Heimilislaus í Reykjanesbæ: Lagt til að setja börnin í fóstur Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 22. júlí 2017 20:00 Sigrún Dóra á fjögur börn á aldrinum þriggja til fjórtán ára. Eldri börnin eiga föður í Noregi og búa því alfarið hjá henni en yngri börnin eiga föður í Reykjanesbæ sem þau eru hjá aðra hverja viku. Eftir að Sigrún missti íbúð sem hún leigði í Reykjanesbæ hefur hún fengið að gista hjá vinkonu sinni. „Börnin tvö eldri eru í Noregi hjá föður sínum til 4. ágúst. Yngri drengirnir eru hjá pabba sínum. Af því að hér get ég ekki verið með öll þessi börn," segir hún. Sigrún hefur sótt um allar íbúðir sem hafa verið auglýstar í bænum. En það hefur ekki gengið vel. „Ég fékk að skoða eina íbúð og ég held ég hafi verið númer 67," segir hún en hún hefur miklar áhyggjur af því hvað hún eigi að gera þegar eldri börnin koma heim enda hafi þau í engin hús að venda. Yngri börnin hafi þó föðurfjölskylduna í Reykjanesbæ. „Ég gæti búið hvar sem er. í Kolbeinsey þess vegna. Þetta snýst ekki um mig. Þetta snýst um fjölskyldu. Þetta snýst um systkinahópinn og að hann fái að vera saman." Sigrún hefur ítrekað leitað til félagssmálayfirvalda en það er fátt um svör. Bent er á að margir séu í sömu stöðu og hún þurfi að finna íbúð sjálf. „Einu svörin, eða eina úrlausnin sem er boðið upp á, er að mér var bent á að það væri til fullt af góðum fósturforeldrum fyrir eldri börnin. Ókunnugt fóolk. Ég veit ekki hvort það hafi átt að skipta þeim upp eða hvað. Þetta voru svör barnaverndarnefndar. Félagsmálayfirvöld segja að það sé mögulega hægt að hjálpa mér með geymslu fyrir búslóðina eða bjóða mér rúm á gistiheimili, fyrir mig eina. Einnig að ég geti fengið aðstoð með tryggingu fyrir íbúð - en það er engar íbúðir að fá." Sigrún segist ekki þurfa fósturfjölskyldu fyrir börnin. Hún geti vel séð um börnin. Aftur á móti sé hún ekki í standi til að missa þau. „Ef ég missi börnin, þá er þetta búið," segir hún. Tengdar fréttir Mikil fjölgun íbúa er áskorun fyrir skuldum hlaðinn Reykjanesbæ Íbúar Reykjanesbæjar orðnir 17.000. Hefur fjölgað um 6,4% á einu ári. Húsnæðisskortur er mikill en byggingaframkvæmdir framundan. 28. júní 2017 20:00 Kona á sjötugsaldri býr í fellihýsi eftir að hafa misst leiguhúsnæði Kona á sjötugsaldri hefur undanfarnar vikur búið á tjaldsvæði í Sandgerði eftir að leiguhúsnæði hennar til níu ára var selt ofan af henni. Sonur konunnar segir aðstæður vera hræðilegar, ekkert húsnæði sé að fá á svæðinu og að fátt sé um svör hjá bæjaryfirvöldum. 11. júlí 2017 18:45 Fá ekki leiguíbúðir í Reykjanesbæ Íbúar í Reykjanesbæ sem ekki hafa tök á að kaupa íbúð eru í verulegum vandræðum og dæmi eru um fólk í mikilli neyð, annað hvort inni á vandamönnum eða á leiðinni á götuna. 29. júní 2017 19:30 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Sjá meira
