskonu Stígamóta. 22. júlí 2017 07:00 Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Fleiri fréttir Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Sjá meira
Tekur við sem talskona Stígamóta á ný Guðrún Jónsdóttir mun taka aftur við hlutverki talskonu Stígamóta en hún steig til hliðar í síðasta mánuði á meðan fram fór sálfélagslegt áhættumat til að greina ástandið á vinnustaðnum. 21. júlí 2017 11:50
Trúa ásökunum um einelti og ofbeldi: Níu konur segjast hafa sambærilega reynslu Níu fyrrverandi starfskonur Stígamóta hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna pistils Helgu Baldvinsdóttur Bjargardóttur sem hún ritaði á Facebook í síðustu viku en þar kvaðst Helga hafa upplifað einelti og ofbeldi í starfi sínu. 27. júní 2017 15:22
Stígamótakonur stíga ekki fram Þær níu konur sem hafa sakað Stígamót um einelti og ofbeldi funduðu í gær vegna málsins. 29. júní 2017 07:00
Vonsvikin með rannsókn Stígamóta "Það kemur mér ekki á óvart að hún hafi afgreitt þetta svona,“ segir Helga Baldvinsdóttir Bjargardóttir, fyrrverandi starfskona Stígamóta, um það að Guðrún Jónsdóttir muni taka aftur við hlutverki talskonu Stígamóta. 22. júlí 2017 07:00
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent