Konurnar tíu ósáttar við niðurstöðu úttektar á Stígamótum og íhuga næstu skref Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 22. júlí 2017 21:00 Helga er enn að byggja sig upp eftir störf sín hjá Stígamótum og hefur verið óvinnufær í nokkurn tíma. Vísir/skjáskot Úttekt sem var gerð á starfsumhverfi í Stígamótum þykir sýna að traust, trúnaður og starfsánægja ríki meðal starfsfólks. Úttektin var gerð eftir að tíu konur stigu fram og sögðu einelti og ofbeldi ríkja á vinnustaðnum. Þær ætla að funda á morgun og íhuga næstu skref. Aldrei var sóst eftir að heyra þeirra hlið á málinu á meðan úttekt stóð yfir. Í síðasta mánuði skrifaði Helga Baldvins Bjargardóttir um starf sitt hjá Stígamótum á facebooksíðu sína. Hún lýsti skorti á fagmennsku og ofbeldisfullum viðbrögðum stjórnenda þegar hún leyfði sér að gagnrýna vinnubrögðin. Í kjölfarið stigu níu konur fram og sögðust hafa sambærilega reynslu af störfum hjá Stígamótum. Um leið steig Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta og yfirmaður starfsmannamála, til hliðar en ásökunum um slæma stjórnarhætti er beint að henni. Úttekt var gerð á starfsháttum Stígamóta og niðurstaðan gerð opinber í vikunni: Að ekkert ami að starfsumhverfinu og Guðrún hafi tekið til starfa að nýju. „Ég náttúrulega vonaðist til þess og við allar - þessar níu konur - að þau myndu vinna þetta faglega og tala við okkur og fá okkar sjónarhorn. En núna hefur komið í ljós að það var ekki vilji fyrir því og því munum við hittast á morgun og ræða næstu skref," segir Helga og býst hún við að hinar konurnar muni nú deila reynslu sinni af Stígamótum en hingað til hafa þær ekki viljað ræða það við fjölmiðla. Helga segir Stígamót gerast sek um allt það sem þau gagnrýna meinta gerendur og aðstandendur þeirra fyrir. „Þannig að þetta er afhjúpandi fyrir stöðuna. Í staðinn fyrir að hlusta á brotaþola og reyna að gera betur, þá fer allt í vörn og sagt að allt sé svo fínt." Helga segist hafa fengið góð viðbrögð - og að margir virðist hafa sömu reynslu. „En svo er líka ákveðin þögn. Feministar þegja, Kvennahreyfingin þegir. En ég bjóst við meira skítkasti þannig að það er alla vega ánægjulegt." Tengdar fréttir Tekur við sem talskona Stígamóta á ný Guðrún Jónsdóttir mun taka aftur við hlutverki talskonu Stígamóta en hún steig til hliðar í síðasta mánuði á meðan fram fór sálfélagslegt áhættumat til að greina ástandið á vinnustaðnum. 21. júlí 2017 11:50 Trúa ásökunum um einelti og ofbeldi: Níu konur segjast hafa sambærilega reynslu Níu fyrrverandi starfskonur Stígamóta hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna pistils Helgu Baldvinsdóttur Bjargardóttur sem hún ritaði á Facebook í síðustu viku en þar kvaðst Helga hafa upplifað einelti og ofbeldi í starfi sínu. 27. júní 2017 15:22 Stígamótakonur stíga ekki fram Þær níu konur sem hafa sakað Stígamót um einelti og ofbeldi funduðu í gær vegna málsins. 29. júní 2017 07:00 Vonsvikin með rannsókn Stígamóta "Það kemur mér ekki á óvart að hún hafi afgreitt þetta svona,“ segir Helga Baldvinsdóttir Bjargardóttir, fyrrverandi starfskona Stígamóta, um það að Guðrún Jónsdóttir muni taka aftur við hlutverki talskonu Stígamóta. 22. júlí 2017 07:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Sjá meira