Sigrún Dóra á fjögur börn á aldrinum þriggja til fjórtán ára. Eldri börnin eiga föður í Noregi og búa því alfarið hjá henni en yngri börnin eiga föður í Reykjanesbæ sem þau eru hjá aðra hverja viku. Eftir að Sigrún missti íbúð sem hún leigði í Reykjanesbæ hefur hún fengið að gista hjá vinkonu sinni. „Börnin tvö eldri eru í Noregi hjá föður sínum til 4. ágúst. Yngri drengirnir eru hjá pabba sínum. Af því að hér get ég ekki verið með öll þessi börn," segir hún. Sigrún hefur sótt um allar íbúðir sem hafa verið auglýstar í bænum. En það hefur ekki gengið vel. „Ég fékk að skoða eina íbúð og ég held ég hafi verið númer 67," segir hún en hún hefur miklar áhyggjur af því hvað hún eigi að gera þegar eldri börnin koma heim enda hafi þau í engin hús að venda. Yngri börnin hafi þó föðurfjölskylduna í Reykjanesbæ. „Ég gæti búið hvar sem er. í Kolbeinsey þess vegna. Þetta snýst ekki um mig. Þetta snýst um fjölskyldu. Þetta snýst um systkinahópinn og að hann fái að vera saman." Sigrún hefur ítrekað leitað til félagssmálayfirvalda en það er fátt um svör. Bent er á að margir séu í sömu stöðu og hún þurfi að finna íbúð sjálf. „Einu svörin, eða eina úrlausnin sem er boðið upp á, er að mér var bent á að það væri til fullt af góðum fósturforeldrum fyrir eldri börnin. Ókunnugt fóolk. Ég veit ekki hvort það hafi átt að skipta þeim upp eða hvað. Þetta voru svör barnaverndarnefndar. Félagsmálayfirvöld segja að það sé mögulega hægt að hjálpa mér með geymslu fyrir búslóðina eða bjóða mér rúm á gistiheimili, fyrir mig eina. Einnig að ég geti fengið aðstoð með tryggingu fyrir íbúð - en það er engar íbúðir að fá." Sigrún segist ekki þurfa fósturfjölskyldu fyrir börnin. Hún geti vel séð um börnin. Aftur á móti sé hún ekki í standi til að missa þau. „Ef ég missi börnin, þá er þetta búið," segir hún.
Tengdar fréttir Mikil fjölgun íbúa er áskorun fyrir skuldum hlaðinn Reykjanesbæ Íbúar Reykjanesbæjar orðnir 17.000. Hefur fjölgað um 6,4% á einu ári. Húsnæðisskortur er mikill en byggingaframkvæmdir framundan. 28. júní 2017 20:00 Kona á sjötugsaldri býr í fellihýsi eftir að hafa misst leiguhúsnæði Kona á sjötugsaldri hefur undanfarnar vikur búið á tjaldsvæði í Sandgerði eftir að leiguhúsnæði hennar til níu ára var selt ofan af henni. Sonur konunnar segir aðstæður vera hræðilegar, ekkert húsnæði sé að fá á svæðinu og að fátt sé um svör hjá bæjaryfirvöldum. 11. júlí 2017 18:45 Fá ekki leiguíbúðir í Reykjanesbæ Íbúar í Reykjanesbæ sem ekki hafa tök á að kaupa íbúð eru í verulegum vandræðum og dæmi eru um fólk í mikilli neyð, annað hvort inni á vandamönnum eða á leiðinni á götuna. 29. júní 2017 19:30 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Sjá meira
Mikil fjölgun íbúa er áskorun fyrir skuldum hlaðinn Reykjanesbæ Íbúar Reykjanesbæjar orðnir 17.000. Hefur fjölgað um 6,4% á einu ári. Húsnæðisskortur er mikill en byggingaframkvæmdir framundan. 28. júní 2017 20:00
Kona á sjötugsaldri býr í fellihýsi eftir að hafa misst leiguhúsnæði Kona á sjötugsaldri hefur undanfarnar vikur búið á tjaldsvæði í Sandgerði eftir að leiguhúsnæði hennar til níu ára var selt ofan af henni. Sonur konunnar segir aðstæður vera hræðilegar, ekkert húsnæði sé að fá á svæðinu og að fátt sé um svör hjá bæjaryfirvöldum. 11. júlí 2017 18:45
Fá ekki leiguíbúðir í Reykjanesbæ Íbúar í Reykjanesbæ sem ekki hafa tök á að kaupa íbúð eru í verulegum vandræðum og dæmi eru um fólk í mikilli neyð, annað hvort inni á vandamönnum eða á leiðinni á götuna. 29. júní 2017 19:30