Úttekt sem var gerð á starfsumhverfi í Stígamótum þykir sýna að traust, trúnaður og starfsánægja ríki meðal starfsfólks. Úttektin var gerð eftir að tíu konur stigu fram og sögðu einelti og ofbeldi ríkja á vinnustaðnum. Þær ætla að funda á morgun og íhuga næstu skref. Aldrei var sóst eftir að heyra þeirra hlið á málinu á meðan úttekt stóð yfir. Í síðasta mánuði skrifaði Helga Baldvins Bjargardóttir um starf sitt hjá Stígamótum á facebooksíðu sína. Hún lýsti skorti á fagmennsku og ofbeldisfullum viðbrögðum stjórnenda þegar hún leyfði sér að gagnrýna vinnubrögðin. Í kjölfarið stigu níu konur fram og sögðust hafa sambærilega reynslu af störfum hjá Stígamótum. Um leið steig Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta og yfirmaður starfsmannamála, til hliðar en ásökunum um slæma stjórnarhætti er beint að henni. Úttekt var gerð á starfsháttum Stígamóta og niðurstaðan gerð opinber í vikunni: Að ekkert ami að starfsumhverfinu og Guðrún hafi tekið til starfa að nýju. „Ég náttúrulega vonaðist til þess og við allar - þessar níu konur - að þau myndu vinna þetta faglega og tala við okkur og fá okkar sjónarhorn. En núna hefur komið í ljós að það var ekki vilji fyrir því og því munum við hittast á morgun og ræða næstu skref," segir Helga og býst hún við að hinar konurnar muni nú deila reynslu sinni af Stígamótum en hingað til hafa þær ekki viljað ræða það við fjölmiðla. Helga segir Stígamót gerast sek um allt það sem þau gagnrýna meinta gerendur og aðstandendur þeirra fyrir. „Þannig að þetta er afhjúpandi fyrir stöðuna. Í staðinn fyrir að hlusta á brotaþola og reyna að gera betur, þá fer allt í vörn og sagt að allt sé svo fínt." Helga segist hafa fengið góð viðbrögð - og að margir virðist hafa sömu reynslu. „En svo er líka ákveðin þögn. Feministar þegja, Kvennahreyfingin þegir. En ég bjóst við meira skítkasti þannig að það er alla vega ánægjulegt."
Tengdar fréttir Tekur við sem talskona Stígamóta á ný Guðrún Jónsdóttir mun taka aftur við hlutverki talskonu Stígamóta en hún steig til hliðar í síðasta mánuði á meðan fram fór sálfélagslegt áhættumat til að greina ástandið á vinnustaðnum. 21. júlí 2017 11:50 Trúa ásökunum um einelti og ofbeldi: Níu konur segjast hafa sambærilega reynslu Níu fyrrverandi starfskonur Stígamóta hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna pistils Helgu Baldvinsdóttur Bjargardóttur sem hún ritaði á Facebook í síðustu viku en þar kvaðst Helga hafa upplifað einelti og ofbeldi í starfi sínu. 27. júní 2017 15:22 Stígamótakonur stíga ekki fram Þær níu konur sem hafa sakað Stígamót um einelti og ofbeldi funduðu í gær vegna málsins. 29. júní 2017 07:00 Vonsvikin með rannsókn Stígamóta "Það kemur mér ekki á óvart að hún hafi afgreitt þetta svona,“ segir Helga Baldvinsdóttir Bjargardóttir, fyrrverandi starfskona Stígamóta, um það að Guðrún Jónsdóttir muni taka aftur við hlutverki talskonu Stígamóta. 22. júlí 2017 07:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Sjá meira
Tekur við sem talskona Stígamóta á ný Guðrún Jónsdóttir mun taka aftur við hlutverki talskonu Stígamóta en hún steig til hliðar í síðasta mánuði á meðan fram fór sálfélagslegt áhættumat til að greina ástandið á vinnustaðnum. 21. júlí 2017 11:50
Trúa ásökunum um einelti og ofbeldi: Níu konur segjast hafa sambærilega reynslu Níu fyrrverandi starfskonur Stígamóta hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna pistils Helgu Baldvinsdóttur Bjargardóttur sem hún ritaði á Facebook í síðustu viku en þar kvaðst Helga hafa upplifað einelti og ofbeldi í starfi sínu. 27. júní 2017 15:22
Stígamótakonur stíga ekki fram Þær níu konur sem hafa sakað Stígamót um einelti og ofbeldi funduðu í gær vegna málsins. 29. júní 2017 07:00
Vonsvikin með rannsókn Stígamóta "Það kemur mér ekki á óvart að hún hafi afgreitt þetta svona,“ segir Helga Baldvinsdóttir Bjargardóttir, fyrrverandi starfskona Stígamóta, um það að Guðrún Jónsdóttir muni taka aftur við hlutverki talskonu Stígamóta. 22. júlí 2017 07:00